„Fullmikil túlkun“ á viðvörunum

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert

„Mér sýnist þetta vera sömu gögn og við sendum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Þetta er ekki nýtt í sjálfu sér,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra, spurð hvort gögn sem Stundin fjallar um í tengslum við skipan dómsmálaráðherra í Landsdóm séu rétt. 

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fékk afhent gögn frá dómsmálaráðuneytinu fyrir helgi að beiðni nefndarinnar til að fara ofan í saumana á skipan dómara við Landsrétt. Sig­ríður gerði fjór­ar breyt­ing­ar á til­lög­um hæfnisnefndar um dóm­ara við Lands­rétt í lok maí. Eins og áður hef­ur komið fram kom nefnd­in með 15 dóm­ara­til­lög­ur en ráðherra gerði fjór­ar breyt­ing­ar. 

Sigríður tekur fram að hún fagni því að nefndin ræði skipanina og hefur jafnframt óskað eftir því að fá að koma fyrir nefndina. Hún vill að það verði gert á opnum fundi og í beinni útsendingu. 

Fullmikil túlkun á því að hún hafi verið vöruð við

„Þetta er fullmikil túlkun á þessu. Þetta eru tölvupóstar sem mér bárust aldrei enda var ég ekki í þessum samskiptum,“ segir Sigríður, spurð hvort sérfræðingar hafi varað hana við að ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfn­is­nefnd­ar um dóm­ara við Lands­rétt þyrfti hún að leggja sjálf­stætt mat á alla um­sækj­end­ur.

Hins vegar segist hún „kannast við sjónarmið starfsmanna nefndarinnar“. Tveir starfsmenn úr ráðuneytunum, annar úr dómsmálaráðuneytinu og hinn úr fjármálaráðuneytinu, störfuðu í hæfnisnefndinni um dómara við Landsrétt. Sigríður segist hafa rætt við þá sem og fleiri sérfræðinga, þeirra á meðal dósent við Háskóla Íslands. 

„Mönnum ber ekki skylda til að rökstyðja sérstaklega, ákvörðun eða tillögu um ákvörðun um að skipa einhvern ekki í embætti. Það er aldrei gert hér á landi. Rökstuðningurinn er bundinn ákvörðuninni sjálfri en ekki ákvörðun sem er ekki tekin,“ segir Sigríður enn fremur um ákvörðunina.  

Fékk skamman tíma til að fara yfir málið

Sigríður bendir á að hún hafi haft skamman frest til að fara yfir málið eða tvær vikur. Hæfnisnefndin hafði tvo mánuði til þess. „Þess vegna taldi ég rétt og skylt að byggja á vinnu nefndarinnar,“ segir Sigríður. Í þessu samhengi bendir hún á að Hæstiréttur hafi komist að því að störf nefndarinnar hafi verið óaðfinnanleg.  

„Í rökstuðningi mínum til Alþingis tók ég þá ákvörðun um að gefa dómarareynslunni meira vægi meira en nefndin hafði gert,“ segir Sigríður um ákvörðun sína. Hún bendir á að nefndin hafi látið dómarareynsluna vega jafnvel minna en hún ætti að gera samkvæmt reglunum. 

„Í ljósi þess að verið væri að setja á fót nýjan áfrýjunardómstól og mikilvægt að hann gæti starfað klakklaust frá upphafi þá fyndist mér eðlilegt að líta til dómarareynslu,“ segir Sigríður sem telur sig hafa innt nægilega vinnu við að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. Hæstiréttur var ekki sammála því og taldi hana geta rannsakað þetta mun betur.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ók á vegrið og fluttur á slysadeild

18:36 Ökumaður fólksbíls var fluttur á slysadeild eftir að hafa ekið bílnum á vegrið á Reykjanesbraut, skammt frá brú sem er neðst í Ártúnsbrekkunni. Meira »

Frakkarnir ætluðu að heimsækja vinabekk

18:19 Um tíu sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum, auk lækna og björgunarsveitarmanna frá Borgarnesi eru í fjöldahjálparmiðstöð sem komið hefur verið upp í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Meira »

Bragi næsti stórmeistari í skák

18:11 Bragi Þorfinnsson tryggði sér í dag lokaáfanga að stórmeistaratitli í skák. Hann hlaut sjö vinninga í níu skákum á alþjóðlegu móti í Noregi, að því er kemur fram á skak.is. Meira »

Um 600 styðja umskurðarfrumvarp

17:35 Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa skrifað undir til stuðnings frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um að umsk­urður barna al­mennt verði bannaður með lög­um. Meira »

Rafmagnslaust í Bláfjöllum

17:18 Rafmagnslaust hefur verið á skíðasvæðinu í Bláfjöllum alla helgina. Að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra skíðasvæðisins, fór raflína í eigu Orkuveitunnar í sundur í óveðrinu aðfaranótt föstudags. Meira »

Rúta með 26 unglingum valt á hliðina

17:05 Rúta með 32 manns valt á hliðina á Borgarfjarðarbraut í grennd við Hvanneyri. Tilkynning um slysið barst klukkan 16.20. Að sögn Ólafs Guðmundssonar yfirlögregluþjóns meiddust einhverjir minni háttar. Að minnsta kosti einn var fluttur á slysadeild. Meira »

Fyrsti áfangi tekinn í notkun 2019

16:22 Gagnaverið við Korputorg mun uppfylla svokallaðan Tier III-staðal, sem þýðir að í allri þjónustukeðju gagnaversins verður nægur varabúnaður til staðar til að tryggja 100% þjónustuöryggi. Meira »

Allt flug liggur niðri í Keflavík

16:31 Seinkun verður á öllu flugi um Keflavíkurflugvöll næstu klukkustundir. Ástæðan er sú að allar landgöngubrýr, sem ferja fólk á milli vélar og flugstöðvar, hafa verið teknar úr notkun vegna mikils vinds. Meira »

Eldur kviknaði í dýnu í Fellsmúla

14:55 Eldur kviknaði í dýnu í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Fellsmúla á öðrum tímanum í dag. Slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var eldur og reykur í geymslunni þegar þeir komu á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Gagnaver rís á Korputorgi

14:20 Samningar um uppbyggingu gagnavers á Korputorgi voru undirritaðir á blaðamannafundi á Korputorgi eftir hádegið í dag. Verkefnið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Vodafone, Reiknistofu bankanna og Korputorgs. Meira »

Gagnrýnir framgöngu í máli Braga

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem nýverið fór í ársleyfi frá því starfi, verði í kjöri til barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Íslands. Meira »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Kerra mjög lítið notuð.
Til sölu mjög lítið notuð Verð :85000.- uppl: 8691204....
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...