Ófært eða þungfært á Vestfjörðum

Á Vestfjörðum er snjóþekja, hálka eða þæfingur og þungfært.
Á Vestfjörðum er snjóþekja, hálka eða þæfingur og þungfært. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Flestir vegir utan hálendis eru nú færir en þungfært er víða og ófært er á fjallvegum á sunnanverðum Vestfjörðum. Unnið er að mokstri. Óvissustig vegna snjóflóða er á veginum um Súðavíkurhlíð en leiðin er opin, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka og snjóþekja á flestum leiðum. Þæfingur er á Kjósarskarðsvegi.

Á Vesturlandi er snjóþekja og hálka víðast. Ófært er út fyrir nes.

Á Vestfjörðum er snjóþekja, hálka eða þæfingur og þungfært. Fjallvegir á sunnanverðum Vestfjörðum eru ófærir en unnið að mokstri. Nánari fréttir af færð á Vestfjörðum koma með morgninum.

Á Norðurlandi er hálka og snjóþekja. Þungfært og skafrenningur er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum.

Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja og snjókoma. Þæfingsfærð er á Fjarðarheiði. Ófært er á Vatnsskarði eystra. Hálka eða krapi er frá Egilsstöðum og með ströndinni að Vík.

Hér má sjá færðarkort Vegagerðarinnar sem uppfært er mjög reglulega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert