Rútubílstjórinn útskrifaður af spítala

Rútan endaði utan vegar eftir árekstur við fólksbifreið.
Rútan endaði utan vegar eftir árekstur við fólksbifreið. mbl.is/Jónas Erlendsson

Rútubílstjórinn sem ók rútunni sem lenti í slysinu við Kirkjubæjarklaustur hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þetta staðfestir Fjalar Úlfarsson, framkvæmdastjóri Hópferðabíla Akureyrar.

Rútubílstjórinn, sem er á sjötugsaldri, var einn þeirra 12 sem fluttir voru á Landspítala með þyrlum Landhelgisgæslunnar á miðvikudaginn eftir slysið en hann hlaut mjög þungt höfuðhögg og skarst illa í andliti og á hendi þegar rútan valt. 

Maðurinn var útskrifaður af Landspítalanum í gærkvöldi. Enn liggja sjö ferðamenn úr rútunni á Landspítala, tveir þeirra þungt haldnir á gjörgæslu en fimm á legudeildum. Vonast er til að hægt verði að útskrifa tvo þeirra fimm sem eru á legudeildunum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert