Synda árlega Guðlaugssund

Guðlaugssundhópur í Laugardalslaug. F.v. Guðný Hallgrímsdóttir, Páll Arnór Pálsson, Skúli …
Guðlaugssundhópur í Laugardalslaug. F.v. Guðný Hallgrímsdóttir, Páll Arnór Pálsson, Skúli J. Björnsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Pétur Ó. Stephensen, Guðjón H. Bernhardsson, Þormar Ingimarsson, Birgir Jósafatsson og Kristján Gíslason. Arnar Pál Hauksson og Björn Jónsson voru fjarstaddir er myndatakan fór fram.

Ellefu fastagestir sundlaugarinnar í Laugardal syntu í gærmorgun samtals 21,2 km til að minnast þeirra sem fórust með Hellisey VE-503 að kvöldi 11. mars 1984 og afreks Guðlaugs Friðþórssonar, þá aðeins 22 ára, sem synti um 6 km í land í ísköldum sjónum um nótt.

„Við erum bara óformlegur sundklúbbur sem hittumst í sundi í Laugardalslauginni á morgnana. Við syndum og förum í heitu pottana. Ég hef verið með síðan árið 2006 og við höfum gert þetta 12. mars ár hvert, til að minnast þessa hörmulega atburðar og þeirra sem fórust, en líka sundafreks Guðlaugs Friðþórssonar,“ segir Skúli J. Björnsson, einn sundgarpanna.

Hann segir þau ekki tengjast Vestmannaeyjum sérstaklega en þau geri þetta samt sem áður, m.a. til að minnast sjóslysa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert