Skoða hvað fór úrskeiðis við próftöku

Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku …
Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku og ensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. mbl.is/Hari

Óháðu aðilarnir sem munu skoða próftökuferli samræmdu prófanna og hvað fór úrskeiðis við próftöku 9. bekkjar í síðustu viku eru þau: Hannes Pétursson, sjálfstætt starfandi hugbúnaðarráðgjafi, Svana Helen Björnsdóttir hjá Stika og Jóhannes H. Steingrímsson hjá Stúdíu.

Í fréttatilkynningu frá Menntamálastofnun kemur fram að einnig hafi verið leitað til Júlíusar K. Björnssonar, sem vinnur hjá Oslóarháskóla og fyrrum forstöðumanns Námsmatsstofnunar, vegna ráðgjafar um próffræðileg úrlausnarefni.

Niðurstöðum verður skilað eins fljótt og auðið er að því er fram kemur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert