„Eins og litlir krakkar úti að leika“

Þegar ekki er fært á skíðasvæðið þá redda konur sér.
Þegar ekki er fært á skíðasvæðið þá redda konur sér. Mynd/Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

„Þetta var alveg yndislegt. Við tróðum sporin sjálfar í tvöfaldri röð og náðum að gera ágætis spor. Svo stoppuðum við og tókum myndir og lékum okkur. Ég held að bæði þær og bæjarbúar hafi haft gaman af þessu. Við vorum eins og litlir krakkar úti að leika. Við fundum stóran skafl sem gröfurnar höfðu mokað af götunum, klifruðum þar upp og renndum okkur og lékum.“

Þetta segir Hólmfríður Vala Svavarsdóttir sem ásamt hópi gönguskíðakvenna gerði gott úr ófærðinni á Ísafirði í dag. Ekki var hægt að komast á æfingasvæðið inni í Seljalandsdal og gripu konurnar því til þess ráðs að taka skíðaæfinguna í bænum og vöktu mikla athygli bæjarbúa.

Gleðin var við völd á Ísafirði í dag.
Gleðin var við völd á Ísafirði í dag. Mynd/Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

„Við spenntum bara á okkur skíðin fyrir utan hótelið og tókum einn monthring um bæinn. Við gengum um allar helstu götur Ísafjarðar og sýndum þeim merkustu húsin okkar.“

Hólmfríður stjórnar gönguskíðanámskeiðum fyrir konur, sem haldin eru á vegum Hótel Ísafjarðar. Námskeiðin standa yfir í þrjá daga og á þeim tíma eru teknar sex æfingar. „Við erum bæði með tækniæfingar, þrautir og leiki. Þetta snýst mikið um að fara út að leika og njóta,“ segir Hólmfríður um námskeiðin. „Þetta námskeið byrjaði á fimmtudaginn og því átti að ljúka í dag, en vegna veðurs verða þær aðeins lengur hjá okkur en til stóð.“ Hólmfríður segir konurnar þó ekkert leiðar yfir því enda dvelji þær í góðu yfirlæti á Hótel Ísafirði.

Námskeiðin eru sótt af konum um allt land en í hópnum núna eru bæði konur að sunnan og norðan, að sögn Hólmfríðar og kunnu þær allar vel að meta snjóinn í dag, þrátt fyrir að mikið hafi verið af honum.

Hólmfríður segir þær hafa náð að troða ágætis spor.
Hólmfríður segir þær hafa náð að troða ágætis spor. Mynd/Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

„Æfingasvæðið okkar er uppi í Seljalandsdal, við köllum það að fara upp á dal. Við ætluðum þangað eða inn í Tunguskóg, en þar sem allar götur voru ófærar vegna fannfergis var ekkert mokað,“ segir Hólmfríður, en hópurinn ætlaði ekki að láta fannfergið aftra sér og því var skíðað um bæinn í staðinn.

Hólmfríður segir hópinn svo hafa farið í sund og á kaffihús og þá hafi kaupmenn bæjarins opnað verslanir sínar, þannig nóg var við að vera í dag.

Konurnar fengu aukadag á Ísafirði vegna veðurs.
Konurnar fengu aukadag á Ísafirði vegna veðurs. Mynd/Hólmfríður Vala Svavarsdóttir
Eftir æfingu skelltu konurnar sér í sund og á kaffihús ...
Eftir æfingu skelltu konurnar sér í sund og á kaffihús og kíktu í búðir. Mynd/Hólmfríður Vala Svavarsdóttir
mbl.is

Innlent »

194 bílar Volvo innkallaðir

17:02 Brimborg kallar inn 194 díselbíla frá Volvo eftir að upp hefur komist galli í eldsneytisröri sem gerir það að verkum að myndast sprungur og getur farið að leka. Þetta staðfestir Brimborg, umboðsaðili Volvo á Íslandi, í svari við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Stal úr söluvagni flugfreyju

16:57 Erlendur karlmaður var gripinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær með snjallúr og rakspíra, sem hann var grunaður um að hafa tekið ófrjálsri hendi í fríhöfninni. Fyrst í stað þrætti maðurinn fyrir að hafa stolið mununum, en sá svo að sér og játaði stuldinn. Meira »

Undir áhrifum á flótta frá lögreglu

16:55 Karlmaður á fertugsaldri sem var handtekinn á stolnum bíl á Viðarhöfða síðastliðinn fimmtudag að lokinni eftirför lögreglu er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Meira »

Lýst eftir Land Rover Discovery

16:44 Lögreglan á höfuborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Land Rover Discovery árgerð 2014 með skráningarnúmerið TL-L94 en honum var stolið í nótt frá Bjarnarstíg í Reykjavík. Meira »

Rútur lentu utan vegar við Vík

16:40 Tvær rútur höfnuðu utan vegar vegna mikillar hálku á einum sólahring í nágrenni við Vík í Mýrdal. Lítil hætta skapaðist en aðstoð björgunarsveita þurfti til að koma þeim aftur upp á veginn. Meira »

Innkalla sítrónufrómas úr Krónunni

16:01 Krónan, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað Blomsterbergs citronfromage vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda, en í vörunum er að finna möndlur og hnetur. Meira »

Lækka kostnað með aukinni skilvirkni

15:53 Tillögur átakshóps um aukið framboð af íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði miða meðal annars af því að auka samráð milli hagsmunaaðila, sveitarfélaga og ráðuneyta, segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, formaður hópsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Mikilvægt að sýna starfsmönnum nærgætni

15:39 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að mál er varðar listaverk í eigu Seðlabankans væri tvíþætt og jafnvel þríþætt. Hún svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar sem spurði Katrínu um ákvörðun bankans um að færa til ákveðin listaverk. Meira »

Sveitarstjórn samþykkti Teigsskógarleið

15:33 Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á aukafundi sínum í dag að halda áfram með aðalskipulagsbreytingar þar sem gert er ráð fyrir Teigsskógarleið, leið Þ-H, með þremur atkvæðum gegn tveimur. Meira »

Bréfaskiptin verði gerð opinber

15:26 Forsætisnefnd Alþingis hefur óskað eftir því við þingmenn Miðflokksins úr Klaustursmálinu að fá að gera bréfaskipti þeirra á milli opinber. Svör hafa ekki borist frá þingmönnunum. Meira »

Borgarbúar moki frá sorpgeymslum

14:55 Starfsfólk Sorphirðunnar biður Reykvíkinga um að moka frá sorpgeymslum, salta og sanda til að greiða fyrir losun.   Meira »

Skutu föstum skotum á forseta þingsins

14:50 Tveir viðbótarvaraforsetar voru kosnir inn í forsætisnefnd Alþingis í dag en verkefni þeirra verður að fjalla um Klaustursmálið og koma málinu í viðeigandi farveg. Þingmenn Miðflokksins gagnrýndu þingforseta harðlega. Meira »

Vilja ódýrar íbúðir til leigu og eignar

14:28 Tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði eru alls 40 talsins, í sjö flokkum, en þær voru kynntar á blaðamannafundi sem hófst í Hannesarholti kl. 14 í dag. Meira »

Segja Steingrím halda þeim í myrkrinu

13:43 Fjórir þingmenn Miðflokksins sem komu við sögu í Klaustursmálinu hafa sent bréf til Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, þar sem þeir gera athugasemdir við málsmeðferð hans. Meira »

Slapp með skrámur eftir veltu

13:37 Bílvelta varð á Grindavíkurvegi í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Selhálsi norðanverðum. Hún fór út af veginum og valt í vegkantinum. Ökumaðurinn slapp með skrámur en bifreiðin var óökufær að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Meira »

Fjaðrárgljúfur opnað á nýjan leik

13:32 Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðinu Fjaðrárgljúfri. Svæðinu var lokað tímabundið vegna vætutíðar og ágangs. Meira »

Reyndi að losa sig við búslóð á víðavangi

13:30 Lögreglan á Suðurnesjum fékk ábendingu frá athugulum vegfaranda á dögunum sem hafði komið auga á bifreið með kerru hlaðna búslóð sem ekið var eftir vegaslóða í átt að Vogum. Meira »

58 gistu 624 nætur í neyðarskýlum

13:18 Alls dvöldu 58 einstaklingar með lögheimili utan Reykjavíkur 624 gistinætur í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar á síðasta ári.  Meira »

„Góðar umræður“ um hvalaskýrslu

13:18 Oddgeir Ágúst Ottesen og Sigurður Jóhannesson frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands voru gestir á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun þar sem rætt var um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Meira »
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik, S. 7660348, Alina...
Ljósmyndanámskeið fyrir byrjendur
Ljosmyndari.is býður upp á fjölmörg námskeið á árinu 2019. 2ja daga ljósmyndanám...
Úlpa
Til sölu ónotuð 66º Norður úlpa, Hekla, í stærð L. Fullt verð kr. 39.000, tilboð...
Matador Continental vetrardekk
Rýmingarsala Matador Continental vetrardekk til sölu 195/70 R 14 225/70 R 16 225...