Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

Björgunarsveitarmenn að störfum.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Landsbjörg/Óðinn Sigurðsson

Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði.

Að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörg er ekki ljóst hversu margir bílar eru fastir en hann telur að þeir gætu verið á bilinu tíu til tuttugu.

Björgunarsveitarmennirnir eru komnir á staðinn og verið er að reyna að koma fólkinu til aðstoðar. Engar fregnir hafa borist af því að neinn sé í hættu staddur.

Lokað er yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert