Skólahald fellt niður á Kjalarnesi

Klébergsskóli á Kjalarnesi. Skólahald verður fellt niður í dag vegna …
Klébergsskóli á Kjalarnesi. Skólahald verður fellt niður í dag vegna veðurs. Mynd úr safni. mbl.is//Þorkell Þorkelsson

Skólahald fellur niður á Kjalarnesi í dag vegna veðurs að því er fram kemur á vef skólans.

„Vegna óveðurs fellur skólahald niður í Klébergsskóla í dag, öskudag! Þar sem mikið stóð til eins og tíðkast þá munum við bæta nemendum upp þennan dag, með búningadegi í næstu viku,“ segir á síðunni.

Vegagerðin lokaði veginum um Kjalarnes nú á áttunda tímanum í morgun. App­el­sínu­gul viðvör­un er í gildi á Suður- og Suðaust­ur­landi. Gul viðvör­un er í gildi fyr­ir Faxa­flóa, Breiðafjörð, Vest­firði, Strand­ir, Norður­land vestra, Norður­land eystra, Aust­ur­land, Aust­f­irði og miðhá­lendið.

Spáð hef­ur verið ofsa­veðri á Suður­landi frá Hvols­velli aust­ur í Öræfi, með vind­hraða á bil­inu 20-30 m/​s og hviðum upp í allt að 40-50 m/​s m.a. und­ir Eyja­fjöll­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert