Sunna er í ótímabundnu farbanni

Sunna Elvira Þorkelsdóttir.
Sunna Elvira Þorkelsdóttir. Mynd/Af Facebook-síðu Sunnu Elviru

Sunnu Elviru Þorkelsdóttur er meinað að fara úr landi og af sjúkrahúsinu þar sem hún liggur á Spáni, samkvæmt ákvörðun lögreglunnar í Alicante. Lögreglan gefur ekki upp hversu lengi farbannið gildir og er jafnframt með vegabréf Sunnu. Rúv greindi fyrst frá.  

Hún slasaðist á mænu við fall á Malaga á Spáni í síðasta mánuði og liggur á sjúkrahúsi þar. Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu hér á landi, staðfestir þetta. 

Lögreglan á Spáni rannsakar meint fíkniefnamál sem tengist eiginmanni Sunnu sem var handtekinn við komuna til landsins í janúar. Hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í grundvelli almanna hagsmuna í fyrradag vegna rannsóknar á innflutningi á fíkniefnum.  

Páll tekur fram að Sunna hafi ekki réttarstöðu sakbornings. Hins vegar hefur spænska lögreglan spurt Sunnu ýmissa spurninga, að sögn Páls. 

Hvort tveggja lögreglan á Spáni og alþjóðadeild lögreglunnar á Íslandi verjast allra frétta af málinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert