Grunur um íkveikju í Stardal

Húsin í Stardal eftir eldsvoðann í byrjun janúar.
Húsin í Stardal eftir eldsvoðann í byrjun janúar. mbl.is/Árni Sæberg

Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal í jaðri Mosfellsheiðar í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Fulltrúi eiganda Stardals hafði komið að bænum daginn áður en eldsvoðinn varð. Þá voru ummerki um að brotist hefði verið inn; rúða var brotin og kveikt hafði verið í flugeldum innandyra. 

Að sögn Ásgeirs Péturs Guðmundssonar lögreglufulltrúa var þá allt orðið „kalt“ og engar glæður að sjá. Það er svo ekki fyrr en morguninn eftir að húsið stendur í ljósum logum. „Þannig að við höfum ástæðu til að ætla að þarna sé eitthvað saknæmt í gangi.“

Er slökkvilið kom á vettvang eftir að eld sást leggja frá húsunum í Stardal var fljótt ljóst að þeim yrði ekki bjargað. Gekk starf slökkviliðsmanna því út á það að verja önnur hús og slökkva svo í glæðum. 

Með svipmeiri bændabýlum

Bærinn Stardalur stendur við Þingvallaveg og sáust húsin, hvít með grænu þaki, vel frá veginum með Móskarðshnúka og Skálafell í baksýn.

Jónas Magnússon hóf búskap í Stardal árið 1914. Hann fluttist þó þangað fyrr eða árið 1894  ásamt föður sínum. Í grein í Morgunblaðinu frá árinu 1960 eftir Matthías Johannessen, sem var um tíma í Stardal sem ungur drengur, segir að þegar Jónas tók við búinu hafi Stardalur verið „harðbýl og afskipt fjallajörð með litlum túnum“. Jónas og eiginkona hans, Kristrún Eyvindsdóttir, ræktuðu upp landið og byggðu stórt steinhús á jörðinni árið 1935. „[...] og síðan hefur húsakostur verið aukinn af miklum myndarskap svo nú er Stardalur með svipmeiri bændabýlum á austurleið,“ skrifaði Matthías. Í grein sem hann skrifar árið 1965  hefur hann eftir Jónasi að minnst sé á Stardal í Landnámu. Þar hafi Hallur goðlausi numið land. 

Magnús sonur Jónasar og Kristrúnar tók við búinu árið 1962. Sonur Magnúsar, Þórður, sagði í samtali við mbl.is í kjölfar eldsvoðans að foreldrar hans hefðu flutt frá Stardal fyrir nokkrum árum en að bróðursonur hans hefði haft þar lögheimili. 

Stardalur. Í baksýn er Skálafell. Hvítu húsin með græna þakinu ...
Stardalur. Í baksýn er Skálafell. Hvítu húsin með græna þakinu voru einkennandi fyrir bæinn. Ljósmynd/www.mats.is

Magnús Jónasson lést á Eirhömrum í Mosfellsbæ árið 2013. Í æviágripi minningargreina um hann í Morgunblaðinu sagði m.a.: „Magnús var alla sína starfsævi bóndi í Stardal fyrir utan eins vetrar vinnu á tveimur búnaðarskólum í Noregi. Hann var virkur í félagsstörfum og [...] einnig var hann áhugasamur um skógrækt og sat í stjórnum skógræktarfélaga sveitar og sýslu.“

Engin venjuleg húsagerðarlist

Umhverfi Stardals er fallegt, rétt við heiðarbrúnina. Matthías lýsir svæðinu vel í ítarlegri grein frá ferðalagi hans og Jónasar bónda með þessum orðum árið 1965: „Þegar við vorum komnir upp á hæðina austan við Seljabrekku, blasti Stardalur við, hvít húsin með grænu þaki og stórar túnspildur, sem eitt sinn voru holt og mýrar; vestan við bæinn Stardalshnjúkur með fallegu stuðlabergi, sem er engin venjuleg húsagerðarlist og álfaborgir við efstu brúnir; þar krúnkuðu í gamla daga hrafnar, sem við þekktum, þeir voru vinir okkar; að austan Múlinn með lyngbrekkum og grænum grjótlautum; sunnan hans Leirvogsvatn og samnefnd á, sem hvítnar á Tröllafossberginu; við Hrafnhólana hef ég heyrt tröllkonur kallast á, þá var Oddur gamli í Þverárkoti enn á lífi; norður af bænum og nær himninum síljós Móskarðshnjúkur austan Esju, en þar enn austar Skálafell, og milli þess og Móskarðshnjúks, Svínaskarð; sagt er að milli Skálafells og Akureyrar séu engin fjöll á hálendinu, þaðan er því víðsýn mikil til allra átta.“

Enn óskað eftir vitnum

Þann 8. janúar óskaði lögreglan eftir vitnum að mannaferðum við Stardal vegna rannsóknar á eldsupptökum. „Það hefur engum árangri skilað,“ segir Ásgeir Pétur og ítrekar beiðni lögreglunnar um upplýsingar. Þeim má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið as@lrh.is, í einkaskilaboðum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í síma 444-1000.

mbl.is

Innlent »

Verði þrjár annir í stað tveggja nú

13:40 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ brautskráði alls 103 nemendur frá skólanum við hátíðlega athöfn í gær. Tilkynnti Kristinn Þorsteinsson skólameistari við athöfnina að frá og með hausti 2019 yrði nám við FG þrjár annir, en ekki tvær eins og nú er. Meira »

Lafhræddur í rallýbíl - myndband

12:56 „Ég hef aldrei á ævinni orðið jafn hræddur,“ viðurkenndi Ásgeir Páll eftir að hafa fengið að sitja í rallýbíl með Rúnari Ólafssyni ökumanni í miðri tímatöku á sérleið á Íslandsmeistaramótinu í Rallýakstri sem hófst nú um helgina. Meira »

Kjörsókn misjöfn milli svæða

12:36 Kjörsókn virðist hafa farið hægar af stað sums staðar en í síðustu sveitarstjórnarkosningum, en hækkað í öðrum sveitarfélögum. Meira »

136 útskrifast úr FB

12:32 136 nemendur útskrifuðust frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær. Af þeim voru 74 að útskrifast með stúdentspróf. 22 til viðbótar útskrifuðust sem rafvirkjar, 20 húsasmiðir, 10 snyrtifræðingar og 9 sjúkraliðar og 5 af starfsbraut. Meira »

40 ár í kjördeild

12:20 Kjörsókn virtist með rólegra móti í morgunsárið á Selfossi, það var einkum eldra fólk sem vant er að mæta snemma á kjörstað, sem þangað var komið fyrr í morgun. Erlendur Daníelsson, bókaútgefandi og fyrrverandi lögreglumaður, hefur undanfarin fjörutíu ár starfað í kjördeildinni á kjördag. Meira »

Oddvitar á Akureyri búnir að kjósa

12:16 Oddvitar allra framboðanna á Akureyri kusu fyrir hádegi. Heldur rólegt var í morgun á kjörstað, í húsnæði Verkmenntaskólans. Hvergi hafa enn myndast raðir og allt gekk því greiðlega. Meira »

Hafa fundið fyrir miklum meðbyr

12:02 „Dagurinn leggst mjög vel í mig. Það er búið að vera mikið stuð í skoðanakönnunum og nú er stóra stundin runnin upp,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, í samtali við mbl.is eftir að hún greiddi atkvæði í Árbæjarskóla. Meira »

Vantraustsyfirlýsingin stendur óhögguð

12:01 Vantraustsyfirlýsing VR í garð Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, stendur, en stjórnarmönnum VR er frjálst að hafa sínar skoðanir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sendi frá sér í dag. Meira »

Ánægð með fylgisaukningu

11:39 „Ég er mjög spennt og líst vel á, við höfum verið að tvöfalda fylgi okkar í könnunum,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, sem greiddi atkvæði í Árbæjarskóla í Reykjavík klukkan ellefu í dag. Meira »

Tvær athugasemdir vegna kjörskrár

11:29 Eftir vindasama nótt í Árneshreppi á Ströndum er kjörfundur hafinn í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík. Veðrið hefur gengið niður en engin lognmolla er í kringum kosningarnar í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins. Enn hefur dregið til tíðinda í morgun. Meira »

Fall meirihlutans kæmi ekki á óvart

11:27 „Það mikið svigrúm vegna þess hve margir eru óákveðnir og ósk mín eru sú að kjörsókn verði mikil í dag,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, í samtali við mbl.is eftir að hún greiddi atkvæði í Hlíðarskóla um ellefuleytið. Meira »

Var látinn borga fyrir umferðaskilti

11:15 Erlendur ferðamaður sem var að fara í gegnum vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni reyndist vera með íslenskt umferðarskilti í fórum sínum. Um var að ræða skilti sem gaf til kynna að bifreiðastöður væru bannaðar. Meira »

Setja 37 nýjar íbúðir á Frakkastígsreit í sölu

11:15 Fasteignafélagið Blómaþing hefur sett í sölu 37 nýjar íbúðir á Frakkastígsreit. Með því eru nær allar íbúðir á reitnum komnar í sölu. Söluverðmæti nýju íbúðanna er vel á annan milljarð króna. Meira »

Hvetur alla á kjörstað

11:03 „Það stefnir í spennandi kosningar“, segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Hann greiddi atkvæði í ráðhúsinu um hálf ellefu í dag. Meira »

Vongóð þrátt fyrir fylgistap

10:46 „Ég er bjartsýn. Skoðanakannanir hafa verið misvísandi sem segir mér að margir séu óákveðnir,“ sagði Líf Magneudóttir í samtali við mbl.is eftir að hún greiddi atkvæði í Hagaskóla. Meira »

Kosið á vaktinni

10:44 Lögreglumennirnir Jón Arnar Sigurþórsson og Guðrún Hildur Hauksdóttir voru á vaktinni í Borgarnesi og komu í Hjálmaklett til að greiða atkvæði sín. Kjörsókn hefur farið rólega af stað í Borgarnesi, enda veðrið ekki til að reka á eftir fólki að koma sér á kjörstað. Meira »

Oddvitinn segist hafa kosið Framsókn

10:39 „Ég kaus Framsóknarflokkinn,“ segir Ingvar Mar Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, og hlær þegar mbl.is spurði hann hvernig hann metur á stöðuna, en hann greiddi atkvæði í Breiðagerðisskóla klukkan tíu í morgun. Meira »

Sterk undiralda sem vill breytingar

10:21 „Sú undiralda sem við höfum fundið er sterk. Fólk vill breytingar í borginni,“ sagði Eyþór Arnalds í samtali við mbl.is, sem greiddi atkvæði um tíuleytið í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira »

Sanna Magdalena segist bjartsýn

09:51 Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, greiddi atkvæði í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan hálf tíu í morgun. Hún sagðist mjög bjartsýn um möguleika flokksins að ná kjöri inn í borgarstjórn. Meira »
Sumarhús í Hvalfirði 55 km frá Reykjavík
Til leigu vel útbúin 2-4 manna sumarhús með heitum potti og gasgrilli. Frábært ú...
Dýna 160x200 millistíf.
2 ára Blue sky springdýna 160x200 millistíf. Upplýsingar 8935005...
Nuddsæti fyrir bak,háls og rassvöðva - Stórkostleg nuddtæki fyrir bak og háls...
Stórkostleg nuddtæki sem taka djúpt á þér ... 9stk airbags , 3 mismunandi loftþ...
Reiðhjólaviðgerðir
Hjólaspítalinn Auðbrekku 4. Viðgerðir á öllum gerðum hjóla, stuttur biðtími, flj...
 
Sumarstörf n1
Önnur störf
Vilt þú vinna á líflegum vinnustað í s...
Framkvæmdastjóri barnaverndar reykjavík
Sérfræðistörf
Mynd af auglýsingu ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Fatagönnuður
Sérfræðistörf
Fatahönnuður Vegna aukinna umsvifa lei...