„Hvernig ertu í henni?“

Margar kvennanna lýsa óviðeigandi snertingum og athugasemdum karlkyns kollega.
Margar kvennanna lýsa óviðeigandi snertingum og athugasemdum karlkyns kollega.

„Ung kona, hæfileikarík og metnaðarfull, nýútskrifuð úr laganámi, ræður sig til starfa hjá stórri lögmannsstofu í Reykjavík. Starfsmaður á stofunni áreitir hana ítrekað kynferðislega og gengur mjög langt í þeim efnum. Hún reyndi að höndla, vera töff og vera ein af strákunum fyrst um sinn, en alltaf gekk þetta lengra og lengra.“

Þannig hefst ein af þeim 45 sögum sem konur í réttarvörslukerfinu hafa birt sem innlegg í #meetoo umræðuna. 156 konur úr starfsstéttinni skrifuðu undir yfirlýsingu gegn kynbundnu ofbeldi sem þær sendu frá sér í gær. Til að mynda dómarar, lögmenn og lögreglumenn.

Sagan sem vísað er í hér að ofan er ekki skrifuð af konunni sjálfri, enda er hún ekki lengur til frásagnar. Hún lést ung að aldri eftir að hafa glímt við kvíða og þunglyndi. Fram kemur í frásögninni að það hafi farið að halla mjög undan fæti hjá konunni í kjölfar áreitninnar og hún hafi leiðst út í óreglu.

„Kannski lagðir þú of mikið á þig“

Sagan er greinilega sögð af konu sem starfaði með henni á umræddri lögmannsstofu,

„Ég fékk sjálf sjokk þegar þessi maður stakk tungunni upp í eyrað á henni og greip í brjóstin á henni fyrir framan mig, allt samt svona "djók". Hún fékk loksins nóg þegar hann skellti henni á skrifborðið hjá sér og ætlaðist til þess að hún svæfi hjá sér. Hennar viðbrögð fyrir utan sjokkið var að tala við sinn yfirmann sem var kona og greina frá áreitninni.“

Nokkru síðar var konan kölluð á fund nokkurra eigenda þar sem henni var sagt upp störfum, en ekki leið á löngu þar til svipaðar sögur heyrðust af sama manni og öðrum starfsmönnum á stofunni, að fram kemur í frásögninni.  

Sú sem ritar söguna segir það hafa verið hvað sárast að karlmenn úr stéttinni, menn sem þær töldu vini sína, hefðu gert lítið úr henni „sögðu hana athyglissjúka og ljúga og því miður voru það ekki bara menn því þó nokkrar konur sögðu það sama þrátt fyrir að þessi maður væri þekktur fyrir svona háttsemi.“

Málið virðist hafa fengið mikið á konuna. „Það fór að halla mjög undan fæti hjá konunni fljótlega eftir þetta og hún byrjar í óreglu og berst við kvíða og þunglyndi. Konan lést ung að aldri og það er sláandi að lesa eftirfarandi úr minningargrein um hana:

„Kannski lagðir þú of mikið á þig, því að loknu lögfræðináminu fór að halla undan fæti og því fór sem fór.“

Króaði af og greip í klofið

Fleiri konur lýsa því hvernig karlmenn hafa gripið í þær, króað af og gert ráð fyrir að þær vilji kynferðislegt samneyti við þá.

Í boðum hjá ríkisstofnun áreitti skrifstofustjóri (lögfræðingur) mig ítrekað. Eitt sinn króaði hann mig af úti í horni og greip hann í klofið á mér. Í annað sinn sagði hann yfir hóp að ég væri annað hvort kynköld eða lesbísk (af því ég vildi hann ekki). Ekki það að honum eða öðrum kemur ekki við hvort ég er kynköld, lesbísk eða annað. En ungri konu fannst þetta vont, mjög vont.“

„Vælandi kjellingar í Stígamótum“

Margar sögurnar lýsa mikilli kvenfyrirlitningu af hálfu kollega kvennanna í stéttinni og áberandi margar þeirra fjalla um óviðeigandi hegðun eða tal karlkyns lögmanna.

„Eitt atvik situr í mér úr tíma í réttarfari í lagadeildinni þegar tiltekinn nafntogaður lögmaður sem nú situr á þingi var fenginn til að fabúlera við okkur um lögmannsstarfið og hafði frammi mörg niðrandi orð um "þessar vælandi kjellingar í Stígamótum" og fleira sem tengdist "veseninu" varðandi öll þessi kynferðisbrot.“ 

Lögmaðurinn lét gagnrýni ekki slá sig út af laginu, að fram kemur í framhaldi sögunnar:

„Þegar hann mætti gagnrýni þá fékk ég t.d. þá gusu yfir mig að það væri "augljóst hvaða klúbbi ég tilheyrði" og svo uppskar hann hlátur óharðnaðra samnemenda minna, fyrst og fremst kk sem sáu ekki sólina fyrir þessum snjalla og "orðheppna" lögmanni.“

Það virðist þó ekki aðeins hafa gerst í þetta eina skipti að lögmaðurinn misbauð laganemum með orðavali sínu.

„Þessi sami lögmaður kom einmitt í tíma að deila reynslusögum og talaði m.a. um mansal, hvað það væri nú tilgangslaust femínistaröfl að vera að taka það eitthvað sérstaklega fyrir (um það leyti sem ,,fyrsta” mansalsfórnarlambið var í fréttum). Það fauk svo í mig að ég tjáði mig eitthvað, bara til að það kæmi fram eitthvað um mansal, annað en þessi fullkomlega illa upplýsta skoðun frá honum.“

„Ég má víst ekki segja að þú sért fín“

Önnur kona lýsir ítrekuðum óviðeigandi athugasemdum: ­„Einn úr hópi okkar lögfræðinga heilsaði mér - og örugglega fleiri konum "Hvernig ertu í henni?" Ég var orðin svo samdauna þessu að ég áttaði mig eiginlega ekki á því fyrr en kollegi minn (kona) varð vitni að þessu og átti ekki orð. Þá fyrst sá ég þetta í réttu ljósi, þ.e. hve óviðeigandi þetta væri. Ég var svo vön þessu. En, ég varð alltaf vandræðaleg. Reyndi að "djóka mig" í gegnum það fyrst en svo lét ég eins og ég heyrði þetta ekki.“

Þá segir ein kona í hópnum frá nýlegu dæmi, þar samstarfsmenn hennar fussuðu yfir #meetooo byltingunni og virtust ekki alveg skilja tilganginn:

„Á fundi í dag í vinnunni.

Samstarfskona við mig: "töff jakki“.

Miðaldra samstarfsmaður: "Já ég má víst ekki segja að þú sért fín, það er víst kynferðisleg áreitni". Ungur samstarfsmaður: "Já nákvæmlega, þetta er gengið allt of langt - *hnussar*".

Ég er nú yfirleitt með munninn fyrir neðan nefið en ég var svo kjaftstopp þarna að ég fattaði ekki einu sinni að benda á að það væri eitthvað mikið að ef fólk sæi ekki muninn á hrósi og kynferðislegri áreitni.“

Hundruð, ef ekki þúsundir, íslenskra kvenna hafa stigið fram og ...
Hundruð, ef ekki þúsundir, íslenskra kvenna hafa stigið fram og sagt sínar sögur. Ljósmynd verilymag.com
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Snýst um gjaldið en ekki gjaldtökuna

14:37 Fram kemur í yfirlýsingu frá Isavia að fyrirtækið muni una þeirri niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála að ekki skuli fella úr gildi bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um gjaldtöku á ytri hópbifreiðastæðum við Keflavíkurflugvöll, en samkvæmt ákvörðuninni, sem tekin var 17. júlí í sumar, var Isavia gert að stöðva gjaldtökuna. Meira »

Til bóta að takmarka persónuupplýsingar

14:07 Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, telur fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma og myndatökur í dómshúsum, vera til bóta. Hún telur jafnframt til bóta að verið sé að samræma reglur á dómsstigum. Meira »

Færri treysta þjóðkirkjunni

14:06 Traust til þjóðkirkjunnar lækkar talsvert á milli ára, en þriðjungur Íslendinga ber mikið traust til kirkjunnar samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Það er tíu prósentustigum lægra hlutfall en í fyrra. Meira »

Tvö herskip fengu á sig brotsjó

14:01 Tvö bandarísk herskip sem voru á heimleið eftir heræfingu NATÓ hér á landi sneru við og héldu til hafnar á ný vegna slæms veðurs. Fengu þau á sig brotsjó og þarf annað skipanna að koma inn til viðgerða. Meira »

Vinna við veiðigjöldin verði fjármögnuð

12:51 Um tveir tugir umsagna hafa borist atvinnuveganefnd Alþingis um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjald. Er þar um að ræða einstaklinga, félög og stofnanir og koma fram ýmis sjónarmið um efni frumvarpsins. Meira »

Íslendingar forðast ferðamannastaði

12:18 Rúmlega fimmtungur Íslendinga sagði fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi hafa haft áhrif á ferðaáætlanir sínar sumarið 2018, en heldur dró úr meðalfjölda ferða íbúa höfuðborgarsvæðisins út fyrir búsetusvæði samanborið við fyrri kannanir Vegagerðarinnar. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

11:58 Erlendur karlmaður var á föstudaginn staðinn að því að stela fjórtán kartonum af sígarettum úr fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann hafði keypt sér flugmiða til London en fór aldrei út úr flugstöðinni heldur lét greipar sópa í fríhöfninni og ætlaði síðan að yfirgefa hana. Meira »

Segir vellíðan ekki nást með valdboði

11:52 Fjölskylduábyrgð hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og áratugi. Staðan er breytt frá því þegar karlmenn voru fyrirvinnur, sá tími er sem betur fer liðinn, en nú leitar fólk að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Meira »

Leggja til friðlýsingu tveggja vatnasviða

11:41 Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu vatnasviða Jökulsár á Fjöllum í Þingeyjarsýslu og Markarfljóts í Rangárvallasýslu á grundvelli flokkunar svæðanna í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Meira »

Vara við svikastarfsemi á Seltjarnarnesi

11:41 Lögreglan varar íbúa á Seltjarnarnesi við því að kaupa þjónustu manna sem hafa farið á milli húsa þar, og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, og boðist til að spúla innkeyrslur, glugga eða þök gegn gjaldi. Meira »

Stærri skjálftinn reyndist 4,6 stig

10:58 Stærri skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í nótt reyndist 4,6 stig að stærð en ekki 3,3 stig eins og áður hafði komið fram. Hinn skjálftinn sem var yfir þremur stigum og mældist 3,5 stig var hins vegar rétt mældur. Meira »

Slökkviliðið æfir í reykfylltu húsi

10:56 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið við æfingar í húsi sem stendur til að rífa við Lækjarfit í Garðabæ.  Meira »

17 ára á 161 km hraða

10:12 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum kært ellefu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var sautján ára piltur og mældist bifreið hans á 161 km/klst. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Meira »

Íslendingar alltaf að hugsa um vinnuna

09:16 Það skiptir miklu máli að við sköpum samfélag með jafnvægi milli heimilis og vinnustaðar, þar sem fólk getur lifað af launum sínum, sinnt fjölskyldu sinni og haft sín áhugamál. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ráðstefnu um vellíðan á vinnustað á vegum Hagvangs í dag. Meira »

Á að byggja á mati fjölmiðlamanna

08:22 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að almennt sé afstaða félagsins sú að það eigi að vera mat fjölmiðlamanna hvað varði almenning. Meira »

Þrýstingur á vegabætur

08:18 Það dró úr meðalfjölda ferða fólks út fyrir búsetusvæði á liðnu sumri, miðað við fyrri kannanir. Þetta átti sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið og er spurning hvort rigningin hafði þessi áhrif. Meira »

Banaslysum barna hefur fjölgað

07:57 Tíu einstaklingar á aldrinum 0-16 ára létust í umferðinni á tímabilinu 2013-2017, samanborið við aðeins tvo á árunum 2008-2011. Meira »

Góða veðrið nýtt til hins ýtrasta í malbikuninni

07:37 Malbikunarhópur greip tækifærið sem gafst með þurra veðrinu í gær og malbikaði þennan vegspotta í Breiðholtinu.   Meira »

Malbikað á Vesturlandsvegi

07:32 Stefnt er að því að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á milli hringtorga við Álafossveg og Reykjaveg.  Meira »
Mjög góður Runó Megane
Runó Mjög góður Runó til sölu. Bíllinn er mjög vel og lítið ekinn eða 162.000 k...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...