Kæran hefur ekki borist Isavia

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir Isavia muni ekki tjá sig …
Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir Isavia muni ekki tjá sig um málið að svo stöddu. mbl.is/RAX

„Kæran hefur ekki borist okkur enn þá og við munum ekki tjá okkur um innihaldið fyrr en við erum búin að ná að skoða málið,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is.

Isavia mun ekki tjá sig frekar um málið fyrr en búið verður að fara yfir innihald kærunnar. Ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækið Gray Line (Allra­handa GL ehf.) hef­ur sent Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu kæru vegna þess sem það seg­ir vera mis­notk­un Isa­via á ein­ok­un­araðstöðu á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Isa­via mun hefja gjald­töku á stæðum fyr­ir hóp­ferðabif­reiðar við Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar 1. mars næst­kom­andi. Smærri hóp­ferðabif­reiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 krón­ur og stærri bif­reiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krón­ur.

Í fyrri umfjöllun mbl.is um málið kom fram að Þórir Garðars­son, stjórn­ar­formaður Gray Line, reiknar með að áætl­un­ar­ferðir Gray Line verði um 20 til 25 ferðir á dag frá flug­stöðinni frá 1. mars. Það þýði að fyritækið gæti þurft að borga í kringum 440 þúsund á dag fyrir bílastæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert