Lögreglan rannsakar brot gegn 7 þolendum

Karl Steinar Valsson, fastafulltrúi Íslands hjá Europol í Haag, er …
Karl Steinar Valsson, fastafulltrúi Íslands hjá Europol í Haag, er nú staddur hér á landi til að stýra innri athugun á málsmeðferð stuðningsfulltrúans sem er ákærður fyrir kynferðisbrot. mbl.is/Rósa Braga

Rannsókn stendur yfir hjá lögreglu á kynferðisbrotum fyrrverandi starfsmanns barnaverndaryfirvalda gegn sjö manns. Frá þessu greindi Karl Steinar Valsson lögreglumaður í Kastljósi í kvöld.

Sæv­ar Þór Jóns­son, réttargæslumaður drengs sem kærði manninn fyrir gróf kynferðisbrot í ágúst í fyrra, sagði í fyrradag að hann vissi um tíu ein­stak­linga sem hafa orðið fyr­ir kyn­ferðisof­beldi af hendi karl­mannsins, sem hefur unnið sem stuðningsfulltrúi barna á vegum Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur.

Frétt mbl.is: Segist vita um tíu brotaþola

Karl Steinar er fastafulltrúi Íslands hjá Europol í Haag en er nú staddur hér á landi til að stýra innri athugun á því hvað fór miður þegar maðurinn var ekki tilkynntur til barnaverndaryfirvalda fyrr en rúmum fimm mánuðum eftir að kæra á hendum honum var lögð fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert