Umferðin stærsta örplastsuppsprettan

Stærstu uppsprettu örplastagna kemur frá vegakerfinu og umferðinni.
Stærstu uppsprettu örplastagna kemur frá vegakerfinu og umferðinni. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Stærri fleytikör og öflugari síur eru meðal þeirra lausna sem Veitur eru með til óformlegrar skoðunar varðandi leiðir til að draga úr því að örplast berist til sjávar. Þetta segir Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitu Veitna, í samtali við mbl.is.

„Við erum búin að vera að skoða örplast mikið í bæði fráveitum og neysluvatni hjá Veitum,“ segir Íris sem hélt erindi um málið á Vísindadegi OR í dag.

„Stærsta uppsprettan er frá vegakerfinu og umferð,“ segir Íris og nefnir niðurbrot frá dekkjum. „Síðan koma gervigrasvellir þar á eftir og svo gerviefnafötin okkar.“ Þá berist örplastagnir einnig frá málningu, sem og veiðafærum og tæringu frá skipum.

1.500 örplastagnir á rúmmetrann

„Í Reykjavík erum við bara með grófhreinsun á skólpi,“ segir hún og kveður Veitur hafa verið að skoða hversu mikið örplast berst í fráveitukerfið. Síur Veitna hreinsa agnir niður í 3 mm, en örplast eru plastagnir sem eru minni en 5 mm að þvermáli og er hluti þeirra jafnvel ekki nema nokkrir míkrómetrar að þvermáli. „Það örplast sem berst í fráveituna hreinsast því að mjög litlu magni út í hreinsistöðvunum okkar. Nýjustu rannsóknir sýna að um 1.500 agnir af örplasti mælast á hvern rúmmetra og er það sambærilegt við niðurstöður rannsóknar sem Matís gerði fyrir tveimur árum.“

Íris segir þó þörf á frekari rannsóknum, sem m.a. séu gerðar við mismunandi veðurfarsskilyrði. „Það má t.d. ímynda sér að mikið komi frá götunum þegar það er mikil rigning,“ segir hún.

Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitu Veitna, segir Orkuveituna geta gert meira ...
Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitu Veitna, segir Orkuveituna geta gert meira af því að hreinsa regnvatni sem berst frá vegum, t.d. með blágrænum ofanvantslausnum. Ljósmynd/Aðsend

Ýmsar þekktar aðferðir eru til að hreinsa örplast í hreinsistöðvunum og eru nokkrar slíkar til óformlegrar skoðunar hjá Veitum. „Við höfum aðallega verið að horfa á stærri fleytikör þar sem sem örplastið sest þá í seyru,“ segir Íris. „Þetta er þekkt aðferð fyrir fyrsta þreps hreinsun í hreinsistöðvunum. Síðan væri líka hægt að setja aðrar og minni síur fyrir aftan 3 mm síurnar sem við erum með í dag og þetta eru aðferðir sem við fyrstu sýn virðast vera gerlegar.“

Slíkar lausnir feli þó í sér að stækka þurfi hreinsistöðvarnar með tilheyrandi kostnaði. „Síðan sitjum við þá uppi með seyru sem inniheldur örplast.“

Seyran rík af næringarefnum

Seyra sé nefnilega verðmæt af næringarefnum hana megi nýt, enda séu næringarefni eins og svo margt annað hverfandi auðlind. Íris nefnir sem dæmi að Landgræðslan sé með tvö tilraunaverkefni í gangi þar sem seyra er nýtt i uppgræðslu. „Það má má nýta hana sem næringarefni á land, en þá erum við aftur að dreifa örplasti aftur á land af því að örplastið hverfur ekki.“ Örplastið valdi þó mögulega minni skaða er það er bundið jarðvegi, en það gerir í hafinu.

„Önnur leið er að seyran fari þá bara í urðun eða brennslu, en þá er verið að henda auðlind. Þannig að þetta kemur alltaf aftur að því að það þurfi að draga úr örplasti á upprunastað,“ segir Íris.

Vandast er kemur að fatnaði

Niðurbrot á hjólbörðum við akstur sé enn eitt lóðið á vogaskálar þeirra hvetja til þess að dregið sé úr akstri og almenningssamgöngur nýttar í auknum mæli. „Það er nefnilega ekki bara útblásturinn, það er líka eyðing gatna og svo örplastið.“

Málið vandist kannski frekar varðandi örplastið sem kemur úr fatnaði. „60% af fatnaði okkar er unnin úr gerviefnum. Erum við tilbúin að breyta hegðun okkar þar?“ spyr Íris. „Við getum keypt minna af fatnaði úr gerviefnum og þvegið föt okkar sjaldnar og á minni hita. Þetta og aksturinn er hins vegar eitthvað sem þarf að fá alla með í.“

Orkuveitan geti hins vegar gert meira af því að hreinsa regnvatni sem berst frá vegum. „Til dæmis með blágrænum ofanvatnslausnum og það er raunar verkefni sem við erum þegar að vinna að með Reykjavíkurborg. Það  gengur út á að ofanvant renni ekki beint í niðurföll heldur út í græna geira. Með því móti binst örplast, ryk og skítur frá götum jarðveginum og veldur þar með minni skaða.“

mbl.is

Innlent »

Túlkun norskra embættismanna

13:38 Fram kemur í svarbréfi sem Terje Søviknes, orkumálaráðherra Noregs, sendi til orku- og umhverfisnefndar norska Stórþingsins á mánudaginn að ályktun atvinnuveganefndar landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem fram fór um síðustu helgi, um orkumál tæki ekki til fyrirhugaðrar innleiðingar á þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins. Meira »

Tvöföldun frá Kaldárselsvegi hefjist 2018

13:28 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á þingmenn og samgönguráðherra að sjá til þess að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg hefjist nú þegar á árinu 2018 og verði lokið á árinu 2019. Þetta kemur fram í ályktun bæjarstjórnar sem send var þingmönnum í morgun. Meira »

Sagði að hún hefði átt þetta skilið

13:01 Leifur Halldórsson rannsóknarlögreglumaður, sem fór með rannsókn málsins þegar Sanita Brauna var myrt á Hagamel síðasta haust, sagði að ákærði hefði verið óvenju glaðlegur við skýrslutökur vegna málsins. Meira »

Guðni sendi heillaóskir til Pútíns

12:39 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag heillaóskir til Valdimírs Pútíns sem var endurkjörinn forseti Rússlands um liðna helgi. Meira »

Ákærði hótaði vitni öllu illu

12:38 Karlmaður, sem bjó í sama húsi og Sanita Brauna sem var myrt á Hagamel síðasta haust, sagði við aðalmeðferð málsins í dag að hann hefði orðið vitni að manndrápi á ganginum heima hjá sér. Khaled Cario er ákærður fyrir að hafa banað Sanitu Brauna. Meira »

Heilbrigt að vilja „me time“

12:00 Elínrós Líndal kom í morgunþáttinn Ísland vaknar í morgun og ræddi samskipti kynjanna og þörfina sem allir hafa fyrir gæðastund með sjálfum sér. Meira »

Aðalmeðferð í meiðyrðamáli fer fram í júní

11:42 Fyrirtöku í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar Hæstaréttardómara gegn Jóni Steinari Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómara, sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur morgun var frestað til 12. apríl næstkomandi. Málið var þingfest í nóvember síðastliðnum, en aðalmeðferð mun fara fram í byrjun júní. Meira »

Föðmuðu Ráðhúsið á Akureyri

11:53 Nemendur Oddeyrarskóla á Akureyri tóku í morgun höndum saman og föðmuðu Ráðhús bæjarins í tilefni alþjóðadags gegn kynþáttamisrétti. Nemendur skólans eru um 200 og þar sem hópurinn nær ekki utan um skólabyggingarnar var ákveðið að finna hentugt stórhýsi í grenndinni og Ráðhúsið þótti tilvalið. Meira »

Freyja aðstoðar Loga

10:39 Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmála- og upplýsingaráðgjafi, hefur verið ráðin pólitískur ráðgjafi Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Meira »

Tímabært að bjóða alvöru valkost

10:38 „Viðræðuferlið hefur gengið ótrúlega vel. Ég held að fólkið sem kom sér saman að um leita þessarar leiðar, að bjóða fram sameiginlegt framboð, sé meira og minna allt á sömu línunni hvað það er sem brennur á í Garðabæ,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir hjá Viðreisn. Meira »

Miði er möguleiki

09:52 Fyrir þá sem ekki fengu miða á Ísland Argentína þá er reyndar enn möguleiki. Það er reyndar háð því að maður eigi barn sem fæddist á árunum 2004-2007. Meira »

Rómantík í rafmagnsleysi

09:30 Þau komu víða við í morgunspjallinu í Ísland vaknar, enda nývöknuð eins og við flest. Töluvert var rætt um snúrur og hvað ætti að gera við gamlar loftnetssnúrur og hvað hefði orðið um DVD-spilara okkar. Meira »

Húsin standa á súlum

09:18 Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar á lóðinni við Keilugranda 1-11 í Vesturbæ Reykjavíkur. Þarna mun húsnæðissamvinnufélagið Búseti reisa alls 13 hús, stór og smá, með samtals 78 íbúðum. Meira »

Hvetja foreldra að taka upplýsta ákvörðun

09:00 Í tilefni alþjóðadags Downs-heilkennis í dag 21. mars er fólk hvatt til að klæðast mislitum sokkum til að auka vitund og minnka aðgreiningu. Í fyrra tóku fjölmargir þátt og birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum eins og íslenska karlalandsliðið í fótbolta og forseti Íslands svo dæmi séu tekin. Meira »

Nýtt framboð í Garðabæ

07:57 Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir ætla að taka höndum saman í sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Garðabæ í vor. Meira »

Fasteignaviðskipti 20% minni en í fyrra

09:16 Í febrúar voru viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu töluvert minni bæði með fjölbýli og sérbýli en næstu mánuði þar á undan. Hluta af því má væntanlega skýra með því hve stuttur febrúarmánuður er, en engu að síður var fjöldi viðskipta nú í febrúar rúmlega 20% minni en var í febrúar í fyrra. Meira »

Geta tekið út hálfan ellilífeyri 65 ára

07:57 Sveigjanleiki hefur verið aukinn á töku ellilífeyris og verður 65 ára og eldri gert kleift á þessu ári að taka út hálfan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins á móti hálfum lífeyri hjá lífeyrissjóði. Meira »

Handtekinn á fæðingardeildinni

07:51 Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri í nótt. Maðurinn kom fyrst inn á biðstofu á slysadeild og gekk þar berserksgang áður en hann lagði leið sína inn á sjúkrahúsið og komst inn á fæðingardeildina. Meira »
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...