„Nú sjáum við ljósið“

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Ljósmynd/Víkurfréttir

Þrátt fyrir að lánardrottnar Reykjanesbæjar hafi ekki samþykkt að fella niður hluta skulda bæjarins og hafnarinnar eins og hafði meðal annars verið lagt upp með þegar viðræður við kröfuhafa hófust fyrir um þremur árum síðan vegna slæmrar skuldastöðu bæjarins, þá segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar að niðurstaðan nú sé vel ásættanleg fyrir báða aðila. Hann segir 5-7 aðhaldssöm ár framundan, en að nú sjái fyrir endann á erfiðu fjárhagstímabili og stefnt sé að því að lækka útsvar um næstu áramót.

Fyrir um tveimur vikum síðan tilkynnti bærinn að búið væri að semja um endurfjármögnun skulda Reykjaneshafnar, en það var gert með 3,6 milljarða láni frá Lánasjóði sveitarfélaga. Með þessu var lokanaglinn sleginn í smíði endurskipulags til að ná lögbundnu skuldaviðmiði niður undir 150% árið 2022. Í gær greindi svo vefurinn Sudurnes.net frá því að engin niðurfelling hafi verið á skuldum sveitarfélagsins.

Vextir felldir niður en ekki höfuðstóll

Í samtali við mbl.is staðfestir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, að          enginn höfuðstóll hafi verið færður niður. Aftur á móti hafi allir kröfuhafar utan eins fellt niður vaxtagreiðslur frá 15. október 2015. Segist hann ekki vilja greina frá hvaða aðili það sé, en væntanlega muni það koma í ljós þegar hann reyni innheimtu vaxtanna.

Í maí í fyrra tilkynnti bærinn, sem þá hafði átt í um 18 mánaða samningaviðræðum við kröfuhafa um endurskipulagningu skulda bæjarins, um að ekki næðust samningar og var eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga í framhaldinu gert vart um stöðu mála. Samkvæmt því var næsta skref að skipa fjárhaldsstjórn yfir bænum, en að lokum var ákveðið að taka upp samninga við kröfuhafa að nýju.

Uppbygging í Helguvík hefur verið kostnaðarsöm og skuldir hafnarinnar reyndust ...
Uppbygging í Helguvík hefur verið kostnaðarsöm og skuldir hafnarinnar reyndust sveitarfélaginu erfiðar. mbl.is

Í lok síðasta árs var svo tilkynnt að búið væri að semja við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins fasteignar varðandi skuld­ir fé­lags­ins sem lengi hafa verið mjög íþyngj­andi fyr­ir bæj­ar­fé­lagið. Ekki var heldur gert ráð fyrir afskriftum eða niðurfellingum skulda við þá samningagerð.

Tal um niðurfellingar alveg nýr kafli

Kjartan segir að það sé mikilvægt í þessu máli að fundin hafi verið leið sem báðir aðilar hafi getað sætt sig við. „Þetta færir okkur þá niðurstöðu sem við stefndum að og mun lækka skuldir og skuldbindingar sem við stefndum að,“ segir hann. Bendir Kjartan á að ekkert sveitarfélag á Íslandi hafi áður verið í viðlíka stöðu og Reykjanesbær og hingað til hafi lánardrottnar horft á lánveitingar til sveitarfélaga sem trygg lán. Þegar Reykjanesbær hafi svo farið að tala um niðurfellingu skulda hafi það verið alveg nýr kafli í þessum málum hér á landi.

Segir hann að niðurfellingahugmyndirnar hafi þannig verið nýjar fyrir báða aðila, en þegar ljóst var að hún gengi ekki lengra hafi verið byrjað að skoða nýjar leiðir. „Þær skila sömu niðurstöðu fyrir Reykjanesbæ,“ segir Kjartan.

Vaxtaprósenta á lánum hafnarinnar helmingast

Sem fyrr segir er um að ræða 3,6 milljarða endurfjármögnun á skuldum Reykjaneshafnar, en Kjartan segir að með því muni vaxtaprósenta lánanna fara úr um 6% niður í eða undir 3%. Þá hafi leigutími og þar með skuldbinding Reykjanesbæjar við Fasteign ehf. verið styttur sem skili sér í 2,2 milljarða hagræðingu út til ársins 2022.

Félagslegt húsnæði Reykjanesbæjar verður einnig fært undir húsnæðissjálfseignastofnun frá sveitarfélaginu sjálfu, eins og lög um almennar íbúðir heimila frá árinu 2016. Segir Kjartan að með því séu færðar skuldbindingar upp á 2,6 milljarða frá sveitarfélaginu, en Íbúðalánasjóður, sem var einn af kröfuhöfum Reykjanesbæjar, mun samhliða kerfisbreytingum sem hafa verið gerðar á hlutverki sjóðsins, sjá um fjármögnun vegna þessa. Segir Kjartan að skilyrðin séu að félagslega kerfið sé sjálfbært, en til þess hafi nýlega þurft að hækka leigu á slíkum íbúðum. Þrátt fyrir það segir hann leiguverð þeirra vera vel undir almennu markaðsverði.

Við taka 5-7 aðhaldssöm ár að sögn bæjarstjóra, en að ...
Við taka 5-7 aðhaldssöm ár að sögn bæjarstjóra, en að þá sé helst verið að horfa til innviðauppbygginga. mbl.is/Sigurður Bogi

Spurður hvort Íbúðalánasjóður muni bjóða hinu nýja félagi sömu lánakjör og sveitarfélaginu hafi boðist segir hann það hluta af samkomulaginu, svo framarlega sem félagið um félagslega íbúðarhúsnæðið sé sjálfbært sem hann telji það nú vera.

5-7 aðhaldssöm ár, en líka lækkun útsvars

Kjartan segir að nú eftir þriggja ára samningalotu við kröfuhafa sé loksins komið að raunverulegum kaflaskilum. „Það er búið að ná niðurstöðu,“ segir hann og bætir við að nú liggi planið fyrir og næsti áfangi sé að innleiða allar þessar lausnir, „láta aðlögunaráætlunina ganga eftir og standa við hana.“

Þrátt fyrir að samningar séu í höfn segir Kjartan þó ekki búið að opna fyrir alla sjóði sveitarfélagsins að nýju heldur taki við 5-7 aðhaldssöm ár. „Nú sjáum við ljósið og tækifærin eru hvergi meiri en í Reykjanesbæ,“ segir Kjartan og bætir við að um áramótin sé ætlunin að lækka útsvarið.

Eiga ekki að koma niður á almennum íbúum

Þá segir hann almenna íbúa ekki eiga að finna mikið fyrir þótt um aðhaldsaðgerðir sé að ræða. Þær muni að mestu fela í sér að haldið verði aftur af nýfjárfestingum í innviðum, en að skólamál, velferðamál og önnur lögboðin þjónusta muni halda sama þjónustustigi.

Þannig segir Kjartan að ekki verði ráðist í byggingu t.d. nýrra íþróttahúsa eða skóla nema brýna nauðsyn beri til. Hann bendir þó á að fjárfesting á hvern íbúa sé töluvert há í Reykjanesbæ og því eigi þetta ekki að hafa mikil áhrif til skemmri tíma.

„Við getum ekki leyft okkur mikið umfram lög og reglur og við munum vanda okkur vel við það og halda vel á spöðunum,“ segir Kjartan. „Ég held að íbúar skilji það vel.“

mbl.is

Innlent »

Bóla eða breytingar í vændum?

20:21 „Þetta er mjög spennandi og fær vonandi fleiri til að hugsa um þessa hluti. Það verður gaman að fylgjast með hvernig þetta þróast. Við verðum svo að sjá hvað kemur í kjölfarið eða hvort þetta þetta sé bara sniðug bóla á Twitter,“ segir ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Stígamótum um #karlmennskan Meira »

Fólk deyr á biðlista inn á Vog

19:31 „Biðlisti inn á Vog er í eðli sínu mjög líkur biðlista inn á bráðamóttöku. Fólk deyr á þessum biðlista,“ skrifar Arnþór Jónsson, formaður framkvæmdastjórnar SÁÁ, í pistli sínum á heimasíðu samtakanna. Meira »

Íhuga að sniðganga HM

19:11 Ríkisstjórn Íslands íhugar að sniðganga heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi í sumar. Með þessu vill hún styðja Breta sem saka Rússa um að hafa eitrað fyrir rússneskan gagnnjósnara og dóttur hans á breskri grund. Þó ert skýrt að leikmenn og aðdáendur verða á sínum stað. Meira »

„Það er ekkert óhreint við þetta fólk“

18:34 „Frelsissviptingin er það erfiðasta sem við getum gengið í gegnum,“ segir Jón Ársæll Þórðarson. Síðustu vikur hefur hann skyggnst inn í líf fanga þáttunum Paradísarheimt. Sjálfur fékk hann smjörþefinn af frelsissviptingu á unglingsárunum, þegar hann eyddi nótt í fangelsinu í Síðumúla. Meira »

Sex metra Bola-dósin komin í leitirnar

18:25 Sex metra Bola-dósin, sem lýst var eftir fyrr í dag, er komin í leitirnar. „Kæru vinir Boli er fundin takk elskurnar,“ skrifar Böðvar Guðmundsson á Facebook en hann lýsti eftir dósinni upp úr hádegi. Meira »

Hundrað ára rakarastóll

18:06 „Það má alveg slá því föstu að þetta sé stóll úr rakarastofunni í Eimskipafélagshúsinu og mjög líklega einn af stólunum sem voru þar þegar stofan var opnuð árið 1921,“ segja Þorberg Ólafsson og Kolbeinn Hermann Pálsson, sem báðir störfuðu á stofunni. Meira »

Hlaða bílana á mesta álagstíma

16:39 Rafbílaeigendur hlaða flestir bíla sína á mesta álagstíma raforkukerfisins. Sé raforkuálaginu hins vegar stýrt getur Orkuveitan vel annað 50.000 rafbílum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í lokaverkefni Kristjáns E. Eyjólfssonar til BS-gráðu í rafmagnstæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík. Meira »

Dimma hlýtur góðar viðtökur á Englandi

17:54 Skáldsagan Dimma eftir Ragnar Jónasson kom út á Englandi í enskri þýðingu Victoriu Cribb, hjá risaforlaginu Penguin, í liðinni viku og hefur hlotið frábærar viðtökur, bæði hjá The Guardian og Sunday Times. Meira »

Bjarni hlaut 96,2% atkvæða

15:49 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson formaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari á landsfundi flokksins sem fór fram um helgina. Meira »

Keyrði á kyrrstæðan bíl og stakk af

15:24 Lögreglu barst tilkynning um umferðaróhapp á Langholtsvegi klukkan níu í morgun en þar var bifreið ekið á kyrrstæðan bíl. Ökumaður og farþegi stungu af en náðust skömmu síðar og voru vistaðir í fangageymslum. Meira »

Höfuðborgin endurheimti forystuhlutverk

14:13 „Annaðhvort verður haldið áfram með óbreytt ástand þar sem húsnæðisskortur, samgönguvandi og svifryk fá að dafna, eða Reykjavík endurheimtir forystuhlutverk sitt sem höfuðborg.“ Þetta sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í ávarpi sínu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Lýsa eftir 6 metra langri Bola-dós

13:43 „Þetta er mjög dularfullt, þetta er 3.000 lítra tankur sem er sex metra langur, þannig að maður setur hann ekkert aftan í fólksbíl,“ segir Böðvar Guðmundsson, sem saknar vatnstanks sem skreyttur var eins og dós af Bola-bjór. Meira »

Hafa ekki vanrækt þá lægst launuðu

12:19 „Það er rangt að við höfum vanrækt þá sem lægstir eru,“ sagði Gylfi Arngrímsson, formaður ASÍ, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ekki sé nóg að hækka lægstu laun og láta prósentuhlutinn sem aðrir fá fylgja því eftir. Meira »

Óvenjulegt ef blíðan héldi fram á vor

11:50 Milt veður hefur verið undanfarna daga en veðurfræðingurinn Teitur Arason hjá Veðurstofu Íslands segir ólíklegt að blíðan muni halda sér fram á vor. „Þetta er bara á meðan það liggur í þessum mildu suðlægu áttum. Það verður svipað fyrri part vikunnar en það er ekki víst að þetta rólega og góða veður haldi áfram lengi. Það væri þá mjög óvenjulegt.“ Meira »

Skíðasvæði opin fyrir norðan og austan

10:50 Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði og Hlíðarfjall eru opin í dag. Einnig hefur skíðasvæðið í Stafdal á Austurlandi verið opnað og segir í fréttatilkynningu að loksins sé „sólin farin að skína á skíðasvæðin Austanlands“. Veðrið í dag sé gott og aðstæður til skíðaiðkunar flottar. Meira »

59 á biðlista eftir offituaðgerðum

12:00 Alls eru 59 einstaklingar, þar af 49 konur og 10 karlar, á biðlista eftir magahjáveituaðgerð sem og öðrum aðgerðum á maga vegna offitu á Landspítalanum. Um áramót biðu 69 einstaklingar eftir slíkum aðgerðum á spítalanum. Meira »

„Ber ekki ábyrgð á Sigríði Andersen“

11:30 „Ég ber ekki ábyrð á Sigríði Andersen eða Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, er atvæðagreiðsla þingmannanna Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Andrésar Jónssonar var rædd í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun. Meira »

Erilsamt hjá lögreglunni á Akureyri

08:27 Nokkur erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt og þurfti lögreglan m.a. að keyra nokkra heim til sín eftir skemmtan næturinnar. Engir þurftu þó að gista í fangaklefa þessa nóttina. Meira »
PENNAR
...
Páskabasar Kattholts
Basarinn verður laugardaginn 24.mars n.k. Endilega hafið samband í Kattholt í...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Tek að mér bókanir, umsjá reikninga ofl. Upplýsingar í síma 649-6134...
 
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Söngsamkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnu...