„Hvernig ertu í henni?“

Margar kvennanna lýsa óviðeigandi snertingum og athugasemdum karlkyns kollega.
Margar kvennanna lýsa óviðeigandi snertingum og athugasemdum karlkyns kollega.

„Ung kona, hæfileikarík og metnaðarfull, nýútskrifuð úr laganámi, ræður sig til starfa hjá stórri lögmannsstofu í Reykjavík. Starfsmaður á stofunni áreitir hana ítrekað kynferðislega og gengur mjög langt í þeim efnum. Hún reyndi að höndla, vera töff og vera ein af strákunum fyrst um sinn, en alltaf gekk þetta lengra og lengra.“

Þannig hefst ein af þeim 45 sögum sem konur í réttarvörslukerfinu hafa birt sem innlegg í #meetoo umræðuna. 156 konur úr starfsstéttinni skrifuðu undir yfirlýsingu gegn kynbundnu ofbeldi sem þær sendu frá sér í gær. Til að mynda dómarar, lögmenn og lögreglumenn.

Sagan sem vísað er í hér að ofan er ekki skrifuð af konunni sjálfri, enda er hún ekki lengur til frásagnar. Hún lést ung að aldri eftir að hafa glímt við kvíða og þunglyndi. Fram kemur í frásögninni að það hafi farið að halla mjög undan fæti hjá konunni í kjölfar áreitninnar og hún hafi leiðst út í óreglu.

„Kannski lagðir þú of mikið á þig“

Sagan er greinilega sögð af konu sem starfaði með henni á umræddri lögmannsstofu,

„Ég fékk sjálf sjokk þegar þessi maður stakk tungunni upp í eyrað á henni og greip í brjóstin á henni fyrir framan mig, allt samt svona "djók". Hún fékk loksins nóg þegar hann skellti henni á skrifborðið hjá sér og ætlaðist til þess að hún svæfi hjá sér. Hennar viðbrögð fyrir utan sjokkið var að tala við sinn yfirmann sem var kona og greina frá áreitninni.“

Nokkru síðar var konan kölluð á fund nokkurra eigenda þar sem henni var sagt upp störfum, en ekki leið á löngu þar til svipaðar sögur heyrðust af sama manni og öðrum starfsmönnum á stofunni, að fram kemur í frásögninni.  

Sú sem ritar söguna segir það hafa verið hvað sárast að karlmenn úr stéttinni, menn sem þær töldu vini sína, hefðu gert lítið úr henni „sögðu hana athyglissjúka og ljúga og því miður voru það ekki bara menn því þó nokkrar konur sögðu það sama þrátt fyrir að þessi maður væri þekktur fyrir svona háttsemi.“

Málið virðist hafa fengið mikið á konuna. „Það fór að halla mjög undan fæti hjá konunni fljótlega eftir þetta og hún byrjar í óreglu og berst við kvíða og þunglyndi. Konan lést ung að aldri og það er sláandi að lesa eftirfarandi úr minningargrein um hana:

„Kannski lagðir þú of mikið á þig, því að loknu lögfræðináminu fór að halla undan fæti og því fór sem fór.“

Króaði af og greip í klofið

Fleiri konur lýsa því hvernig karlmenn hafa gripið í þær, króað af og gert ráð fyrir að þær vilji kynferðislegt samneyti við þá.

Í boðum hjá ríkisstofnun áreitti skrifstofustjóri (lögfræðingur) mig ítrekað. Eitt sinn króaði hann mig af úti í horni og greip hann í klofið á mér. Í annað sinn sagði hann yfir hóp að ég væri annað hvort kynköld eða lesbísk (af því ég vildi hann ekki). Ekki það að honum eða öðrum kemur ekki við hvort ég er kynköld, lesbísk eða annað. En ungri konu fannst þetta vont, mjög vont.“

„Vælandi kjellingar í Stígamótum“

Margar sögurnar lýsa mikilli kvenfyrirlitningu af hálfu kollega kvennanna í stéttinni og áberandi margar þeirra fjalla um óviðeigandi hegðun eða tal karlkyns lögmanna.

„Eitt atvik situr í mér úr tíma í réttarfari í lagadeildinni þegar tiltekinn nafntogaður lögmaður sem nú situr á þingi var fenginn til að fabúlera við okkur um lögmannsstarfið og hafði frammi mörg niðrandi orð um "þessar vælandi kjellingar í Stígamótum" og fleira sem tengdist "veseninu" varðandi öll þessi kynferðisbrot.“ 

Lögmaðurinn lét gagnrýni ekki slá sig út af laginu, að fram kemur í framhaldi sögunnar:

„Þegar hann mætti gagnrýni þá fékk ég t.d. þá gusu yfir mig að það væri "augljóst hvaða klúbbi ég tilheyrði" og svo uppskar hann hlátur óharðnaðra samnemenda minna, fyrst og fremst kk sem sáu ekki sólina fyrir þessum snjalla og "orðheppna" lögmanni.“

Það virðist þó ekki aðeins hafa gerst í þetta eina skipti að lögmaðurinn misbauð laganemum með orðavali sínu.

„Þessi sami lögmaður kom einmitt í tíma að deila reynslusögum og talaði m.a. um mansal, hvað það væri nú tilgangslaust femínistaröfl að vera að taka það eitthvað sérstaklega fyrir (um það leyti sem ,,fyrsta” mansalsfórnarlambið var í fréttum). Það fauk svo í mig að ég tjáði mig eitthvað, bara til að það kæmi fram eitthvað um mansal, annað en þessi fullkomlega illa upplýsta skoðun frá honum.“

„Ég má víst ekki segja að þú sért fín“

Önnur kona lýsir ítrekuðum óviðeigandi athugasemdum: ­„Einn úr hópi okkar lögfræðinga heilsaði mér - og örugglega fleiri konum "Hvernig ertu í henni?" Ég var orðin svo samdauna þessu að ég áttaði mig eiginlega ekki á því fyrr en kollegi minn (kona) varð vitni að þessu og átti ekki orð. Þá fyrst sá ég þetta í réttu ljósi, þ.e. hve óviðeigandi þetta væri. Ég var svo vön þessu. En, ég varð alltaf vandræðaleg. Reyndi að "djóka mig" í gegnum það fyrst en svo lét ég eins og ég heyrði þetta ekki.“

Þá segir ein kona í hópnum frá nýlegu dæmi, þar samstarfsmenn hennar fussuðu yfir #meetooo byltingunni og virtust ekki alveg skilja tilganginn:

„Á fundi í dag í vinnunni.

Samstarfskona við mig: "töff jakki“.

Miðaldra samstarfsmaður: "Já ég má víst ekki segja að þú sért fín, það er víst kynferðisleg áreitni". Ungur samstarfsmaður: "Já nákvæmlega, þetta er gengið allt of langt - *hnussar*".

Ég er nú yfirleitt með munninn fyrir neðan nefið en ég var svo kjaftstopp þarna að ég fattaði ekki einu sinni að benda á að það væri eitthvað mikið að ef fólk sæi ekki muninn á hrósi og kynferðislegri áreitni.“

Hundruð, ef ekki þúsundir, íslenskra kvenna hafa stigið fram og ...
Hundruð, ef ekki þúsundir, íslenskra kvenna hafa stigið fram og sagt sínar sögur. Ljósmynd verilymag.com
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Veður ætti ekki að hafa áhrif á kjörsókn

Í gær, 23:06 Útlit er fyrir vætusaman kjördag á öllu landinu á morgun, að minnsta kosti framan af degi. „Það er þessi mikla úrkoma á sunnan- og vestanverður landinu í fyrramálið og svo rignir áfram suðvestantil alveg fram á kvöld en styttir upp á Norðvestur- og Norðurlandi,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is Meira »

Stofnendur WOW Cyclothon þáðu björgun

Í gær, 22:45 Þátttakendur í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon munu safna áheitum fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg, annað árið í röð. Í keppninni, sem verður haldin í sjöunda sinn dagana 26. - 30. júní , hjóla einstaklingar og lið hringinn í kringum Ísland. Meira »

Um 20.000 hafa kosið utan kjörfundar

Í gær, 22:28 Um 20.300 manns hafa kosið utan kjör­fund­ar á land­inu öllu sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sýslu­mann­in­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Þá hafa 13.296 kosið hjá embætt­inu. Í dag kusu 2318 manns í utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu sem fer fram í versl­un­ar­miðstöðinni Smáralind. Meira »

„Þetta eru ansi langar pípur“

Í gær, 22:06 Tekist var hart á í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins í kvöld þar sem oddvitar framboðanna í Reykjavík ræddu um þau málefni sem helst hafa verið til umræðu í kosningabaráttunni undanfarnar vikur og mánuði í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna á morgun. Meira »

75 ára gekk einn á Hvannadalshnúk

Í gær, 21:15 „Þetta er mest tilviljanakenndi hlutur sem ég hef nokkurn tíma lent í,“ segir fjallaleiðsögumaðurinn Sigurður Ragnarsson í samtali við mbl.is, sem varð fyrir óvæntri uppákomu þegar hann rakst á hinn 75 ára Luigi Rampini á Hvannadalshnúk. Meira »

Grunnskólakennarar undirrita kjarasamning

Í gær, 20:59 Samn­inga­nefnd­ir Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Kenn­ara­sam­bands Íslands vegna Fé­lags grunn­skóla­kenn­ara (FG) und­ir­rituðu nýj­an kjara­samn­ing síðdeg­is. Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands kemur fram að samningurinn gildi til 30. júní 2019. Meira »

