Pattstaða uppi hjá kennurum

Guðríður Arnardóttir.
Guðríður Arnardóttir.

„Það er í raun bara alger pattstaða uppi og lítið annað að frétta en það að við ætlum að funda hjá ríkissáttasemjara,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, í samtali við Morgunblaðið.

Vísar hún í máli sínu til þess að kjarasamningar félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum eru nú lausir og munu fulltrúar þeirra funda í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag, en fundurinn hefst klukkan 9.

„Það er nákvæmlega ekkert á borðinu og ég get ekki sagt að það sé nokkur gangur í neinum viðræðum,“ segir hún í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert