Sunna loks flutt á bæklunarspítala

Sunna Elvira ásamt dóttur sinni.
Sunna Elvira ásamt dóttur sinni.

Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem slasaðist eftir fall á Malaga á Spáni, verður loks flutt á bæklunarspítala í Toledo í dag. Liðnar eru rúmar tvær vikur frá því að hún lamaðist í fallinu.

Áætlað er að hún fari af stað, ásamt foreldrum sínum, klukkan 10 að morgni að því er Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður Sunnu, segir í samtali við Morgunblaðið.

Bæklunarpítalinn er í 500 km fjarlægð frá Malaga og segir Jón Kristinn keyrsluna eiga að taka um 9-12 klukkutíma. Til stóð að flytja Sunnu í gær en það gekk ekki upp sökum þess að sjúkrabílarnir voru í notkun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert