Ættingjar komnir til landsins

Þyrlur Landhelgisgæslunnar lenda við Borgarspítala með farþega úr rútunni.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar lenda við Borgarspítala með farþega úr rútunni. Árni Sæberg

Faðir kínversku stúlkunnar sem lést er rúta valt skammt frá Kirkju­bæj­arklaustri á miðviku­dag, kom til landsins í gær. Þetta staðfestir lögreglan á Suðurlandi. Ættingjar þeirra sem slösuðust eru margir hverjir á leið til landsins.

Lögreglan vill að öðru leyti lítið gefa upp um framvindu rannsóknarinnar.

„Það er bara í vinnslu, og lítið verður gefið út um einhverjar einstaka niðustöður fyrr en búið er að bera það undir þá sem málið varðar,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við mbl.is.

Greint var frá því í gær að til tveir væru enn í gjörgæslu vegna slyssins og fjórir á almennri deild. Þá var stefnt á að útskrifa tvo af almennri deild nú um helgina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert