Grunur um íkveikju í Stardal

Húsin í Stardal eftir eldsvoðann í byrjun janúar.
Húsin í Stardal eftir eldsvoðann í byrjun janúar. mbl.is/Árni Sæberg

Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal í jaðri Mosfellsheiðar í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Fulltrúi eiganda Stardals hafði komið að bænum daginn áður en eldsvoðinn varð. Þá voru ummerki um að brotist hefði verið inn; rúða var brotin og kveikt hafði verið í flugeldum innandyra. 

Að sögn Ásgeirs Péturs Guðmundssonar lögreglufulltrúa var þá allt orðið „kalt“ og engar glæður að sjá. Það er svo ekki fyrr en morguninn eftir að húsið stendur í ljósum logum. „Þannig að við höfum ástæðu til að ætla að þarna sé eitthvað saknæmt í gangi.“

Er slökkvilið kom á vettvang eftir að eld sást leggja frá húsunum í Stardal var fljótt ljóst að þeim yrði ekki bjargað. Gekk starf slökkviliðsmanna því út á það að verja önnur hús og slökkva svo í glæðum. 

Með svipmeiri bændabýlum

Bærinn Stardalur stendur við Þingvallaveg og sáust húsin, hvít með grænu þaki, vel frá veginum með Móskarðshnúka og Skálafell í baksýn.

Jónas Magnússon hóf búskap í Stardal árið 1914. Hann fluttist þó þangað fyrr eða árið 1894  ásamt föður sínum. Í grein í Morgunblaðinu frá árinu 1960 eftir Matthías Johannessen, sem var um tíma í Stardal sem ungur drengur, segir að þegar Jónas tók við búinu hafi Stardalur verið „harðbýl og afskipt fjallajörð með litlum túnum“. Jónas og eiginkona hans, Kristrún Eyvindsdóttir, ræktuðu upp landið og byggðu stórt steinhús á jörðinni árið 1935. „[...] og síðan hefur húsakostur verið aukinn af miklum myndarskap svo nú er Stardalur með svipmeiri bændabýlum á austurleið,“ skrifaði Matthías. Í grein sem hann skrifar árið 1965  hefur hann eftir Jónasi að minnst sé á Stardal í Landnámu. Þar hafi Hallur goðlausi numið land. 

Magnús sonur Jónasar og Kristrúnar tók við búinu árið 1962. Sonur Magnúsar, Þórður, sagði í samtali við mbl.is í kjölfar eldsvoðans að foreldrar hans hefðu flutt frá Stardal fyrir nokkrum árum en að bróðursonur hans hefði haft þar lögheimili. 

Stardalur. Í baksýn er Skálafell. Hvítu húsin með græna þakinu ...
Stardalur. Í baksýn er Skálafell. Hvítu húsin með græna þakinu voru einkennandi fyrir bæinn. Ljósmynd/www.mats.is

Magnús Jónasson lést á Eirhömrum í Mosfellsbæ árið 2013. Í æviágripi minningargreina um hann í Morgunblaðinu sagði m.a.: „Magnús var alla sína starfsævi bóndi í Stardal fyrir utan eins vetrar vinnu á tveimur búnaðarskólum í Noregi. Hann var virkur í félagsstörfum og [...] einnig var hann áhugasamur um skógrækt og sat í stjórnum skógræktarfélaga sveitar og sýslu.“

Engin venjuleg húsagerðarlist

Umhverfi Stardals er fallegt, rétt við heiðarbrúnina. Matthías lýsir svæðinu vel í ítarlegri grein frá ferðalagi hans og Jónasar bónda með þessum orðum árið 1965: „Þegar við vorum komnir upp á hæðina austan við Seljabrekku, blasti Stardalur við, hvít húsin með grænu þaki og stórar túnspildur, sem eitt sinn voru holt og mýrar; vestan við bæinn Stardalshnjúkur með fallegu stuðlabergi, sem er engin venjuleg húsagerðarlist og álfaborgir við efstu brúnir; þar krúnkuðu í gamla daga hrafnar, sem við þekktum, þeir voru vinir okkar; að austan Múlinn með lyngbrekkum og grænum grjótlautum; sunnan hans Leirvogsvatn og samnefnd á, sem hvítnar á Tröllafossberginu; við Hrafnhólana hef ég heyrt tröllkonur kallast á, þá var Oddur gamli í Þverárkoti enn á lífi; norður af bænum og nær himninum síljós Móskarðshnjúkur austan Esju, en þar enn austar Skálafell, og milli þess og Móskarðshnjúks, Svínaskarð; sagt er að milli Skálafells og Akureyrar séu engin fjöll á hálendinu, þaðan er því víðsýn mikil til allra átta.“

Enn óskað eftir vitnum

Þann 8. janúar óskaði lögreglan eftir vitnum að mannaferðum við Stardal vegna rannsóknar á eldsupptökum. „Það hefur engum árangri skilað,“ segir Ásgeir Pétur og ítrekar beiðni lögreglunnar um upplýsingar. Þeim má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið as@lrh.is, í einkaskilaboðum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í síma 444-1000.

mbl.is

Innlent »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »

Frumkvöðlar í sviðsljósinu

Í gær, 20:34 Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka árlega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskiptaferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB. Meira »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »
215/75X16
Til sölu 2st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
EAE EVERET Skæralyftur í bílskúrinn
Erum að fá þessar niðufellanlegu bílalyftur, mjög hentugar í bílskúrinn og víða...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...