„Hver ber ábyrgð á þessu?“

Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri.
Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Reykvíkingar eiga heimtingu á að fá greinargóðar skýringar á því hvernig þetta gat gerst? Hver ber ábyrgð á þessu?“ segir Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri á Facebook-síðu sinni í kvöld en hann sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.

Frétt mbl.is: Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík

Tilefnið eru fréttir af því að heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mælist til þess að neysluvatn sé soðið í flestum hverfum Reykjavíkur vegna sýkingar af jarðvegsgerlum. Eyþór nefnir að auk þess hafi komið fram að búið sé að taka svo margar holur úr rekstri að kerfið anni ekki meira álagi.

„Neysluvatn Reykjavíkur hefur lengi verið stolt okkar,“ segir Eyþór og ennfremur: „Það er sem sagt bæði mengað neysluvatn og mögulegur vatnsskortur. Orkuveita Reykjavíkur hefur unnið samkvæmt "Plani" um aðhald. Vera kann að skortur á fyrirbyggjandi viðhaldi kosti sitt á endanum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert