Umferðin stærsta örplastsuppsprettan

Stærstu uppsprettu örplastagna kemur frá vegakerfinu og umferðinni.
Stærstu uppsprettu örplastagna kemur frá vegakerfinu og umferðinni. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Stærri fleytikör og öflugari síur eru meðal þeirra lausna sem Veitur eru með til óformlegrar skoðunar varðandi leiðir til að draga úr því að örplast berist til sjávar. Þetta segir Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitu Veitna, í samtali við mbl.is.

„Við erum búin að vera að skoða örplast mikið í bæði fráveitum og neysluvatni hjá Veitum,“ segir Íris sem hélt erindi um málið á Vísindadegi OR í dag.

„Stærsta uppsprettan er frá vegakerfinu og umferð,“ segir Íris og nefnir niðurbrot frá dekkjum. „Síðan koma gervigrasvellir þar á eftir og svo gerviefnafötin okkar.“ Þá berist örplastagnir einnig frá málningu, sem og veiðafærum og tæringu frá skipum.

1.500 örplastagnir á rúmmetrann

„Í Reykjavík erum við bara með grófhreinsun á skólpi,“ segir hún og kveður Veitur hafa verið að skoða hversu mikið örplast berst í fráveitukerfið. Síur Veitna hreinsa agnir niður í 3 mm, en örplast eru plastagnir sem eru minni en 5 mm að þvermáli og er hluti þeirra jafnvel ekki nema nokkrir míkrómetrar að þvermáli. „Það örplast sem berst í fráveituna hreinsast því að mjög litlu magni út í hreinsistöðvunum okkar. Nýjustu rannsóknir sýna að um 1.500 agnir af örplasti mælast á hvern rúmmetra og er það sambærilegt við niðurstöður rannsóknar sem Matís gerði fyrir tveimur árum.“

Íris segir þó þörf á frekari rannsóknum, sem m.a. séu gerðar við mismunandi veðurfarsskilyrði. „Það má t.d. ímynda sér að mikið komi frá götunum þegar það er mikil rigning,“ segir hún.

Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitu Veitna, segir Orkuveituna geta gert meira ...
Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitu Veitna, segir Orkuveituna geta gert meira af því að hreinsa regnvatni sem berst frá vegum, t.d. með blágrænum ofanvantslausnum. Ljósmynd/Aðsend

Ýmsar þekktar aðferðir eru til að hreinsa örplast í hreinsistöðvunum og eru nokkrar slíkar til óformlegrar skoðunar hjá Veitum. „Við höfum aðallega verið að horfa á stærri fleytikör þar sem sem örplastið sest þá í seyru,“ segir Íris. „Þetta er þekkt aðferð fyrir fyrsta þreps hreinsun í hreinsistöðvunum. Síðan væri líka hægt að setja aðrar og minni síur fyrir aftan 3 mm síurnar sem við erum með í dag og þetta eru aðferðir sem við fyrstu sýn virðast vera gerlegar.“

Slíkar lausnir feli þó í sér að stækka þurfi hreinsistöðvarnar með tilheyrandi kostnaði. „Síðan sitjum við þá uppi með seyru sem inniheldur örplast.“

Seyran rík af næringarefnum

Seyra sé nefnilega verðmæt af næringarefnum hana megi nýt, enda séu næringarefni eins og svo margt annað hverfandi auðlind. Íris nefnir sem dæmi að Landgræðslan sé með tvö tilraunaverkefni í gangi þar sem seyra er nýtt i uppgræðslu. „Það má má nýta hana sem næringarefni á land, en þá erum við aftur að dreifa örplasti aftur á land af því að örplastið hverfur ekki.“ Örplastið valdi þó mögulega minni skaða er það er bundið jarðvegi, en það gerir í hafinu.

„Önnur leið er að seyran fari þá bara í urðun eða brennslu, en þá er verið að henda auðlind. Þannig að þetta kemur alltaf aftur að því að það þurfi að draga úr örplasti á upprunastað,“ segir Íris.

Vandast er kemur að fatnaði

Niðurbrot á hjólbörðum við akstur sé enn eitt lóðið á vogaskálar þeirra hvetja til þess að dregið sé úr akstri og almenningssamgöngur nýttar í auknum mæli. „Það er nefnilega ekki bara útblásturinn, það er líka eyðing gatna og svo örplastið.“

Málið vandist kannski frekar varðandi örplastið sem kemur úr fatnaði. „60% af fatnaði okkar er unnin úr gerviefnum. Erum við tilbúin að breyta hegðun okkar þar?“ spyr Íris. „Við getum keypt minna af fatnaði úr gerviefnum og þvegið föt okkar sjaldnar og á minni hita. Þetta og aksturinn er hins vegar eitthvað sem þarf að fá alla með í.“

Orkuveitan geti hins vegar gert meira af því að hreinsa regnvatni sem berst frá vegum. „Til dæmis með blágrænum ofanvatnslausnum og það er raunar verkefni sem við erum þegar að vinna að með Reykjavíkurborg. Það  gengur út á að ofanvant renni ekki beint í niðurföll heldur út í græna geira. Með því móti binst örplast, ryk og skítur frá götum jarðveginum og veldur þar með minni skaða.“

mbl.is

Innlent »

Vestfirðingur fékk 131 milljón

10:02 Það var fjölskyldufaðir vestan af fjörðum sem hneppti annan vinning í EuroJackpot síðasta föstudag, rúmlega 131 milljón króna. Maðurinn hafði verið að kaupa jólagjafir í Kringlunni þegar hann hann keypti miðann í Happahúsinu. Meira »

Ferðaþjónustan á Hveravöllum sett í sölu

08:28 Hveravallafélagið ehf. hefur sett starfsemi sína á Hveravöllum á söluskrá. Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line er stærsti eigandi Hveravallafélagsins, en aðrir hluthafar eru Húnavatnshreppur og Björn Þór Kristjánsson. Meira »

Hafarnastofninn hefur styrkst mikið

07:57 Óvenjumörg ný verpandi hafarnapör fundust á liðnu sumri, að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar, sviðsstjóra í dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Íslenski arnarstofninn telur nú 82 pör og urpu 53 þeirra í vor og komu upp 39 ungum. Meira »

Strekkingsvindur með skúrum

07:53 Sunnan- og suðaustanstrekkingsvindur með skúrum verður víða um land í dag. Bjartviðri verður þó á Norður- og Austurlandi og hiti á bilinu 5 til 10 stig. Heldur dregur úr vindi og úrkomu er líður á daginn og kólnar þá einnig nokkuð í veðri. Meira »

Klæddist þýfinu í seinna innbrotinu

06:14 Tilkynnt var um innbrot í tvær íbúðir í Vesturbænum á ellefta tímanum í gærkvöldi. Farið hafði verið inn í íbúðirnar, rótað þar og stolið munum. Þá bárust lögreglu einnig tilkynningar um innbrot í tvo bíla í miðbænum og virðist sami einstaklingur hafa verið að verki í bæði skipti. Meira »

Reynt að ná samkomulagi um frestun

05:30 Hluti stjórnarandstöðunnar á Alþingi er afar ósáttur við áform stjórnarflokkanna um að afgreiða samgönguáætlun fyrir jól. Hótuðu sumir þeirra málþófi þegar þeir tóku málið tvisvar upp í gær undir liðnum umræða um fundarstjórn forseta. Meira »

Mönnun nýrra hjúkrunarrýma í óvissu

05:30 Óvíst er að áform heilbrigðisráðherra um að taka í notkun 550 hjúkrunarrými til ársins 2023 nái fram að ganga sem og þau áform að taka 200 af þeim í gagnið á næstu tveimur árum. Meira »

Vegleg bókagjöf

05:30 Pétur M. Jónasson, 98 ára, prófessor emeritus við Kaupmannahafnarháskóla, og dætur hans, Margrét og Kristín, hafa fært Náttúruminjasafni Íslands einkar veglega bókagjöf. Meira »

Verður Ísland áfangastaður ársins?

05:30 Samtökin Cruise Iceland hafa verið tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna innan geira skemmtiferðaskipa. Tilnefningin er í flokknum „Besti áfangastaðurinn 2019“. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland er tilnefnt. Meira »

Tugir milljarða í ný hótelherbergi

05:30 Áformað er að taka um 1.500 hótelherbergi í notkun í Reykjavík á næstu tveimur árum. Það jafnast á við 15 meðalstór borgarhótel. Miðað við að hvert hótelherbergi kosti að meðaltali 35 milljónir í byggingu er þetta fjárfesting upp á tæplega 53 milljarða króna. Meira »

Benedikt freistaði Foster

05:30 „Þetta er bara búið að vera í ferli, hófst með herferð okkar eftir að Ísland tilnefndi kvikmyndina sem framlag til Óskarsverðlauna, þá sýndum við akademíumeðlimum hana og m.a. Jodie Foster. Það eru líka ákveðin persónuleg tengsl milli Jodie og fólks í mínu teymi. Þannig að Jodie kom á fyrstu sýninguna sem ég var viðstaddur og við töluðum saman þá strax.“ Meira »

Fangaði eldinguna á myndband

Í gær, 23:28 Gísla Reynissyni, ritstjóra Aflafretta.is, tókst að fanga á myndband eina af eldingunum sem laust niður á suðvesturhorninu í kvöld er hann var staddur í Grafarvogi. Myndbandið var ekki nema tveggja sekúndna langt í rauntíma en Gísli klippti það til og hægði á myndinni þannig að eldingin sæist betur. Meira »

Frumvarp um barnalífeyri samþykkt

Í gær, 22:39 Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á lögum um almannatryggingar sem snýr að barnalífeyri var samþykkt á Alþingi í dag með 55 samhljóða atkvæðum. Meira »

Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

Í gær, 22:32 Hljóðupptakan sem var gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar. Meira »

Býðst til að safna fyrir Báru

Í gær, 22:31 Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmt til að „borga eitthvað. Meira »

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

Í gær, 22:16 Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónaveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fær 30 milljónir króna í sinn hlut, en dregið var í kvöld. Meira »

Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

Í gær, 21:26 Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skilað sér. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur

Í gær, 20:51 Ísland var eitt þeirra um 160 ríkja sem tóku þátt í afgreiðslu samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) á sérstakri ríkjaráðstefnu í Marakes í Marokkó. Meira »

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

Í gær, 19:27 Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið sem nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt. Meira »
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...
Handlaug með blöndunartækjum og festingu.
Notuð handlaug til sölu með blöndunartækjum og festingu á vegg. kr. 3 þúsund kr...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...