Nuddarinn gekk of langt

Ásdís Hjálmsdóttir kastar spjótinu.
Ásdís Hjálmsdóttir kastar spjótinu. AFP

Spjótkastarinn og afreksíþróttamaðurinn Ásdís Hjálmsdóttir á eina af frásögnunum sem íþróttakonur birtu í gær vegna kynbundins ofbeldis í þeirra garð. Atvikið sem um ræðir gerðist á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Moskvu árið 2013, tveimur dögum áður en hún átti að keppa fyrir Íslands hönd.  

Rússneskur nuddari sem mótshaldarar höfðu útvegað henni áreitti hana kynferðislega er hún á lá nuddbekknum í von um að fá þá nauðsynlegu meðhöndlun sem hún þurfti á að halda.

Úr frásögn Ásdísar:

Fyrir nokkrum árum keppti ég á stórmóti í frjálsum og líkt og tíðkast var hvorki sendur sjúkraþjálfari né nuddari með okkur. Þetta skiptið var að sjálfsögðu engin undantekning. Ég þurfti hinsvegar meðferð fyrir mótið svo ég neyðist til að fara til nuddara sem mótshaldari útvegar. Hafið í huga að þetta er nokkrum dögum áður en ég keppi á móti þar sem öll þjóðin ætlast til þess að maður toppi!“

Ásdís á verðlaunapalli.
Ásdís á verðlaunapalli. mbl.is/Árni Sæberg

Frásögnin heldur áfram:

„Þegar ég kem inn í salinn þá hitti ég tvo karlmenn í kringum fertugt og þegar ég segi að ég þurfi nudd sé ég strax glott á þeim báðum og svo skiptast þeir á einhverjum voðalega sniðugum athugasemdum á sínu tungumáli sem ég tala ekki, sem voru augljóslega um mig. Annar þeirra er svo nuddarinn minn og ég ætla ekkert að fara í smáatriði en ég hafði farið í nudd svo til vikulega síðustu 12 árin á þessum tímapunkti og ég veit að hann gekk of langt. Hann var mjög lúmskur til að byrja með og fór svo alltaf lengra uppí nárann á mér og fleira í þeim dúr.

Allan tímann var hann að spjalla við mig á mjög brotinni ensku og ég myndi helst lýsa því eins og misheppnaðri viðreynslu á bar. Það langversta var svo þegar ég lá á maganum og hann var búinn að taka handklæðið af mér því hann var að nudda á mér rassinn. Allt í einu stoppar hann og tekur báðar hendurnar af mér í smá stund og segir ekki neitt. Ég hef enga hugmynd um hvað hann var að gera en ég er handviss um að hann hafi tekið mynd af mér á símann sinn sem hann var með í vasanum og alltaf að taka upp með annarri hendinni annað slagið.

Eftir herlegheitin þegar við löbbum út og ég var í algjöru sjokki eftir þessa meðferð þá kemur hinn maðurinn sem ég hefði hitt þegar ég kom. Þeir skiptast aftur á athugasemdum á sínu tungumáli og hlæja og svo mælir hann mig alla út áður en þeir segja að ég þurfi að koma aftur sem fyrst. Það er eiginlega erfitt að koma almennilega í orð hversu ótrúlega niðurlægjandi og óþægilegt þetta var allt saman. Enn þann dag í dag veit ég ekki nema þessi pervert sé með mynd af mér liggjandi á maganum á g-streng í símanum sínum.“

Ásdís setti glæsilegt Íslandsmet á Ólympíuleikunum í London 2012.
Ásdís setti glæsilegt Íslandsmet á Ólympíuleikunum í London 2012. mbl.is/Golli

Enginn sjúkraþjálfari sendur á stórmót

Ásdís var eini íslenski keppandinn á HM í Rússlandi. Aðeins þjálfarinn hennar var með henni á mótinu og enginn sjúkraþjálfari. Hún bendir á að Frjálsíþróttasamband Íslands hafi hvorki sent sjúkraþjálfara né nuddara á stórmót í frjálsíþróttum frá árinu 2006. Það hafi eingöngu verið gert þegar Ísland hefur tekið þátt í Evrópubikarkeppni landsliða.

Þess í stað hafa keppendur sjálfir þurft að útvega sér sjúkraþjálfara eða fengið slíkan í gegnum mótshaldara og þá einhvern sem þeir hafa líkast til aldrei hitt áður, eins og gerðist í tilfelli Ásdísar í Moskvu. Þjálfari Ásdísar hefur oft þurft að meðhöndla hana fyrir mót, líkt og raunin er í dag og segist hún vera heppin að geta notið aðstoðar hans.

„Þetta er sérstaklega alvarlegt út af því á hvaða tímapunkti þetta gerist. Við erum tvö ein og ég þarf að fá meðferð rétt fyrir keppni,“ segir Ásdís í samtali við mbl.is og nefnir að vegna ofbeldisins í hennar garð hafi hún ekki treyst sér til að fá þá meðhöndlun sem hún þurfti á að halda.

Ásdís hjá íslenska fánanum á Ólympíuleikunum.
Ásdís hjá íslenska fánanum á Ólympíuleikunum.

Nakin á bekk hjá ókunnugum manni

Hún bætir við að það hafi verið kaldhæðnislegt eftir mótið þegar hún var fyrst spurð að því í viðtali við íslenskan fréttamann í beinni útsendingu hvað hafi klikkað og að hlutirnir hafi ekki gengið nógu vel. „Ég stóð mig allt í lagi á mótinu, kastaði tæpa 58 metra. Þetta var alls ekkert frábært en alls ekkert slæmt. Ég endaði aðeins ofar en ég hafði komið inn í mótið,“ útskýrir hún.

„Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að mér fannst mikilvægt að segja þessa sögu og koma fram undir nafni. Núna er verið að tala um hvað er hægt að gera til að laga þetta. Það eru margar mun alvarlegri sögur en mín en það þýðir ekki að hefði ekki getað farið eins illa,“ segir Ásdís.

„Þetta er mjög viðkvæmt þegar þú ert að fara í svona meðferð. Þú liggur eiginlega nakinn á bekk hjá einhverjum ókunnugum og þú ert aldrei eins varnarlaus. Þú ert algjörlega að setja lífið þitt í lúkurnar á einhverjum öðrum og það er mjög auðvelt að beita einhvern ofbeldi í þessari stöðu.“

Hún heldur áfram: „Á hverju einasta stórmóti, á hverju einasta ári hef ég þurft að fá meðhöndlun hjá þjálfaranum mínum eða einhverju ókunnugu fólki sem ég þekki ekki neitt einhvers staðar utan úr heimi vegna þess að sérsambandið sendir engan með til þess að hugsa um sitt fólk. Þarna er verið að bjóða hættunni heim og þetta er eitthvað sem virkilega þarf að endurskoða. Ég veit að það er peningaskortur og er ekki auðvelt en það er margt sem er flóknara að laga heldur en þetta.“

Ljósmynd/Guðmundur Karl

Fékk enga meðhöndlun fyrir HM í Peking

Ásdís bendir á að fyrir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum í Peking árið 2015 hafi henni verið boðið að fá meðhöndlun fyrir mót í gegnum mótshaldarann en hún hafi ekki viljað það. Fyrir vikið fékk hún enga meðhöndlun áður en hún keppti fyrir Íslands hönd.

Hún bætir við að afsláttur sé gefinn af umgjörðinni í kringum íþróttamenn en enginn afsláttur af væntingunum til þeirra. Það tvennt fari ekki saman.

Spurð hvort hún hafi ekki kvartað yfir stöðu mála segist hún margoft hafa bent Frjálsíþróttasambandi Íslands á vandamálið. „Ég hef alltaf fengi þau svör að það séu ekki til peningar.“

Þarf að komast upp á yfirborðið

Ásdís fagnar því að íþróttakonur hafi stigið fram og birt frásagnir sínar og hvetur þær til dáða að segja frá því ef brotið er á þeim kynferðislega. Á þessum tíma vildi hún ekki segja frá því sem gerðist vegna þess að henni fannst það óþægilegt og vildi ekki vera að greina frá því opinberlega. Núna hefur hún kosið að stíga fram.

„Ég vona að fleiri stelpur og konur sem hafa lent í svona sjá að þetta var ekki þeirra sök. Það er enginn að fara líta niður á þær. Það þarf að taka á þessu og til að taka á þessu þarf þetta að komast upp á yfirborðið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ekkert að hugsa um að hætta

09:14 Ég er ekkert að hugsa um að hætta, sagði Davíð Odds­son rit­stjóri Morg­un­blaðsins i morgunþætti K-100 í dag og kveðst ekki hafa hug á að setjast í helgan stein á næstunni. „Ég er sjötugur eins og fram er komið. Mogginn, hann er 105 ára og ekki hætti hann þegar hann varð sjötugur.“ Meira »

Mál Glitnismanna til aðalmeðferðar

08:59 Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákært er fyrir meinta markaðsmisnotkun og umboðssvik fyrir hrun bankans í október árið 2008. Meira »

