Nuddarinn gekk of langt

Ásdís Hjálmsdóttir kastar spjótinu.
Ásdís Hjálmsdóttir kastar spjótinu. AFP

Spjótkastarinn og afreksíþróttamaðurinn Ásdís Hjálmsdóttir á eina af frásögnunum sem íþróttakonur birtu í gær vegna kynbundins ofbeldis í þeirra garð. Atvikið sem um ræðir gerðist á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Moskvu árið 2013, tveimur dögum áður en hún átti að keppa fyrir Íslands hönd.  

Rússneskur nuddari sem mótshaldarar höfðu útvegað henni áreitti hana kynferðislega er hún á lá nuddbekknum í von um að fá þá nauðsynlegu meðhöndlun sem hún þurfti á að halda.

Úr frásögn Ásdísar:

Fyrir nokkrum árum keppti ég á stórmóti í frjálsum og líkt og tíðkast var hvorki sendur sjúkraþjálfari né nuddari með okkur. Þetta skiptið var að sjálfsögðu engin undantekning. Ég þurfti hinsvegar meðferð fyrir mótið svo ég neyðist til að fara til nuddara sem mótshaldari útvegar. Hafið í huga að þetta er nokkrum dögum áður en ég keppi á móti þar sem öll þjóðin ætlast til þess að maður toppi!“

Ásdís á verðlaunapalli.
Ásdís á verðlaunapalli. mbl.is/Árni Sæberg

Frásögnin heldur áfram:

„Þegar ég kem inn í salinn þá hitti ég tvo karlmenn í kringum fertugt og þegar ég segi að ég þurfi nudd sé ég strax glott á þeim báðum og svo skiptast þeir á einhverjum voðalega sniðugum athugasemdum á sínu tungumáli sem ég tala ekki, sem voru augljóslega um mig. Annar þeirra er svo nuddarinn minn og ég ætla ekkert að fara í smáatriði en ég hafði farið í nudd svo til vikulega síðustu 12 árin á þessum tímapunkti og ég veit að hann gekk of langt. Hann var mjög lúmskur til að byrja með og fór svo alltaf lengra uppí nárann á mér og fleira í þeim dúr.

Allan tímann var hann að spjalla við mig á mjög brotinni ensku og ég myndi helst lýsa því eins og misheppnaðri viðreynslu á bar. Það langversta var svo þegar ég lá á maganum og hann var búinn að taka handklæðið af mér því hann var að nudda á mér rassinn. Allt í einu stoppar hann og tekur báðar hendurnar af mér í smá stund og segir ekki neitt. Ég hef enga hugmynd um hvað hann var að gera en ég er handviss um að hann hafi tekið mynd af mér á símann sinn sem hann var með í vasanum og alltaf að taka upp með annarri hendinni annað slagið.

Eftir herlegheitin þegar við löbbum út og ég var í algjöru sjokki eftir þessa meðferð þá kemur hinn maðurinn sem ég hefði hitt þegar ég kom. Þeir skiptast aftur á athugasemdum á sínu tungumáli og hlæja og svo mælir hann mig alla út áður en þeir segja að ég þurfi að koma aftur sem fyrst. Það er eiginlega erfitt að koma almennilega í orð hversu ótrúlega niðurlægjandi og óþægilegt þetta var allt saman. Enn þann dag í dag veit ég ekki nema þessi pervert sé með mynd af mér liggjandi á maganum á g-streng í símanum sínum.“

Ásdís setti glæsilegt Íslandsmet á Ólympíuleikunum í London 2012.
Ásdís setti glæsilegt Íslandsmet á Ólympíuleikunum í London 2012. mbl.is/Golli

Enginn sjúkraþjálfari sendur á stórmót

Ásdís var eini íslenski keppandinn á HM í Rússlandi. Aðeins þjálfarinn hennar var með henni á mótinu og enginn sjúkraþjálfari. Hún bendir á að Frjálsíþróttasamband Íslands hafi hvorki sent sjúkraþjálfara né nuddara á stórmót í frjálsíþróttum frá árinu 2006. Það hafi eingöngu verið gert þegar Ísland hefur tekið þátt í Evrópubikarkeppni landsliða.

Þess í stað hafa keppendur sjálfir þurft að útvega sér sjúkraþjálfara eða fengið slíkan í gegnum mótshaldara og þá einhvern sem þeir hafa líkast til aldrei hitt áður, eins og gerðist í tilfelli Ásdísar í Moskvu. Þjálfari Ásdísar hefur oft þurft að meðhöndla hana fyrir mót, líkt og raunin er í dag og segist hún vera heppin að geta notið aðstoðar hans.

„Þetta er sérstaklega alvarlegt út af því á hvaða tímapunkti þetta gerist. Við erum tvö ein og ég þarf að fá meðferð rétt fyrir keppni,“ segir Ásdís í samtali við mbl.is og nefnir að vegna ofbeldisins í hennar garð hafi hún ekki treyst sér til að fá þá meðhöndlun sem hún þurfti á að halda.

Ásdís hjá íslenska fánanum á Ólympíuleikunum.
Ásdís hjá íslenska fánanum á Ólympíuleikunum.

Nakin á bekk hjá ókunnugum manni

Hún bætir við að það hafi verið kaldhæðnislegt eftir mótið þegar hún var fyrst spurð að því í viðtali við íslenskan fréttamann í beinni útsendingu hvað hafi klikkað og að hlutirnir hafi ekki gengið nógu vel. „Ég stóð mig allt í lagi á mótinu, kastaði tæpa 58 metra. Þetta var alls ekkert frábært en alls ekkert slæmt. Ég endaði aðeins ofar en ég hafði komið inn í mótið,“ útskýrir hún.

„Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að mér fannst mikilvægt að segja þessa sögu og koma fram undir nafni. Núna er verið að tala um hvað er hægt að gera til að laga þetta. Það eru margar mun alvarlegri sögur en mín en það þýðir ekki að hefði ekki getað farið eins illa,“ segir Ásdís.

„Þetta er mjög viðkvæmt þegar þú ert að fara í svona meðferð. Þú liggur eiginlega nakinn á bekk hjá einhverjum ókunnugum og þú ert aldrei eins varnarlaus. Þú ert algjörlega að setja lífið þitt í lúkurnar á einhverjum öðrum og það er mjög auðvelt að beita einhvern ofbeldi í þessari stöðu.“

Hún heldur áfram: „Á hverju einasta stórmóti, á hverju einasta ári hef ég þurft að fá meðhöndlun hjá þjálfaranum mínum eða einhverju ókunnugu fólki sem ég þekki ekki neitt einhvers staðar utan úr heimi vegna þess að sérsambandið sendir engan með til þess að hugsa um sitt fólk. Þarna er verið að bjóða hættunni heim og þetta er eitthvað sem virkilega þarf að endurskoða. Ég veit að það er peningaskortur og er ekki auðvelt en það er margt sem er flóknara að laga heldur en þetta.“

Ljósmynd/Guðmundur Karl

Fékk enga meðhöndlun fyrir HM í Peking

Ásdís bendir á að fyrir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum í Peking árið 2015 hafi henni verið boðið að fá meðhöndlun fyrir mót í gegnum mótshaldarann en hún hafi ekki viljað það. Fyrir vikið fékk hún enga meðhöndlun áður en hún keppti fyrir Íslands hönd.

Hún bætir við að afsláttur sé gefinn af umgjörðinni í kringum íþróttamenn en enginn afsláttur af væntingunum til þeirra. Það tvennt fari ekki saman.

Spurð hvort hún hafi ekki kvartað yfir stöðu mála segist hún margoft hafa bent Frjálsíþróttasambandi Íslands á vandamálið. „Ég hef alltaf fengi þau svör að það séu ekki til peningar.“

Þarf að komast upp á yfirborðið

Ásdís fagnar því að íþróttakonur hafi stigið fram og birt frásagnir sínar og hvetur þær til dáða að segja frá því ef brotið er á þeim kynferðislega. Á þessum tíma vildi hún ekki segja frá því sem gerðist vegna þess að henni fannst það óþægilegt og vildi ekki vera að greina frá því opinberlega. Núna hefur hún kosið að stíga fram.

„Ég vona að fleiri stelpur og konur sem hafa lent í svona sjá að þetta var ekki þeirra sök. Það er enginn að fara líta niður á þær. Það þarf að taka á þessu og til að taka á þessu þarf þetta að komast upp á yfirborðið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vön svona fréttaflutningi

17:30 „Í gegnum tíðina erum við mjög vön að sjá svona fréttaflutning,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, um frétt Sunday Times um væntanlegt gos í Kötlu sem birtist um helgina. Frá því að Eyjafjallajökull gaus árið 2010 hafi það gerst reglulega í Þýskalandi og Bretlandi. Meira »

Valka ræður þrjá nýja stjórnendur

17:17 Hátæknifyrirtækið Valka hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.  Meira »

Engin kostnaðaráætlun lá fyrir

16:33 Kostnaður vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum í sumar lá ekki fyrir fyrr en ljóst var hvaða tilboði vegna hennar yrði tekið. Þetta kemur fram í minnisblaði frá skrifstofu Alþingis til Steingríms J. Sigfússonar, forseta þingsins, sem birt hefur verið á vef þess. Meira »

Gagnrýndi fjársvelti SÁÁ

16:29 „Hvað er virkilega að gerast í þessum málum þegar við vitum að hver einasti fíkniefnasjúklingur þarf að nýta sér aðstöðu hjá SÁÁ?“ spurði Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, og beindi orðum sínum að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi. Meira »

Undirbúa aðgerðaáætlun vegna lyfjaskorts

16:15 Lyfjastofnun hefur boðað fulltrúa lyfjaframleiðenda og heildsöludreifingar til fundar vegna lyfjaskorts á ákveðnum lyfjum, sér í lagi krabbameinslyfja og gigtarlyfja. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun fer fundurinn fram á morgun. Sömuleiðis hefur verið boðað til fundar með lyfjagreiðslunefnd og Sjúkratryggingum Íslands á miðvikudag. Meira »

Ákærður fyrir að hrista son sinn

16:06 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sonar síns með því að hafa tekið um háls og/eða brjóstkassa drengsins og hrist hann. Hlaut sonurinn meðal annars blæðingu á heila og blóðsöfnun þar auk punktblæðingar í augnbotni. Meira »

Óska eftir viðræðum um greiðslu bóta

15:55 Lögmaður 43 manna hóps sem leigði geymslur í húsnæðinu sem brann í Miðhrauni í apríl hefur sent bréf til lögmanns Geymslna þar sem óskað er eftir viðræðum um greiðslu bóta. Meira »

Ásetningur ekki sannaður

15:49 Dómari í Héraðsdómi Suðurlands telur yfir skynsamlegan vafa hafið að Valur Lýðsson hafi veitt Ragnari bróður sínum þá áverka sem leiddu hann til dauða, en ákæruvaldinu tókst að mati dómarans ekki að sanna að „fyrir ákærða hafi vakað að ráða bróður sínum bana“. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsi. Meira »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku

15:38 Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar með því að hafa á árunum 2013 til 2015 ítrekað áreitt stúlkuna á heimili þeirra og í sumarbústað fjölskyldunnar. Meira »

Gagnrýndu ráðherra harðlega

15:35 Þingmenn stjórnarandstöðuflokka gagnrýndu Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra harðlega á Alþingi í dag. Þeir sögðu það fráleit vinnubrögð að kynna ekki drög að samgönguáætlun á þingi áður en boðað var til blaðamannafundar síðasta föstudag. Meira »

Suðurnesjabúar snúi viðskiptum annað

15:00 „Ég er búinn að skrifa undir uppsögnina,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur ákveðið að beina tryggingaviðskiptum sínum annað eftir að VÍS hóf að loka útibúum sínum á landsbyggðinni. Vilhjálmur hafði verið í viðskiptum við félagið frá upphafi. Meira »

„Viðvarandi vandamál“ á Vesturlandi

14:45 Alls hafa 107 verið teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi það sem af er ári. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða viðvarandi vandamál en allt árið í fyrra voru 112 teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Meira »

Valur dæmdur í 7 ára fangelsi

14:13 Valur Lýðsson hefur verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir að verða bróður sínum Ragnari að bana á heimili Vals að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð, en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi rétt í þessu. Meira »

„Ísland á að geta gert betur“

13:46 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, er nú staddur í Finnlandi þar sem hann ræðir meðal annars við þarlend stjórnvöld um aukið samstarf í húsnæðismálum. Ásmundur átti í dag fund með Kimmo Tiilikainen, ráðherra húsnæðismála í Finnlandi. Ásmundur segir Ísland eiga að geta gert betur. Meira »

Leiðarkerfi Strætó í Google Maps

12:35 Leiðakerfi Strætó er nú aðgengilegt á almenningssamgangna hluta Google Maps. Al­menn­ings­sam­gangna­kerfi Google inni­held­ur gögn frá um 18.000 borg­um um all­an heim, þar á meðal flest­um stærri borg­um Evr­ópu. Meira »

Dýralæknar fái tækifæri til íslenskunáms

12:30 „Þetta leysir ekki þann vanda sem Matvælastofnun stendur frammi fyrir,“ segir Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um frumvarp sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni fyrir helgi. Verði frumvarpið að lögum verður ekki lengur gerð krafa um að dýralæknar sem starfa á Íslandi tali íslensku. Meira »

Vísar fullyrðingu lækna á bug

11:32 Fullyrðing þriggja lækna um að heilbrigðisráðherra ætli að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna „að miklu leyti eða alfarið inn á göngudeildar sjúkrahúsanna“, er alröng að sögn ráðherra. Meira »

Íbúar hreinsi frá niðurföllum

10:50 Gert er ráð fyrir hvössum vindi og talsverðri rigningu í fyrramálið en lægð kemur upp að Reykjanesi snemma í fyrramálið. Nýjustu spár gera þó ráð fyrir því að mesta rigningin verði um 20 til 30 kílómetra vestan við Reykjavík. Meira »

VÍS endurskoði lokanir útibúa

10:39 Landssamband íslenskra verzlunarmanna (LÍV) harmar þá ákvörðun VÍS að loka átta þjónustuskrifstofum sínum á landsbyggðinni og gerir kröfu um að hún verði endurskoðuð. Meira »
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 197.000 km...
Mjög góð Toy Avensis Station
Til sölu mjög góð Toyota Avensis Station 2003 árgerð, ekin 180þ km. Bensín bíll ...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eftir cirka 4-5 vikur ) annars 3290.000
Er á leiðinni færð á Tilboði 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eft...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...