Mokka fagnar sextíu árum

Í gær, 20:35 Mokka-Kaffi var opnað 24. maí 1958 og átti því 60 ára afmæli í gær. Hjónin Guðný Guðjónsdóttir og Guðmundur Baldursson stofnuðu staðinn en börnin þeirra sjá að stórum hluta um hann í dag. Meira »

Tífaldur pottur í Eurojackpot í næstu viku

Í gær, 20:16 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Potturinn verður því tífaldur í næstu viku. Fjórir skiptu með sér öðrum vinningi og hlýtur hver 287 milljónir króna. Tveir miðanna voru keyptir á Ítalíu, einn í Danmörku og einn í Þýskalandi. Meira »

Heldur einn í ævintýraför

Í gær, 20:05 „Ert þú ekki að fara?“ var það fyrsta sem Kristófer Arnar Einarsson, stuðningsmaður Liverpool, sagði þegar blaðamaður ræddi við hann. Kristófer er „að sjálfsögðu“ á leið til Kiev þar sem Liverpool mætir Real Madríd í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu annað kvöld. Meira »

Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum

Í gær, 20:04 „Við erum heppin núna þar sem síðast þegar það kom svona mikil úrkoma var svo mikill klaki alls staðar að það urðu flóð hér og þar í borginni,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. Gert er ráð fyrir óvenjumikilli úrkomu á Suður- og Suðvesturlandi í nótt og alla helgina. Meira »

Eitt bréf getur svipt fólk lífsviðurværinu

Í gær, 18:35 „Bráðavandi fólks í dag snýr að húsnæði,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á opnum fundi sem haldinn var á Hotel Natura í dag. Ragnar Þór og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, ræddu húsnæðisvandann og fátækt í Reykjavík. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Í gær, 18:29 Sjö flokkar verða með fulltrúa í borgarstjórn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup sem gerð var fyrir Rúv. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 28,3 prósenta fylgi og er stærsti flokkurinn í borginni. Samfylkingin fær næstmest fylgi samkvæmt könnuninni, eða 26 prósent. Meira »

Allt gert til að börnin tjái sig ekki

Í gær, 18:20 „Við þurfum að ræða hvort sakamálalögin verndi brotaþola nægilega mikið og tryggi réttindi þeirra,“ sagði yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, í erindi sínu „Skýrslutaka af barni á rannsóknarstigi“ á ráðstefnu um kynferðisbrot sem haldin var í dag. Meira »

Vilja gera Sigríði að heiðursborgara

Í gær, 18:15 Tillaga hefur verið lögð fram af Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óháðum í Skagafirði um að Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagafjarðar, verði gerð að heiðursborgara sveitarfélagsins fyrir starf sitt að safnamálum og menningarmálum undanfarna þrjá áratugi og brautryðjendastarf við uppbyggingu safnsins. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

Í gær, 18:05 Landsréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigurði Kristinssyni, fyrrverandi eiganda verktakafyrirtækisins SS húsa, frá 18. maí en hann er grunaður um að vera viðriðinn innflutning á 5 kílóum af amfetamíni til landsins. Meira »

Sumarlokanir á LSH lengri en í fyrra

Í gær, 17:58 Gera má ráð fyrir að lokanir á deildum Landspítala vegna sumarleyfa verði lengri í ár en í fyrra. Þetta kemur fram í föstudagspistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Líkamsleifarnar af Arturi

Í gær, 17:50 Staðfest hefur verið að líkamsleifar sem fundust undan ströndum Snæfellsness í febrúar séu af Arturi Jarmoszko sem saknað hafði verið frá því í mars í fyrra. Lögreglan telur ekki að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins. Meira »

Fimmtán skráningar felldar niður

Í gær, 16:37 Þjóðskrá Íslands hefur fellt niður lögheimilisskráningar 15 af þeim 18 einstaklingum sem skráðu lögheimili sitt í Árneshreppi á stuttu tímabili í vor. Tvær skráningar voru samþykktar, þar af annað málið á grundvelli endurupptökuheimildar, og í einu máli sendi einstaklingur beiðni um leiðréttingu sem var samþykkt. Meira »

Segir rök Vilhjálms ekki sannfærandi

Í gær, 16:27 „Þetta er að mínu mati alveg fjarstæðukennt,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, um áform Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, verjanda Guðmundar Andra Ástráðssonar, að vísa máli skjólstæðings síns til Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »
Ráðgjafi - þjónustufulltrúi
Skrifstofustörf
Ráðgjafi Helstu verkefni ráðgjafa o G...
Forstöðumaður hornbrekku
Stjórnunarstörf
Laus staða í Fjallabyggð STAÐA HJÚKRU...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. ...
Mannauðsstjóri rykjanesbær
Stjórnunarstörf
Reykjanesbær er fimmta stærsta sveitarfé...