„Moskva er algjör upplifun“

Það er hægt að skoða og sjá ýmislegt í Moskvu.
Það er hægt að skoða og sjá ýmislegt í Moskvu. AFP

„Það er óendanlega margt sem hægt er að gera hérna,“ segir Berg­lind Ásgeirs­dótt­ir, sendi­herra Íslands í Rússlandi en Ísland leikur sem kunnugt er fyrsta leik sinn á HM næsta sumar í Moskvu. Berglind segir að höfuðborgin sé mjög spennandi en 12,2 milljónir manna búa í henni.

Hún segir að auk þess sé gott fyrir starfsfólk sendiráðsins að leikið sé í Moskvu en þannig sé auðveldara fyrir sendiráðið að aðstoða fólk við hvað sem kynni að koma upp á.

Ísland leikur fyrsta leik sinn 16. júní gegn Argentínu en Berglind segir að ekki sé búið að ákveða neina dagskrá í tilefni af 17. júní, þó ýmsar hugmyndir hafi komið fram.

Brasilíska goðsögnin Cafu sést hér draga nafn Íslands upp úr …
Brasilíska goðsögnin Cafu sést hér draga nafn Íslands upp úr pottinum. AFP

Var sendiherra í Frakklandi í fyrra

Við höfum rætt hvaða viðburði við getum haft til að notfæra okkur allan þann áhuga sem verður á Íslandi. Við vorum með menningarviðburði í Frakklandi í fyrra og erum að byrja að ræða hvað gæti hentað,“ segir Berglind en hún var sendiherra Íslands í Frakklandi þegar strákarnir okkur slógu í gegn á EM þar í landi í fyrra.

Hún bætir við að það væri hægt að gera margt, enda hafa Rússar mikinn áhuga á Íslandi. Mest hefur fjölgun orðið á rússneskum ferðamönnum sem sækja Ísland heim og þá mun rússneska flugfélagið S7 hefja vikulegt áætlunarflug til Íslands í sumar.

Einhvern veginn veit fólk mikið um Ísland en við heilluðum þau á mótinu í fyrra og þá er þetta algengasta umræðuefnið þegar maður hittir Rússa,“ segir Berglind og bætir við að þetta sé kjörið tækifæri til að kynna íslenska menningu. 

Völlurinn í Volgograd, þar sem Ísland leikur gegn Nígeríu 22. …
Völlurinn í Volgograd, þar sem Ísland leikur gegn Nígeríu 22. júní. AFP

Hugguleg strönd í Volgograd

Ísland mætir Nígeríu í Volgograd 22. júní en síðasti leikurinn í riðlakeppninni er gegn Króatíu í Rostov. Aðspurð segir Berglind að það sé fínt að dvelja í Volgograd, þó vitanlega sé allt mun stærra í sniðum í höfuðborginni:

„Ég kom til Volgograd í sumar og þarna drýpur sagan af hverju strái,“ segir Berglind en nafni hennar var breytt í núverandi heiti árið 1961. Áður hét borgin Stalíngrad og þar áður Tsaritsyn. 

„Það kom mér á óvart að það er hægt að komast með ferju yfir ána og þar er þessi fína strönd,“ segir Berglind en stuðningsmenn landsliðsins ættu að geta skellt sér á ströndina í júníhitanum. Meðalhitinn í Volgograd í júní eru tæpar 25 gráður.

„Auðvitað er allt margfalt stærra og meira hérna í Moskvu. Ég veit ekki hvað fólki fyndist það þurfa að vera hérna í langan tíma til að það væri búið að sjá eitthvað að ráði. Það er ekki sambærilegt. Moskva er algjör upplifun.“

Berglind Ásgeirsdóttir og Vladimír Pútín.
Berglind Ásgeirsdóttir og Vladimír Pútín.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert