Grunur um íkveikju í Stardal

Húsin í Stardal eftir eldsvoðann í byrjun janúar.
Húsin í Stardal eftir eldsvoðann í byrjun janúar. mbl.is/Árni Sæberg

Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal í jaðri Mosfellsheiðar í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Fulltrúi eiganda Stardals hafði komið að bænum daginn áður en eldsvoðinn varð. Þá voru ummerki um að brotist hefði verið inn; rúða var brotin og kveikt hafði verið í flugeldum innandyra. 

Að sögn Ásgeirs Péturs Guðmundssonar lögreglufulltrúa var þá allt orðið „kalt“ og engar glæður að sjá. Það er svo ekki fyrr en morguninn eftir að húsið stendur í ljósum logum. „Þannig að við höfum ástæðu til að ætla að þarna sé eitthvað saknæmt í gangi.“

Er slökkvilið kom á vettvang eftir að eld sást leggja frá húsunum í Stardal var fljótt ljóst að þeim yrði ekki bjargað. Gekk starf slökkviliðsmanna því út á það að verja önnur hús og slökkva svo í glæðum. 

Með svipmeiri bændabýlum

Bærinn Stardalur stendur við Þingvallaveg og sáust húsin, hvít með grænu þaki, vel frá veginum með Móskarðshnúka og Skálafell í baksýn.

Jónas Magnússon hóf búskap í Stardal árið 1914. Hann fluttist þó þangað fyrr eða árið 1894  ásamt föður sínum. Í grein í Morgunblaðinu frá árinu 1960 eftir Matthías Johannessen, sem var um tíma í Stardal sem ungur drengur, segir að þegar Jónas tók við búinu hafi Stardalur verið „harðbýl og afskipt fjallajörð með litlum túnum“. Jónas og eiginkona hans, Kristrún Eyvindsdóttir, ræktuðu upp landið og byggðu stórt steinhús á jörðinni árið 1935. „[...] og síðan hefur húsakostur verið aukinn af miklum myndarskap svo nú er Stardalur með svipmeiri bændabýlum á austurleið,“ skrifaði Matthías. Í grein sem hann skrifar árið 1965  hefur hann eftir Jónasi að minnst sé á Stardal í Landnámu. Þar hafi Hallur goðlausi numið land. 

Magnús sonur Jónasar og Kristrúnar tók við búinu árið 1962. Sonur Magnúsar, Þórður, sagði í samtali við mbl.is í kjölfar eldsvoðans að foreldrar hans hefðu flutt frá Stardal fyrir nokkrum árum en að bróðursonur hans hefði haft þar lögheimili. 

Stardalur. Í baksýn er Skálafell. Hvítu húsin með græna þakinu ...
Stardalur. Í baksýn er Skálafell. Hvítu húsin með græna þakinu voru einkennandi fyrir bæinn. Ljósmynd/www.mats.is

Magnús Jónasson lést á Eirhömrum í Mosfellsbæ árið 2013. Í æviágripi minningargreina um hann í Morgunblaðinu sagði m.a.: „Magnús var alla sína starfsævi bóndi í Stardal fyrir utan eins vetrar vinnu á tveimur búnaðarskólum í Noregi. Hann var virkur í félagsstörfum og [...] einnig var hann áhugasamur um skógrækt og sat í stjórnum skógræktarfélaga sveitar og sýslu.“

Engin venjuleg húsagerðarlist

Umhverfi Stardals er fallegt, rétt við heiðarbrúnina. Matthías lýsir svæðinu vel í ítarlegri grein frá ferðalagi hans og Jónasar bónda með þessum orðum árið 1965: „Þegar við vorum komnir upp á hæðina austan við Seljabrekku, blasti Stardalur við, hvít húsin með grænu þaki og stórar túnspildur, sem eitt sinn voru holt og mýrar; vestan við bæinn Stardalshnjúkur með fallegu stuðlabergi, sem er engin venjuleg húsagerðarlist og álfaborgir við efstu brúnir; þar krúnkuðu í gamla daga hrafnar, sem við þekktum, þeir voru vinir okkar; að austan Múlinn með lyngbrekkum og grænum grjótlautum; sunnan hans Leirvogsvatn og samnefnd á, sem hvítnar á Tröllafossberginu; við Hrafnhólana hef ég heyrt tröllkonur kallast á, þá var Oddur gamli í Þverárkoti enn á lífi; norður af bænum og nær himninum síljós Móskarðshnjúkur austan Esju, en þar enn austar Skálafell, og milli þess og Móskarðshnjúks, Svínaskarð; sagt er að milli Skálafells og Akureyrar séu engin fjöll á hálendinu, þaðan er því víðsýn mikil til allra átta.“

Enn óskað eftir vitnum

Þann 8. janúar óskaði lögreglan eftir vitnum að mannaferðum við Stardal vegna rannsóknar á eldsupptökum. „Það hefur engum árangri skilað,“ segir Ásgeir Pétur og ítrekar beiðni lögreglunnar um upplýsingar. Þeim má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið as@lrh.is, í einkaskilaboðum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í síma 444-1000.

mbl.is

Innlent »

Segja Hval hf. hafa veitt kálffulla langreyði

21:21 Dýraverndunarsamtökin Hard to Port saka Hval hf. um að hafa veitt kálffulla langreyði í útrýmingarhættu fyrr í dag. Myndir af atvikinu dreifðust hratt um samfélagsmiðla og efnt var til mótmæla klukkan hálfníu í kvöld fyrir utan húsnæði Hvals hf. í Hvalfirði. Meira »

Stuðningsfulltrúinn snýr ekki aftur

20:43 Stuðningsfulltrúinn fyrrverandi, sem var sýknaður af ákæru um að hafa beitt börn kynferðisofbeldi er hann starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, fær ekki að snúa aftur í starfið. Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Meira »

Funduðu um stöðu íslenskra flugfélaga

20:18 Forsætisráðherra fundaði í dag með fjármálaráðherra, samgönguráðherra og ráðherra ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarmála vegna stöðu íslensku flugfélaganna. Ráðherrarnir ræddu skýrslu starfshóps sem kannar kerfislæg mikilvæg fyrirtæki. Flugfélögin hafa ekki óskað eftir aðstoð frá ríkinu. Meira »

Ekkert kynslóðabil í sveitinni

20:00 Hljómsveitin „Key to the Highway“, sem einbeitir sér að lögum, sem Eric Clapton hefur komið að og spilar gjarnan á tónleikum, heldur lokatónleika sumarsins þar sem ævintýrið hófst, í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit í Borgarfirði miðvikudaginn 22. ágúst næstkomandi. Meira »

„Alvarlegur vandi“ á Seltjarnarnesi

19:22 Foreldrar á Seltjarnarnesi bíða nú upp á von og óvon eftir því hvort börn þeirra, sem áttu að komast í aðlögun nú í ágúst, komist í aðlögun á næstu mánuðum. Enn á eftir að manna nokkur stöðugildi á nýjum deildum leikskólans sem verða opnaðar vegna mikillar fjölgunar í sveitarfélaginu. Meira »

Óperusöngævintýri Bertu á Ítalíu

19:09 „Það var svo gaman að koma í svona gamalt hús og syngja,“ segir Berta. „Manni finnst þetta eiga svo vel heima á svona stað, að syngja óperur og aríur í svona gamalli höll. Það er alveg stórbrotið.“ Meira »

Góða veðrið kvatt

18:50 Veðurspár gera ráð fyrir því að góða veðrið sem lék við höfuðborgarbúa á Menningarnótt um helgina sé að baki. Fram undan eru blautir dagar en gert er ráð fyrir því að það rigni eitthvað alla daga fram að helgi í Reykjavík. Meira »

Viðbúnaður vegna hótunar pilts

18:37 Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til að Varmárskóla í Mosfellsbæ síðdegis í dag eftir að lögreglunni hafði borist símtal um að viðkomandi væri staddur þar vopnaður skotvopni og stuðbyssu og hefði uppi hótanir. Meira »

Stýrimaðurinn gerir að nótinni

18:21 Daglegt líf fólksins í landinu leitar nú að nýju til jafnvægis og rútínu eftir sumarleyfi. Skólastarf hefst í vikunni og atvinnulífið rúllar áfram. Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september og sjómenn víða um landið eru að gera klárt svo leggja megi á djúpið. Meira »

Segir meintan þrýsting ýkjur

17:53 „Ég túlka það ekki þannig að það hafi verið um þrýsting að ræða í hennar orðum. Það eru ýkjur að tala um þrýsting á íslenska þingmenn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og varaformaður utanríkismálanefndar, í samtali við blaðamann mbl.is um fund þingmanna með utanríkisráðherra Noregs. Meira »

Áhættumatið kynnt á næstu vikum

16:55 Vinna við áhættumat sem erlendur sérfræðingur, Preben Willeberg, hefur unnið fyrir landbúnaðarráðuneytið um innflutning gæludýra er mjög langt komin. Þetta kemur fram í svörum landbúnaðarráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Afbrotum fjölgar í flestum flokkum

16:39 Skráðum afbrotum hefur fjölgað í 9 flokkum af 14 það sem af er ári. Þó hefur afbrotum fækkað í flestum flokkum miðað við síðastliðna sex og tólf mánuði. Það sem af er ári hefur skráðum ölvunarakstursbrotum fjölgað um 40% og fíkniefnaakstursbrotum um 59% miðað við meðaltal á sama tímabili sl. 3 ár. Meira »

Óskar eftir vitnum að líkamsárás

16:15 Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað 6. ágúst um klukkan 1.40 þegar hópur manna veittist að tveimur karlmönnum. Meira »

Nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs

15:47 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur ráðið nýjan aðstoðarmann. Hann heitir Jón Pétursson og er einn af stofnendum Miðflokksins. Meira »

Endurskoða tekjuskattskerfið

14:33 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað tíu sinnum frá því í desember í fyrra. Endurskoðun tekjuskattskerfisins og frumvarp um nýtt fyrirkomulag launa kjörinna fulltrúa eru á meðal þeirra verkefna sem eru í vinnslu. Meira »

Staðan ekki auglýst með fyrirvara

14:32 „Þessi staða er auglýst til fimm ára eins og allar svona stöður. Það er ekki farið að skoða hvað yrði þegar og ef Þjóðgarðsstofnunin verður til,“ segir Ari Trausti Guðmundsson. Auglýst hefur verið eftir nýjum þjóðgarðsverði, en fyrr í sumar voru drög að frumvarpi um sameiningu þjóðgarðanna kynnt. Meira »

„Þetta er bara ömurlegt“

14:03 Ferðamenn sem keyrðu utan vegar og tjölduðu á Skeiðarársandi hafa verið tilkynntir til lögreglu af bílaleigunni sem leigði þeim bílinn. Bogi Jónsson hjá Campingcars segir við mbl.is að ferðamennirnir verði boðaðir í skýrslutöku hjá lögreglunni vegna málsins. Meira »

Þrjú umferðaróhöpp á Suðurnesjum

13:44 Nokkur umferðaróhöpp komu inn á borð lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir árekstur á Vogavegi. Þá hafði bifreið verið ekið inn í hlið annarrar bifreiðar. Bifreið þess sem slasaðist var fjarlægð með dráttarbifreið. Meira »

„Fréttin strax orðin gömul“

13:14 „Makríllinn er sprettharður fiskur og það getur verið mikil fart á honum. Í túrnum eltum við hann í yfir 100 mílur á einungis tveimur sólarhringum. Hann fer svo hratt yfir að þegar fréttist af makríl einhvers staðar er fréttin strax orðin gömul því það er engin vissa fyrir því að finna makríl þegar komið er á staðinn.“ Meira »