Tímamót í endurnýtingu úrgangs

08:35 Fyrirtæki sem sem nota endurnýttan úrgang til framleiðslu geta nú flokkað afurðirnar sem vöru í stað úrgangs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Umhverfisstofnun. Þar segir að stofnun hafi í desember sl. gefið út fyrsta ráðgefandi álit stofnunarinnar um endurnýtingu úrgangs. Meira »

Ástand vega á Austurlandi ógnar öryggi

08:18 „Þetta er bara fyrir neðan allar hellur. Það fyllast öll dekk hjá okkur og hefur áhrif á alla akstureiginleika bílanna,“ segir Rafn Harðarson, vörubílstjóri hjá flutningsfyrirtækinu Sigga danska ehf. Meira »

Ekki bara Afríka

07:59 Þrátt fyrir að flest verkefni mannúðarsamtakanna Læknar án landamæra séu í Afríku þá sinna samtökin verkefnum í Evrópu. Meðal annars í Svíþjóð, Grikklandi og víðar. Þar eru það verkefni tengd flóttafólki og andlegri líðan þess sem eru efst á baugi. Meira »

Aldrei fleiri útlendingar í vinnu

07:57 Alls voru 24.340 útlendingar á vinnumarkaði hér á landi í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Fjölgaði þeim umtalsvert frá árinu 2016 en þá voru þeir 20.605. Pólverjar eru sem fyrr fjölmennastir útlendinga á vinnumarkaði hér, alls 10.766 í fyrra. Meira »

Lokað um Súðavíkurhlíð

07:34 Vegurinn um Súðavíkurhlíð er enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en á Vestfjörðum er snjóþekja eða þæfingsfærð en unnið að hreinsun. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði. Meira »

Auka þarf löggæsluna í Leifsstöð

07:37 Löggæslumönnum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur ekki fjölgað samhliða fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll þó að þörf sé talin á því. Meira »

„Ég er fædd á vitlausum áratug“

06:30 Salka Sól stígur á svið næstkomandi föstudag sem Janis Joplin. Hún segir að um leið og hún hafa uppgötvað Janis þá hafi henni liðið líkt og hún hafi fæðst á vitlausum áratug. Síðan þá hefur Salka verið undir miklum áhrif frá Janis og hennar söngstíl og túlkun. Meira »

Davíð Oddsson í viðtali á K100

06:18 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, verður gestur þeirra Ásgeirs Páls, Jóns Axels og Kristínar í morgunþætti K100 í dag. Davíð er sjötugur í dag og mætir í spjall til þeirra klukkan 8:30. Meira »

Kólnar hressilega í veðri

05:55 Veðurstofan varar við allhvassri norðanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum á Vestfjörðum, einkum norðan til. Vegurinn um Súðavíkurhlíð er lokaður vegna snjóflóðahættu en óvissustig er í gildi á norðanverðum Vestfjörum vegna snjóflóðahættu. Meira »

Stóðu í ströngu á Landspítalanum

05:30 Töluvert aukaálag myndaðist á Landspítalanum í gær í kjölfar þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lýsti því yfir að jarðvegsgerla væri að finna í neysluvatni í Reykjavík. Meira »

Ofrannsökum D-vítamín

05:30 Í fyrra fóru 31.000 Íslendingar í rannsókn á stöðu D-vítamíns í líkamanum. Er það áttföld aukning frá árinu 2010 þegar 4.000 íslendingar létu athuga D-vítamínið hjá sér. Meira »

Brexit rætt í ríkisstjórn

05:30 „Vinnan hefur gengið vel fram til þessa og samskiptin við bresk stjórnvöld eru góð. Það er mikilvægt að vinna þetta örugglega og þétt.“ Meira »

Andlát: Vilhjálmur Grímur Skúlason

05:30 Vilhjálmur Grímur Skúlason, lyfjafræðingur og prófessor emeritus, lést á Landspítala við Hringbraut fimmtudaginn 11. janúar sl. 90 ára að aldri. Meira »

Afmælinu líka fagnað úti í heimi

05:30 Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gær að veita 10 milljóna framlag vegna afmælisdagskrár á vegum sendiráðanna í Kaupmannahöfn og Berlín í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Meira »

Lagt af stað til mælinga á loðnunni

05:30 Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson héldu frá Reykjavík í gær til mælinga á loðnustofninum.  Meira »

Verða að fresta aðgerðum

05:30 Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, segir að mjög mörg hálkuslys að undanförnu hafi orðið til þess að Landspítali hafi þurft að fresta ákveðnum fjölda aðgerða. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Gámasliskjur
Eigum nokkrar nýjar gámasliskjur fyrir 6000 kg burðargetu. Eru á lager og til a...
Hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...