Spá miklu vonskuveðri og stórhríð á Norðvesturlandi og Ströndum

Vindaspáin klukkan sjö í fyrramálið.
Vindaspáin klukkan sjö í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Skil með samfelldri úrkomu koma inn á vestanvert landið í kvöld. Upp úr miðnætti snýst í mjög hvassa suðvestanátt með éljum og kólnar og það gæti slegið í storm af og til með mjög takmörkuðu skyggni.

Reikna má með miklu vonskuveðri og stórhríð á Norðvesturlandi og Ströndum um tíma í nótt til fyrramáls, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurstofan segir að það gangi í sunnan 15-23 m/s með rigningu eða slyddu á sunnanverðu landinu, en snjókomu í uppsveitum. Hvessir einnig talsvert og snjóar um tíma norðantil í nótt. Hiti 0 til 5 stig.

Snýst í suðvestan 15-25 með éljagangi upp úr miðnætti, fyrst vestantil, en heldur hægari og léttir til norðaustanlands á morgun. Vægt frost víðast hvar.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert