Grunaður árásarmaður laus úr haldi

Maðurinn er laus úr haldi.
Maðurinn er laus úr haldi.

Maður sem grunaður er um alvarlegt heimilisofbeldi gegn og tilraun til manndráps gegn konu er laus úr varðhaldi. Hæstiréttur hafnaði kröfu lögreglu um að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is. Maðurinn er því laus úr haldi en lögregla rannsakar málið sem tilraun til manndráps.

Héraðsdómur hafði úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 15. desember en Hæstiréttur hefur snúið þeirri niðurstöðu.

Atvikið átti sér stað aðfaranótt sunnudags en maðurinn er 22 ára og konan fimm árum eldri. Kon­an var flutt á slysa­deild eft­ir árás­ina en hún var með tals­verða áverka en Guðmund­ur seg­ir að það sé ekki mann­in­um að þakka að ekki fór verr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert