Enn skelfur við Grímsey

Skjálftar á Tjörnesbeltinu síðustu tvo sólarhringa.
Skjálftar á Tjörnesbeltinu síðustu tvo sólarhringa. Kort/Veðurstofa Íslands

Skjálftavirkni heldur áfram við Grímsey, en frá miðnætti hafa mælst 570 skjálftar. Stærsti skjálftinn reyndist 3,7 af stærð og reið hann yfir klukkan 06:33 í morgun. Flestir skjálftarnir hafa verið 10-14 kílómetra norðaustur af Grímsey.

Rétt fyrir miðnætti reið svo annar skjálfti yfir sem var 3,9 af stærð og var hann 11,8 kílómetra norðaustur af eynni. Flestir skjálftarnir eru á 11-15 kílómetra dýpi.

Samtals hafa nú 24 skjálftar stærri en 3 stig riðið yfir eyjuna á síðustu tveimur sólarhringum og rétt tæplega 1.500 allt í allt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert