„Loksins kom vantrauststillagan“

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og ...
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara í Landsrétt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lagaákvæði um Landsrétt eru ekki mörg en alveg skýr og ráðherra fylgdi lagabókstafnum í einu og öllu, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, er hún tók til máls í umræðu um vantrauststillögu Samfylkingar og Pírata í hennar garð.

„Loksins kom vantrauststillagan sem stjórnarandstaðan hefur boðað mánuðum saman,“ sagði Sigríður og bætti við að systurflokkarnir Píratar og Samfylkingin hafi þó verið einir um að láta hafa sig í að leggja hana fram.

„Ráðherra fylgdi lagabókstafnum í einu og öllu. Lagaákvæðin eru ekki mörg, en alveg skýr,“ sagði Sigríður. Hæfnisnefnd leggi fram tillögur sem ráðherra geti vikið frá og þingið hafi samþykkt tillögur sínar á síðasta þingi.

„Eins og menn þekkja þá var mikið ákall um það að Landsréttur yrði skipaður jafnt konum sem körlum. Þetta kom fram þegar að niðurstaðan lá fyrir.“ Sagðist Sigríður þá hafa metið það svo að nefndin hefði ekki gefið dómarareynslu nægt vægi í mati sínu og því hefðu níu reyndir félagsdómarar bæst við hópinn sem nefndin taldi hæfasta og hópur sinn því verið frábrugðin mati nefndarinnar um fjóra einstaklinga.

Biðst velvirðingar að það hafi gerst á minni vakt

„Þessir einstaklingar höfðu verið nefndir hæfir þegar þeir voru skipaðir héraðsdómarar,“ bætti hún við og sagði að með breytingunni hefði jafnast út hlutur karla og kvenna í Landsrétti.

„Mér segir svo hugur að aldrei hafi jafnmikilvæg stofnun verið sett á fót hér á landi í lýðveldissögunni með jöfnum hlut karla og kvenna,“ sagði Sigríður.

„Ég biðst velvirðingar að það hafi gerst á minni vakt og án þess að vísað væri til kynjakvóta.“ 

Það sé fordæmalaust og trúlega einstakur atburður að 15 dómarar séu skipaðir í einu. Hún hafi því innt af hendi viðamikla rannsókn sem hafi náð til umsagna dómnefndar, vægis stigagjafar, andmæla umsækjenda og ráðgjafa bæði innan og utan stjórnarráðsins. Þá hafi hún einnig horft til laga og reglna, lögskýringa og sjónarmiða þingmanna.

„Ég taldi mig hafa rannsakað málið nægjanlega,“ sagði Sigríður og kvaðst frábiðja sér allan málflutning á þingi um að hún hafi með ásetningi ætlað sér að valda dómstólum skaða með þessum hætti.

Í minnum haft hvernig menn greiða atkvæði

Ráðherra hafi ekki síðasta orðið um túlkun lagareglna og því sé hér á ferðinni misskilningur um þrískiptingu ríkisvalds. „Það kemur fyrir að niðurstaða stjórnvalds er borin undir dómsvald,“ sagði Sigríður og kvað dómstóla stundum dæma löggjafarvaldinu í óhag. Dómstólar séu líka stundum ósammála innbyrðis. 

„Þetta er réttarríkið að verki og við höfum komið okkur saman um að una niðurstöðu þess. Þetta eru hins vegar þingmenn sem ekki vilji una niðurstöðu dómstóla. Þeir hafa reynt að kreista ábót út á hana víða,“ sagði Sigríður.

Vantrauststillagan sýni að valdið til að skipa dómara eigi að vera hjá ráðherra, ekki hjá andlitslausri nefnd, því að ráðherra sé hægt að draga til ábyrgðar.

„Ég mun ekki greiða atkvæði með tillögunni hér á eftir,“ sagði Sigríður en bætti við að það yrði í minnum haft hvernig þingmenn muni greiða atkvæði um málið.

mbl.is

Innlent »

Heimila niðurrif Sundhallar Keflavíkur

19:55 „Ég er auðvitað mjög ósátt við þetta en er ekki tilbúin að gefast upp í málinu. Þetta er eins og í stríðinu, þessi orrusta tapaðist en stríðinu er ekki lokið.“ Þetta segir Ragnheiður Elín Árnadóttir í samtali við mbl.is. Meira »

Fyrst til að meta nær allt kerfið

19:48 Steinþór Jónsson, formaður FÍB, segir að með tilkomu opins gagnagrunns um öryggi þjóðvegakerfisins ætti ekki lengur að vera ágreiningur hérlendis um hvaða vegaframkvæmdir eigi að ráðast í, þar sem hægt sé að fletta því upp í gagnagrunninum. Tæknin nýtist einnig við að meta umferðaröryggi í borgum. Meira »

1.500 greinst með forstig mergæxlis

19:47 Um 1.500 manns hafa greinst með prótein sem skilgreinir forstig mergæxlis og mergæxli í rannsókninni Blóðskimum til bjargar.  Meira »

Efla fræðslu um Addison

19:30 Stofnfundur Addison-samtakanna á Íslandi var haldinn fyrir skömmu. Tilgangur þeirra er að halda utan um þá sem greinast með Addison-sjúkdóminn og aðra sem þurfa að taka inn lyfið hýdrókortisón vegna streitu, auk aðstandenda þeirra. Meira »

600 milljóna kröfur í þrotabú

19:30 Kröfur í þrotabú verktakafyrirtækisins SS Hús nema 600 milljónum króna. Sigurður Kristinsson, einn af eigendum félagsins, er eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Meira »

Ákvað ungur að sinna öryggismálum

18:57 Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir að björgunar- og almannavarnastörf séu honum í blóð borin og lítið annað komið til greina eftir að hann 6 ára gamall upplifði eldgosið á Heimaey og uppbygginguna í kjölfarið. Meira »

Gefur fjármálastefnunni falleinkunn

18:28 „Það er alveg ljóst að fjármálastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fær algjöra falleinkunn frá nánast öllum hagsmunaaðilum sem fjallað hafa um hana.“ Svona hófst álit Ágústs Ólafs Ágústssonar fulltrúa Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd um fjármálastefnu 2018 til 2022 sem er til umræðu á Alþingi í dag. Meira »

Dagmóðir dæmd fyrir líkamsárás

18:53 Dagmóðir á höfuðborgarsvæðinu var í dag dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum gegn tæplega tveggja ára stúlkubarni sem var í hennar umsjá haustið 2016. Meira »

Hinrik vann silfurverðlaun

18:17 Hinrik Lárusson sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu vann silfurverðlaun í Nordic Junior Chefs-keppninni sem fór fram í Herning í Danmörku í dag. Svíþjóð lenti í fyrsta sæti í sömu keppni og Finnland í því þriðja. Meira »

Bað fórnarlömbin afsökunar

18:07 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bað fyrir hönd flokksins fórnarlömb afsökunar og aðstandendur þeirra sem hafa átt um sárt að binda vegna mistaka starfsmanns Reykjavíkurbogar sem leiddu til þess að tilkynning um kynferðisbrot barst ekki til stjórnenda. Meira »

Afföll 19,5% hjá Arnarlaxi í Hringsdal

17:45 „Þetta er náttúrulega skaði fyrir fyrirtækið og það eru sögulega há verð í gangi svo við hefðum gjarnan viljað að fiskurinn væri seldur. En svona er bara eldi á dýrum, það eru afföll og við gerum ráð fyrir afföllum í okkar rekstri,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, í samtali við mbl.is. Meira »

Flestir fundið bein en ekki mannsbein

17:25 „Ég er búinn að vera til sjós í rúm þrjátíu ár og hef ekki upplifað neitt svona áður,“ segir Aðalsteinn R. Friðþjófsson skipstjóri á Fjölni GK, sem fékk líkamsleifar í veiðarfæri sín í síðasta mánuði. Meira »

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna síbrota

17:17 Karlmaður var úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag, eða til 17. apríl, á grundvelli síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Veita aðgang að samræmdum prófum

16:23 Menntamálastofnun mun á næstu dögum veita aðgang að samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk, en um er að ræða próf í íslensku og stærðfræði sem lögð voru fyrir haustin 2016 og 2017. Þetta kemur í framhaldi af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem mbl.is greindi frá í gær. Meira »

„Var vinur minn réttdræpur?“

15:45 „Getur einhver tekið af okkur byrðarnar í smá stund og barist fyrir okkur um að fá Hauk heim, þó ekki væri nema í einn dag? Við þráum hvíld.“ Þetta skrifar Lárus Páll Birgisson, vinur Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði í Sýrlandi. Meira »

Þórdís Lóa leiðir Viðreisn í Reykjavík

17:08 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir verður oddviti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum.  Meira »

Rekstur HSA enn í járnum

15:55 Rekstur Heilbrigðisstofnunnar Austurlands er enn í járnum, en Ríkisendurskoðun ítrekar þó ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Ekki sé hins vegar víst ljóst hvort aðhaldsaðgerðir síðustu ára skili áframhaldandi árangri ef nauðsynlegum fjárfestingum er slegið á frest. Meira »

„Hér er eitthvað sem fer ekki saman“

15:34 Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, gerði langtímaatvinnuleysi að umtalsefni á Alþingi í dag og vakti athygli á því að samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði á árunum 2016 til 2018 væri mikill munur á stöðu atvinnulausra eftir aldri. Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
 
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
L helgafell 6018031419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...