Nuddarinn gekk of langt

Ásdís Hjálmsdóttir kastar spjótinu.
Ásdís Hjálmsdóttir kastar spjótinu. AFP

Spjótkastarinn og afreksíþróttamaðurinn Ásdís Hjálmsdóttir á eina af frásögnunum sem íþróttakonur birtu í gær vegna kynbundins ofbeldis í þeirra garð. Atvikið sem um ræðir gerðist á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Moskvu árið 2013, tveimur dögum áður en hún átti að keppa fyrir Íslands hönd.  

Rússneskur nuddari sem mótshaldarar höfðu útvegað henni áreitti hana kynferðislega er hún á lá nuddbekknum í von um að fá þá nauðsynlegu meðhöndlun sem hún þurfti á að halda.

Úr frásögn Ásdísar:

Fyrir nokkrum árum keppti ég á stórmóti í frjálsum og líkt og tíðkast var hvorki sendur sjúkraþjálfari né nuddari með okkur. Þetta skiptið var að sjálfsögðu engin undantekning. Ég þurfti hinsvegar meðferð fyrir mótið svo ég neyðist til að fara til nuddara sem mótshaldari útvegar. Hafið í huga að þetta er nokkrum dögum áður en ég keppi á móti þar sem öll þjóðin ætlast til þess að maður toppi!“

Ásdís á verðlaunapalli.
Ásdís á verðlaunapalli. mbl.is/Árni Sæberg

Frásögnin heldur áfram:

„Þegar ég kem inn í salinn þá hitti ég tvo karlmenn í kringum fertugt og þegar ég segi að ég þurfi nudd sé ég strax glott á þeim báðum og svo skiptast þeir á einhverjum voðalega sniðugum athugasemdum á sínu tungumáli sem ég tala ekki, sem voru augljóslega um mig. Annar þeirra er svo nuddarinn minn og ég ætla ekkert að fara í smáatriði en ég hafði farið í nudd svo til vikulega síðustu 12 árin á þessum tímapunkti og ég veit að hann gekk of langt. Hann var mjög lúmskur til að byrja með og fór svo alltaf lengra uppí nárann á mér og fleira í þeim dúr.

Allan tímann var hann að spjalla við mig á mjög brotinni ensku og ég myndi helst lýsa því eins og misheppnaðri viðreynslu á bar. Það langversta var svo þegar ég lá á maganum og hann var búinn að taka handklæðið af mér því hann var að nudda á mér rassinn. Allt í einu stoppar hann og tekur báðar hendurnar af mér í smá stund og segir ekki neitt. Ég hef enga hugmynd um hvað hann var að gera en ég er handviss um að hann hafi tekið mynd af mér á símann sinn sem hann var með í vasanum og alltaf að taka upp með annarri hendinni annað slagið.

Eftir herlegheitin þegar við löbbum út og ég var í algjöru sjokki eftir þessa meðferð þá kemur hinn maðurinn sem ég hefði hitt þegar ég kom. Þeir skiptast aftur á athugasemdum á sínu tungumáli og hlæja og svo mælir hann mig alla út áður en þeir segja að ég þurfi að koma aftur sem fyrst. Það er eiginlega erfitt að koma almennilega í orð hversu ótrúlega niðurlægjandi og óþægilegt þetta var allt saman. Enn þann dag í dag veit ég ekki nema þessi pervert sé með mynd af mér liggjandi á maganum á g-streng í símanum sínum.“

Ásdís setti glæsilegt Íslandsmet á Ólympíuleikunum í London 2012.
Ásdís setti glæsilegt Íslandsmet á Ólympíuleikunum í London 2012. mbl.is/Golli

Enginn sjúkraþjálfari sendur á stórmót

Ásdís var eini íslenski keppandinn á HM í Rússlandi. Aðeins þjálfarinn hennar var með henni á mótinu og enginn sjúkraþjálfari. Hún bendir á að Frjálsíþróttasamband Íslands hafi hvorki sent sjúkraþjálfara né nuddara á stórmót í frjálsíþróttum frá árinu 2006. Það hafi eingöngu verið gert þegar Ísland hefur tekið þátt í Evrópubikarkeppni landsliða.

Þess í stað hafa keppendur sjálfir þurft að útvega sér sjúkraþjálfara eða fengið slíkan í gegnum mótshaldara og þá einhvern sem þeir hafa líkast til aldrei hitt áður, eins og gerðist í tilfelli Ásdísar í Moskvu. Þjálfari Ásdísar hefur oft þurft að meðhöndla hana fyrir mót, líkt og raunin er í dag og segist hún vera heppin að geta notið aðstoðar hans.

„Þetta er sérstaklega alvarlegt út af því á hvaða tímapunkti þetta gerist. Við erum tvö ein og ég þarf að fá meðferð rétt fyrir keppni,“ segir Ásdís í samtali við mbl.is og nefnir að vegna ofbeldisins í hennar garð hafi hún ekki treyst sér til að fá þá meðhöndlun sem hún þurfti á að halda.

Ásdís hjá íslenska fánanum á Ólympíuleikunum.
Ásdís hjá íslenska fánanum á Ólympíuleikunum.

Nakin á bekk hjá ókunnugum manni

Hún bætir við að það hafi verið kaldhæðnislegt eftir mótið þegar hún var fyrst spurð að því í viðtali við íslenskan fréttamann í beinni útsendingu hvað hafi klikkað og að hlutirnir hafi ekki gengið nógu vel. „Ég stóð mig allt í lagi á mótinu, kastaði tæpa 58 metra. Þetta var alls ekkert frábært en alls ekkert slæmt. Ég endaði aðeins ofar en ég hafði komið inn í mótið,“ útskýrir hún.

„Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að mér fannst mikilvægt að segja þessa sögu og koma fram undir nafni. Núna er verið að tala um hvað er hægt að gera til að laga þetta. Það eru margar mun alvarlegri sögur en mín en það þýðir ekki að hefði ekki getað farið eins illa,“ segir Ásdís.

„Þetta er mjög viðkvæmt þegar þú ert að fara í svona meðferð. Þú liggur eiginlega nakinn á bekk hjá einhverjum ókunnugum og þú ert aldrei eins varnarlaus. Þú ert algjörlega að setja lífið þitt í lúkurnar á einhverjum öðrum og það er mjög auðvelt að beita einhvern ofbeldi í þessari stöðu.“

Hún heldur áfram: „Á hverju einasta stórmóti, á hverju einasta ári hef ég þurft að fá meðhöndlun hjá þjálfaranum mínum eða einhverju ókunnugu fólki sem ég þekki ekki neitt einhvers staðar utan úr heimi vegna þess að sérsambandið sendir engan með til þess að hugsa um sitt fólk. Þarna er verið að bjóða hættunni heim og þetta er eitthvað sem virkilega þarf að endurskoða. Ég veit að það er peningaskortur og er ekki auðvelt en það er margt sem er flóknara að laga heldur en þetta.“

Ljósmynd/Guðmundur Karl

Fékk enga meðhöndlun fyrir HM í Peking

Ásdís bendir á að fyrir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum í Peking árið 2015 hafi henni verið boðið að fá meðhöndlun fyrir mót í gegnum mótshaldarann en hún hafi ekki viljað það. Fyrir vikið fékk hún enga meðhöndlun áður en hún keppti fyrir Íslands hönd.

Hún bætir við að afsláttur sé gefinn af umgjörðinni í kringum íþróttamenn en enginn afsláttur af væntingunum til þeirra. Það tvennt fari ekki saman.

Spurð hvort hún hafi ekki kvartað yfir stöðu mála segist hún margoft hafa bent Frjálsíþróttasambandi Íslands á vandamálið. „Ég hef alltaf fengi þau svör að það séu ekki til peningar.“

Þarf að komast upp á yfirborðið

Ásdís fagnar því að íþróttakonur hafi stigið fram og birt frásagnir sínar og hvetur þær til dáða að segja frá því ef brotið er á þeim kynferðislega. Á þessum tíma vildi hún ekki segja frá því sem gerðist vegna þess að henni fannst það óþægilegt og vildi ekki vera að greina frá því opinberlega. Núna hefur hún kosið að stíga fram.

„Ég vona að fleiri stelpur og konur sem hafa lent í svona sjá að þetta var ekki þeirra sök. Það er enginn að fara líta niður á þær. Það þarf að taka á þessu og til að taka á þessu þarf þetta að komast upp á yfirborðið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

53% líkur á að Ísland komist áfram

11:05 53% líkur eru á að íslenska landslið komist upp úr riðlinum á HM. Þetta er niðurstaða HM-hermis mbl.is, en hann byggist á 100.000.000 hermunum á úrslitum þeirra þriggja leikja sem eftir eru í riðli Íslands, Nígería-Ísland, Ísland-Króatía og Argentína-Nígería. Meira »

Stærð er hugarástand

10:41 Hugur flestra Íslendinga hvar sem þeir eru staddir er í Rússlandi þessa dagana enda íslenska landsliðið í knattspyrnu að taka þar þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Íbúar Djúpavogshrepps eru þar ekki undanskildir en þeir senda liðinu flotta baráttukveðju. Meira »

Tæknin stríddi í Laugardalnum

10:25 Tónlistarhátíðin Secret Solstice hófst í rigningunni í Laugardal í gærkvöld með tónlistaratriðum frá Sylvíu Erlu, Reykjavíkurdætrum, Steve Aoki, Jet Black Joe og goðsögninni Bonnie Tyler. Talsverð óánægja myndaðist á meðal fjölmiðlafólks en erfiðlega gekk að afhenda því armbönd sín og misstu margir, innlendir sem erlendir, af fyrstu atriðum kvöldsins vegna tafa. Meira »

Búast við mikilli umferð

09:54 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður alla vegfarendur um að fara varlega í dag og flýta sér hægt, ekki síst ökumenn. Búast megi við mikilli umferð á milli 14 og 15. Meira »

Flugnasprey bannað á Fan-Zone

09:42 Embætti ríkislögreglustjóra vill benda Íslendingum á sem eru á leiðinni á Fan-Zone fyrir leik Íslendinga og Nígeríu á HM í Volgograd að bannað er að taka vökva inn á svæðið. Meðal annars flugnasprey og moskítófælur. Mælt er með vanilludufti í hárið. Meira »

Sá nafn afa síns og fór að gráta

09:30 Það var tilfinningaþrungin stund þegar Evgenía Mikaelsdóttir, eiginmaður hennar og tveir synir skoðuðu sig um í hvelfingu við styttuna stórkostlegu, Móðurlandið kallar, í Volgograd í gær. Á vegg hvelfingarinnar eru grafin nöfn sovéskra hermanna sem féllu í orrustunni um borgina. Meira »

Brottfall meira á landsbyggðinni

09:11 Fleiri ljúka námi í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Rúm 23% nýnema á höfuðborgarsvæðinu höfðu hætt námi án þess að útskrifast en rúmt 31% nýnema í skólum utan höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Listgluggar lagaðir

08:18 Viðgerðir standa yfir á gluggum Gerðar Helgadóttur í Skálholtskirkju.  Meira »

Lífið í Volgograd – Myndir

08:15 Íslenska karla­landsliðið í knatt­spyrnu fær gott tæki­færi til að stíga stórt skref í átt að sex­tán liða úr­slit­um heims­meist­ara­móts karla í knatt­spyrnu þegar það mæt­ir Níg­er­íu á söguslóðum í Volgograd klukk­an 15 í dag, að íslenskum tíma. Um þrjú þúsund Íslend­ing­ar verða á leikn­um. Meira »

Fleiri skrá sig gegnum arfgerd.is

07:57 Nú hafa 28 þúsund manns skráð sig í gegnum vefinn arfgerd.is og 24 þúsund þeirra hafa fengið svar um hvort þeir beri genabreytinguna 999del5 í BRCA2-geni, skv. upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. Meira »

Engar töfralausnir til

07:54 Deild leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði telur að ekki séu til neinar töfralausnir við þeim vanda sem steðji að fólki á leigumarkaði. Að öllum líkindum þurfi að koma fram með ólíkar lausnir fyrir ólíka hópa. Meira »

Samráðshópur metur niðurgreiðslu raforku

07:37 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, segir það vera hlutverk samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga að meta hvernig markmið um allt að 95% niðurgreiðslu vegna flutnings raforku hefur gengið eftir og eftir atvikum að leggja til tillögur til úrbóta. Meira »

Ein lægð á dag

07:06 „Áfram gera spár ráð fyrir að suðlægar áttir með vætu verði áberandi sunnan og vestan til á landinu á næstunni, svo mjög að næstum er hægt að tala um eina lægð á dag!“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Ölvaður og með dólgslæti í Laugardalnum

07:00 Nokkur fíkniefnamál komu upp í Laugardalnum í gær og í nótt en Secret Solstice-tónlistarhátíðin var sett í dalnum síðdegis í gær. Meðal annars voru tveir ölvaðir menn handteknir sem voru með dólgslæti og fóru ekki að fyrirmælum lögreglu. Meira »

Hótað og rændur síma

06:38 Karlmaður hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um fjögur í nótt og sagðist hafa verið rændur farsíma er hann hefði verið staddur við Reykjavíkurveg. Meira »

Atvinnulausum útlendingum fjölgar

05:30 Um 2.400 manns störfuðu hjá starfsmannaleigum á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þetta er fjölgun um 40% frá síðasta ári og um fimmföld fjölgun frá árinu 2016. Meira »

Grænt ljós á háhýsaröð

05:30 Reykjavíkurborg mun að óbreyttu geta veitt framkvæmdaleyfi vegna milljarðauppbyggingar í Borgartúni 24. Hagsmunaaðilar hafa þó möguleika á að leggja fram kæru í málinu til úrskurðarnefndar auðlinda- og umhverfismála. Meira »

Lægðagangur næstu daga

05:30 Víða um land skein sólin samfellt í margar klukkustundir á miðvikudag, en alls óvíst er hvenær landsmenn geta næst átt von á slíkum glaðningi. Útlit er fyrir að lægðir gangi hver af annarri yfir landið á næstunni. Meira »

Meiri áfengissala í kringum HM

05:30 Íslendingar virðast drekka meira í tengslum við HM í knattspyrnu nú en þeir gerðu þegar EM fór fram fyrir tveimur árum. Alls seldust 428.733 lítrar af áfengi í verslunum ÁTVR fyrstu vikuna meðan á HM í knattspyrnu stóð, dagana 14.-19. júní. Meira »
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: ÍSLENSKa, ENSKA,NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: 28/5, 25/6, 2...
KNAUS hjólhýsi með Isabella fort
KNAUS hjólhýsi með Isabella fortjaldi til sölu Hýsið er 2ja hásinga, 5,7m með sv...
Til sölu Benz A180 sjálfskiptur árg 2013 eins og nýr ek. 20þús.
Til sölu er Benz A180 bensín og sjálfskiptur, með bakkmyndavél, ekinn aðeins 20....