Fyrsti úrskurður Landsréttar

Landsréttur er með aðsetur í Kópavogi.
Landsréttur er með aðsetur í Kópavogi. mbl.is/Hanna

Landsréttur kvað upp sinn fyrsta úrskurð í morgun þegar hann staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skuli sæta áfram gæsluvarðahaldi til 26. janúar vegna tilraunar til manndráps.

Úrskurður héraðsdóms frá 30. desember var kærður til Landsréttar 2. janúar. 

Maður­inn er ákærður fyr­ir að hafa þriðju­dags­kvöldið 3. októ­ber ruðst inn í íbúð í Reykja­vík og stungið mann­eskju sem var gest­kom­andi í íbúðinni í kviðinn með þeim af­leiðing­um að hún hlaut stungusár neðan við nafla.

Þrír aðrir voru með mann­in­um í för og voru þeir vopnaðir hníf­um og brús­um með piparúða.

Maður­inn var fyrst úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 7. októ­ber vegna árás­ar­inn­ar. Hann hef­ur játað að hafa veist að brotaþola með hnífi í íbúðinni.

Brotið getur varðað allt að tíu ára fangelsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert