Hafði áhrif á 6 þúsund farþega

Flugvél WOW Air í loftinu.
Flugvél WOW Air í loftinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Óveðrið hér á landi á sunnudag hafði áhrif á um sex þúsund farþega flugfélagsins WOW Air vegna flugferða sem var aflýst.

Í dag verða sendar tvær flugvélar til New York og Boston til að ferja tengifarþega bæði til Íslands og til annarra landa í Evópu.

„Það hefur gengið ágætlega að greiða úr þessu og þetta er langt á veg komið,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, og tekur fram að veðrið hafi mest haft áhrif á tengifarþega.

Hún segir fólk hafa sýnt ástandinu mikinn skilning og bætir við að óveður sem þessi hafi mikil áhrif á flugreksturinn. „Þessir mánuðir, desember, janúar og febrúar, eru erfiðir og það getur hvenær sem er komið óveður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert