„Loksins kom vantrauststillagan“

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og ...
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara í Landsrétt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lagaákvæði um Landsrétt eru ekki mörg en alveg skýr og ráðherra fylgdi lagabókstafnum í einu og öllu, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, er hún tók til máls í umræðu um vantrauststillögu Samfylkingar og Pírata í hennar garð.

„Loksins kom vantrauststillagan sem stjórnarandstaðan hefur boðað mánuðum saman,“ sagði Sigríður og bætti við að systurflokkarnir Píratar og Samfylkingin hafi þó verið einir um að láta hafa sig í að leggja hana fram.

„Ráðherra fylgdi lagabókstafnum í einu og öllu. Lagaákvæðin eru ekki mörg, en alveg skýr,“ sagði Sigríður. Hæfnisnefnd leggi fram tillögur sem ráðherra geti vikið frá og þingið hafi samþykkt tillögur sínar á síðasta þingi.

„Eins og menn þekkja þá var mikið ákall um það að Landsréttur yrði skipaður jafnt konum sem körlum. Þetta kom fram þegar að niðurstaðan lá fyrir.“ Sagðist Sigríður þá hafa metið það svo að nefndin hefði ekki gefið dómarareynslu nægt vægi í mati sínu og því hefðu níu reyndir félagsdómarar bæst við hópinn sem nefndin taldi hæfasta og hópur sinn því verið frábrugðin mati nefndarinnar um fjóra einstaklinga.

Biðst velvirðingar að það hafi gerst á minni vakt

„Þessir einstaklingar höfðu verið nefndir hæfir þegar þeir voru skipaðir héraðsdómarar,“ bætti hún við og sagði að með breytingunni hefði jafnast út hlutur karla og kvenna í Landsrétti.

„Mér segir svo hugur að aldrei hafi jafnmikilvæg stofnun verið sett á fót hér á landi í lýðveldissögunni með jöfnum hlut karla og kvenna,“ sagði Sigríður.

„Ég biðst velvirðingar að það hafi gerst á minni vakt og án þess að vísað væri til kynjakvóta.“ 

Það sé fordæmalaust og trúlega einstakur atburður að 15 dómarar séu skipaðir í einu. Hún hafi því innt af hendi viðamikla rannsókn sem hafi náð til umsagna dómnefndar, vægis stigagjafar, andmæla umsækjenda og ráðgjafa bæði innan og utan stjórnarráðsins. Þá hafi hún einnig horft til laga og reglna, lögskýringa og sjónarmiða þingmanna.

„Ég taldi mig hafa rannsakað málið nægjanlega,“ sagði Sigríður og kvaðst frábiðja sér allan málflutning á þingi um að hún hafi með ásetningi ætlað sér að valda dómstólum skaða með þessum hætti.

Í minnum haft hvernig menn greiða atkvæði

Ráðherra hafi ekki síðasta orðið um túlkun lagareglna og því sé hér á ferðinni misskilningur um þrískiptingu ríkisvalds. „Það kemur fyrir að niðurstaða stjórnvalds er borin undir dómsvald,“ sagði Sigríður og kvað dómstóla stundum dæma löggjafarvaldinu í óhag. Dómstólar séu líka stundum ósammála innbyrðis. 

„Þetta er réttarríkið að verki og við höfum komið okkur saman um að una niðurstöðu þess. Þetta eru hins vegar þingmenn sem ekki vilji una niðurstöðu dómstóla. Þeir hafa reynt að kreista ábót út á hana víða,“ sagði Sigríður.

Vantrauststillagan sýni að valdið til að skipa dómara eigi að vera hjá ráðherra, ekki hjá andlitslausri nefnd, því að ráðherra sé hægt að draga til ábyrgðar.

„Ég mun ekki greiða atkvæði með tillögunni hér á eftir,“ sagði Sigríður en bætti við að það yrði í minnum haft hvernig þingmenn muni greiða atkvæði um málið.

mbl.is

Innlent »

Góðar líkur á bindandi niðurstöðu

11:46 Íbúakosning um nýjan miðbæ á Selfossi fer vel af stað í sveitarfélaginu Árborg samkvæmt formanni yfirkjörstjórnar, Ingimundi Sigurmundssyni. Kosið er um nýtt deiluskipulag en í því felst meðal annars bygging skyr- og mjólkursafns sem yrði alþjólegt heimili skyrsins á Selfossi. Meira »

Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur

11:40 Bifhjól og fólksbíll rákust saman á gatnamótum Bústaðavegar og Sogavegar nú skömmu fyrir hádegi. Hefur ökumaður bifhjólsins verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka. Meira »

Hafa landað meira en þúsund tonnum

11:25 Makrílafli smábátaveiðimanna er nú kominn yfir þúsund tonn og hefur mestu verið landað í Keflavík, eða alls 765 tonnum miðað við löndunartölur í gær. Meira »

Guðni kominn í mark

10:49 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er kominn í mark í hálfu maraþoni á tímanum 01:48:40. Þetta er í 16. sinn sem Guðni hleypur hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Sigruðu í hálfu maraþoni

10:44 Fyrstu hlauparar í hálfu maraþoni eru komnir í mark í Lækjargötunni. Sigurvegari í karlaflokki er Raymond McCormack Jr., frá Bandaríkjunum á tímanum 01:05:17, en sigurvegari í kvennaflokki er Jess Draskau Petersson frá Danmörku, á tímanum 01:15:58. Meira »

Má bjóða þér kanilsnúð að drekka?

09:57 Hver elskar ekki dúnmjúka kanilsnúða? Og hver elskar ekki góðan bjór? En hvað ef það væri hægt sameina þetta tvennt í eina vöru, kanilsnúðana og bjórinn? Búa til kanilsnúðabjór. Það er nefnilega nákvæmlega það sem brugghúsið RVK Brewing Co hefur verið að gera. Meira »

Sterkur heiðagæsastofn

08:18 Gæsaveiðitímabilið hefst á mánudag, 20. ágúst, og er leyfilegt að skjóta grágæs og heiðagæs. Heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki, segir á vef Umhverfisstofnunar, eða um fimmfalt stærri að talið er en grágæsastofninn. Meira »

Gifsplötur efst á matseðli myglu

07:57 Hátt í 300 manns mættu á málstofu um myglu sem Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (RB) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt í gær. Yfirskrift fundarins var: Rakaskemmdir og mygla. Íslenski útveggurinn og reynsla Svía. Meira »

Hefðbundið leiðakerfi rofið í kvöld

07:54 Strætó mun í dag aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun, frá morgni og til klukkan 22.30. Þó má búast við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkurmaraþons, að því er fram kemur í tilkynningu frá byggðasamlaginu. Meira »

Sundhöllin ekki friðuð

07:37 Minjastofnun Íslands telur sér ekki fært að eiga frumkvæði að því að leggja til við menntamálaráðherra að friðlýsa Sundhöllina í Keflavík. Óskað hafði verið eftir áliti húsafriðunarnefndar á friðlýsingu hússins ef varðveisla þess yrði ekki tryggð skv. deiliskipulagi. Meira »

Met slegið í söfnun áheita

07:34 Alls hafa 14.579 manns skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fram fer í dag í 35. sinn. Aldrei áður hafa jafnmargir skráð sig í 10 kílómetra hlaupið, auk þess sem það stefnir í metfjölda í svokölluðu þriggja kílómetra skemmtiskokki. Ljóst er enn fremur að metið í söfnun áheita, frá því í fyrra, hefur þegar verið slegið. Meira »

Í eigu erlendra félaga

05:30 Flugvélafloti WOW air samanstendur af 20 flugvélum sem flestar eru í eigu félaga sem sérhæfa sig í flugvélafjármögnun og útleigu. Meira »

Skuldir í borginni aukast

05:30 Kostnaður við þrjár skólabyggingar í Reykjavík er nú áætlaður alls um milljarði meiri en áður var talið. Meirihlutinn í borginni hefur samþykkt endurskoðaða fjárfestingaráætlun A-hluta borgarsjóðs árið 2018. Dagur B. Meira »

Kosið um skipulag á Selfossi í dag

05:30 Íbúakosningar verða á Selfossi í dag. Greidd verða atkvæði um breytingar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjarins.   Meira »

Aldrei of seint að byrja að vera með

05:30 Pálína Bjarnadóttir, elsti þátttakandinn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í dag, skráði sig í þriggja kílómetra skemmtiskokk með fjölskyldu og vinum. Meira »

Öflug jarðvegssög flýtir fyrir lögnum

05:30 „Þetta er sög sem sagar ofan í jarðveg fyrir jarðstrengjum, rörum og lögnum,“ segir Hörður Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Línuborun hf., en fyrirtækið var að festa kaup á 38 tonna jarðvegssög fyrir 120 milljónir króna. Meira »

Laugar ætla að stækka við Lágafell

05:30 Laugar ehf. hafa samið við Mosfellsbæ um að fá að reisa 900 fermetra viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina Lágafell. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir samninginn fela í sér góða viðbót við Íþróttamiðstöðina Lágafell, þar sem Laugar leigi nú aðstöðu fyrir líkamsræktarstöð sína. Meira »

20 milljónir vegna umframafla

05:30 Álagning vegna umframafla strandveiðibáta í maí til júlíloka losar 20 milljónir króna sem renna í ríkissjóð.   Meira »

Vannærðir kettlingar í pappakassa

Í gær, 23:25 Í dag kom dýravinur með læðu og fimm kettlinga hennar í Kattholt, en kettlingarnir höfðu fundist í pappakassa við ruslatunnur í Reykjanesbæ og læðan þar í grenndinni. Frá þessu er greint á vef Kattholts og brýnt fyrir kattaeigendum að sýna ábyrgð. Meira »
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
antik eikar hornskápur
er með fallegan hornskáp með strengdu gleri á25,000 kr sími 869-2798...