Grunur um íkveikju í Stardal

Húsin í Stardal eftir eldsvoðann í byrjun janúar.
Húsin í Stardal eftir eldsvoðann í byrjun janúar. mbl.is/Árni Sæberg

Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal í jaðri Mosfellsheiðar í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Fulltrúi eiganda Stardals hafði komið að bænum daginn áður en eldsvoðinn varð. Þá voru ummerki um að brotist hefði verið inn; rúða var brotin og kveikt hafði verið í flugeldum innandyra. 

Að sögn Ásgeirs Péturs Guðmundssonar lögreglufulltrúa var þá allt orðið „kalt“ og engar glæður að sjá. Það er svo ekki fyrr en morguninn eftir að húsið stendur í ljósum logum. „Þannig að við höfum ástæðu til að ætla að þarna sé eitthvað saknæmt í gangi.“

Er slökkvilið kom á vettvang eftir að eld sást leggja frá húsunum í Stardal var fljótt ljóst að þeim yrði ekki bjargað. Gekk starf slökkviliðsmanna því út á það að verja önnur hús og slökkva svo í glæðum. 

Með svipmeiri bændabýlum

Bærinn Stardalur stendur við Þingvallaveg og sáust húsin, hvít með grænu þaki, vel frá veginum með Móskarðshnúka og Skálafell í baksýn.

Jónas Magnússon hóf búskap í Stardal árið 1914. Hann fluttist þó þangað fyrr eða árið 1894  ásamt föður sínum. Í grein í Morgunblaðinu frá árinu 1960 eftir Matthías Johannessen, sem var um tíma í Stardal sem ungur drengur, segir að þegar Jónas tók við búinu hafi Stardalur verið „harðbýl og afskipt fjallajörð með litlum túnum“. Jónas og eiginkona hans, Kristrún Eyvindsdóttir, ræktuðu upp landið og byggðu stórt steinhús á jörðinni árið 1935. „[...] og síðan hefur húsakostur verið aukinn af miklum myndarskap svo nú er Stardalur með svipmeiri bændabýlum á austurleið,“ skrifaði Matthías. Í grein sem hann skrifar árið 1965  hefur hann eftir Jónasi að minnst sé á Stardal í Landnámu. Þar hafi Hallur goðlausi numið land. 

Magnús sonur Jónasar og Kristrúnar tók við búinu árið 1962. Sonur Magnúsar, Þórður, sagði í samtali við mbl.is í kjölfar eldsvoðans að foreldrar hans hefðu flutt frá Stardal fyrir nokkrum árum en að bróðursonur hans hefði haft þar lögheimili. 

Stardalur. Í baksýn er Skálafell. Hvítu húsin með græna þakinu ...
Stardalur. Í baksýn er Skálafell. Hvítu húsin með græna þakinu voru einkennandi fyrir bæinn. Ljósmynd/www.mats.is

Magnús Jónasson lést á Eirhömrum í Mosfellsbæ árið 2013. Í æviágripi minningargreina um hann í Morgunblaðinu sagði m.a.: „Magnús var alla sína starfsævi bóndi í Stardal fyrir utan eins vetrar vinnu á tveimur búnaðarskólum í Noregi. Hann var virkur í félagsstörfum og [...] einnig var hann áhugasamur um skógrækt og sat í stjórnum skógræktarfélaga sveitar og sýslu.“

Engin venjuleg húsagerðarlist

Umhverfi Stardals er fallegt, rétt við heiðarbrúnina. Matthías lýsir svæðinu vel í ítarlegri grein frá ferðalagi hans og Jónasar bónda með þessum orðum árið 1965: „Þegar við vorum komnir upp á hæðina austan við Seljabrekku, blasti Stardalur við, hvít húsin með grænu þaki og stórar túnspildur, sem eitt sinn voru holt og mýrar; vestan við bæinn Stardalshnjúkur með fallegu stuðlabergi, sem er engin venjuleg húsagerðarlist og álfaborgir við efstu brúnir; þar krúnkuðu í gamla daga hrafnar, sem við þekktum, þeir voru vinir okkar; að austan Múlinn með lyngbrekkum og grænum grjótlautum; sunnan hans Leirvogsvatn og samnefnd á, sem hvítnar á Tröllafossberginu; við Hrafnhólana hef ég heyrt tröllkonur kallast á, þá var Oddur gamli í Þverárkoti enn á lífi; norður af bænum og nær himninum síljós Móskarðshnjúkur austan Esju, en þar enn austar Skálafell, og milli þess og Móskarðshnjúks, Svínaskarð; sagt er að milli Skálafells og Akureyrar séu engin fjöll á hálendinu, þaðan er því víðsýn mikil til allra átta.“

Enn óskað eftir vitnum

Þann 8. janúar óskaði lögreglan eftir vitnum að mannaferðum við Stardal vegna rannsóknar á eldsupptökum. „Það hefur engum árangri skilað,“ segir Ásgeir Pétur og ítrekar beiðni lögreglunnar um upplýsingar. Þeim má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið as@lrh.is, í einkaskilaboðum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í síma 444-1000.

mbl.is

Innlent »

Vilja auka virkni á hlutabréfamarkaði

22:00 Meðal tillagna sem er að finna í hvítbók um fjármálakerfið sem kynnt var í dag, er að finna hugmyndir um hertar reglur um fjárfestingastarfsemi banka og aukið frjálsræði í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði í þeim tilgangi að stuðla að aukinni virkni markaðarins. Meira »

Nokkur útköll vegna vonskuveðurs

21:15 Björgunarsveitir á suðvesturlandi hafa verið kallaðar út í nokkur minni verkefni síðdegis og í kvöld vegna veðurs á Kjalarnesi, Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gátu ekki sest á þing vegna anna

21:09 Tveir varamenn voru á undan Ellert B. Schram í röðinni eftir að ljóst var að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Hvorugur varamannanna sá sér fært að taka sæti á þingi fyrir jól. Meira »

„Ábyrgðarleysi“ gagnvart Parísarsamningnum

20:55 „Þetta ber vott um ákveðið ábyrgðarleysi og það veldur mér vonbrigðum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, um viðhorf nokkurra ríkja gagnvart skýrslu vísindanefndar Loftslagssamningsins um áhrif 1,5 gráðu hlýnunar andrúmslofts. Meira »

Sitja fastir í flugvélum vegna veðurs

20:18 Farþegar sitja fastir í sex flugvélum á Keflavíkurflugvelli en ekki er hægt að hleypa þeim inn í flugstöðvarbygginguna vegna ofsaveðurs. Auk þess situr áhöfn föst í sjöundu vélinni. Meira »

„Stórt alþjóðlegt vandamál“

20:10 „Þarna var dregin upp raunsæ mynd af því að plastmengunin er stórt alþjóðlegt vandamál,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra eftir að hafa tekið þátt í pallborðsumræðum um plast, samhliða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Sendi erindi til Persónuverndar

19:51 Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins sem hljóðritaðir voru á Klaustri Bar 20. nóvember sendi Persónuvernd erindi í síðustu viku þar sem þess var krafist að rannsakað yrði hver tók þingmennina upp. Meira »

Leggja til að veggjöld verði tekin upp

19:21 Meirihluti samgöngunefndar Alþingis mun leggja til að veggjöld verði tekin upp um allt landið til að fjármagna vegagerð. Þar með taldar eru allar stofnbrautir inn og út úr höfuðborginni. Meira »

Foster endurgerir Kona fer í stríð

19:18 Jodie Foster mun leikstýra, framleiða og leika í bandarískri endurgerð íslensku kvikmyndarinnar Kona fer í stríð.  Meira »

Vonaði að þeir væru í tjaldinu

18:25 Skoskur fjallgöngumaður, sem var með þeim Kristni Rúnarssyni og Þorsteini Guðjónssyni í för þegar þeir hugðust ganga á Pumori í Nepal, en þurfti frá að hverfa vegna veikinda, segist hafa fengið sálarró þegar lík íslensku félaganna fundust í síðasta mánuði. Meira »

Græðgi, spilling, okur og hrun

17:58 Fjármálakerfið er samfélagslega mikilvægt, en það er útbreitt vandamál hversu mikið vantraust ríkir í garð kerfisins, að því er kom fram í kynningu hvítbókar um fjármálakerfið í dag. Einnig kom fram að yfir helmingur veit ekki hvert á að leita til þess að leysa úr ágreiningi eða kvarta vegna banka. Meira »

„Fer mér ekki að vera í felum“

17:55 Bára Hall­dórs­dótt­ir, sem tók upp sam­ræður sex þing­manna á barn­um Klaustri í miðbæ Reykja­vík­ur í síðasta mánuði, segist hafa fundið fyrir miklum létti eftir að hún steig fram sem uppljóstrarinn Marvin. „Það fer mér ekki að vera í felum,“ segir Bára í samtali við mbl.is. Meira »

Líklega milljarða tjón fyrir þjóðina

17:32 „Íslenska þjóðin situr líklega uppi með milljarða tjón og tilfinning þjóðarinnar getur verið að eignarhald á sjávarauðlindinni sé óljósara en áður.“ Þetta sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Meira »

Spurði ráðherra um hæfi vegna tengsla

17:31 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvort hann teldi viðeigandi að meta hæfi sitt við athugun á gildandi lögum og reglugerðum í kjölfar dóma Hæstaréttar sem féllu á fimmtudag í málum sem vörðuðu úthlutanir aflaheimilda í makríl. Meira »

Ný stjórnarskrá mikilvæg meirihlutanum

17:30 Meirihluta landsmanna, eða 52%, þykir mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Hlutfall þeirra sem kváðu nýja stjórnarskrá mikilvæga lækkaði um fjögur prósentustig frá könnun MMR sem framkvæmd var í september 2017. Meira »

TR skili búsetuskerðingum

17:05 Velferðarráðuneytið þrýstir á Tryggingastofnun ríkisins að skila búsetuskerðingum og tekur þar með undir álit umboðsmanns Alþingis. Þetta kemur fram í minnisblaði frá velferðarráðuneytinu. Meira »

Lán lífeyrissjóða opin öllum

16:50 Lagt er til í hvítbók um fjármálakerfið að skoðað verði að gera þá kröfu til lífeyrissjóðanna að bein íbúðalán verði opin öllum sem taldir eru lánshæfir óháð því hvort um sé að ræða sjóðsfélaga eða ekki. Meira »

Vandinn leysist ekki í bráð

16:20 Læknaráð Landspítalans segir að því miður séu engin teikn á lofti um að vandi bráðamóttökunnar leysist í bráð. Hinn svokallaði innlagnarvandi sé ekki nýr af nálinni og stafi að stórum hluta af því að skortur sé á úrræðum fyrir eldri borgara sem geti ekki útskrifast beint til síns heima án aðstoðar. Meira »

Leggja til lækkun skatta og sölu banka

16:04 Lækkun skatta á fjármálafyrirtæki, sala Íslandsbanka til erlendra aðila og stofnun gagnagrunns með upplýsingar um skuldir einstaklinga og lögaðila eru meðal helstu tillagna í hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið. Hvítbókin var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. Meira »
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
Námskeið fyrir áhugaljósmyndara
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. ...