22 vilja stjórna nýrri ráðuneytisstofnun

Ný ráðuneytisstofnun innan velferðarráðuneytisins verður komið á fót von bráðar. …
Ný ráðuneytisstofnun innan velferðarráðuneytisins verður komið á fót von bráðar. Stofnuninni er ætlað að styrkja undirstöður heildstæðrar þjónustu ríkis og sveitarfélaga á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

22 sóttu um embætti stjórnanda nýrrar ráðuneytisstofnunar sem ætlað er að styrkja undirstöður heildstæðrar þjónustu ríkis og sveitarfélaga á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Frestur til að sækja um embættið rann út 4. desember síðastliðinn.

Meðal umsækjenda eru Árni Múli Jónasson, fyrrverandi bæjarstjóri Akraness og Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum.

Skipuð hefur verið þriggja manna nefnd sem falið er að meta hæfni umsækjenda. Gert er ráð fyrir að ákvörðun um skipun í embættið liggi fyrir í byrjun nýs árs.

Þeir sem sóttu um stöðu stjórnanda ráðuneytisstofnunarinnar eru:

  • Áki Ármann Jónsson, framkvæmdastjóri
  • Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri
  • Benjamín Gíslason, verkefnastjóri
  • Brynhildur Barðadóttir, ráðgjafi
  • Drífa Kristjánsdóttir, aðstoðarskólastjóri
  • Finnur Þ. Gunnþórsson, fyrirtækjaráðgjafi
  • Guðmundur Rúnar Árnason, ráðgjafi
  • Guðrún Björk Reykdal, sérfræðingur
  • Guðrún Jónsdóttir, sálfræðingur
  • Gunnar Kristinn Þórðarson, stjórnsýslufræðingur
  • Gunnhildur Gunnarsdóttir, lögfræðingur
  • Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, deildarstjóri
  • Kristján Sturluson, sérfræðingur
  • María Rúnarsdóttir, félagsráðgjafi
  • Ólafur Ólafsson, útibússtjóri
  • Rósa Guðrún Bergþórsdóttir, sérfræðingur
  • Sandra Hlíf Ocares, ráðgjafi
  • Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur
  • Steinunn Bergmann, sérfræðingur
  • Tinna Björg Sigurðardóttir, verkefnastjóri
  • Vigdís Erlendsdóttir, deildarstjóri
  • Þorsteinn Valur Baldvinsson Hjelm, staðarstjóri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert