Virkja óvissustig á Hellisheiði og í Þrengslum

Búið er að virkja óvissustig á Hellisheiði og Þrengslum. Mynd …
Búið er að virkja óvissustig á Hellisheiði og Þrengslum. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Búið er að virkja óvissustig á Hellisheiði og í Þrengslum. Verið er að meta aðstæður, varðandi hvort þurfi að loka og þá hvort hægt verði að halda Þrengslum opnum. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Enn er snjóflóðahætta á Súðavíkurvegi.

Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og víða skafrenningur. Þæfingfærð er á Mosfellsheiði og skafrenningur. Sjókoma er í uppsveitum Suðurlands og í Hvalfirði. Þungfært undir Eyjafjöllum og á Reynisfjalli.

Snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og víða éljagangur eða snjókoma. Þæfingsfærð er á Bröttubrekku, milli Grundarfjarðar og Ólafsvík og á Útnesvegi. Ófært er í nágrenni Arnarstapa.

Þá er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum á Vestfjörðum og enn er ófært á Klettshálsi og þæfingsfærð á Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði.

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Norðurlandi og þæfingsfærð og stórhríð í Vikurskarði.  Lokað er yfir Vatnsskarð og Öxnadalsheiði vegna óveðurs.  Reiknað er með að aðstæður á þessum fjallvegum batni um miðjan dag.

Á Austurlandi er víða snjóþekja á vegum en á  Vopnafjarðarheiði, Háreksstaðaleið og Fjarðarheiði er þæfingsfærð. Ekkert ferðaveður er nú í Hamarsfirði en þar er nú flughálka og óveður. Hálka eða snjóþekja er með suðausturströndinni en þæfingsfærð á Mýrdalssandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert