Umferðin stærsta örplastsuppsprettan

Stærstu uppsprettu örplastagna kemur frá vegakerfinu og umferðinni.
Stærstu uppsprettu örplastagna kemur frá vegakerfinu og umferðinni. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Stærri fleytikör og öflugari síur eru meðal þeirra lausna sem Veitur eru með til óformlegrar skoðunar varðandi leiðir til að draga úr því að örplast berist til sjávar. Þetta segir Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitu Veitna, í samtali við mbl.is.

„Við erum búin að vera að skoða örplast mikið í bæði fráveitum og neysluvatni hjá Veitum,“ segir Íris sem hélt erindi um málið á Vísindadegi OR í dag.

„Stærsta uppsprettan er frá vegakerfinu og umferð,“ segir Íris og nefnir niðurbrot frá dekkjum. „Síðan koma gervigrasvellir þar á eftir og svo gerviefnafötin okkar.“ Þá berist örplastagnir einnig frá málningu, sem og veiðafærum og tæringu frá skipum.

1.500 örplastagnir á rúmmetrann

„Í Reykjavík erum við bara með grófhreinsun á skólpi,“ segir hún og kveður Veitur hafa verið að skoða hversu mikið örplast berst í fráveitukerfið. Síur Veitna hreinsa agnir niður í 3 mm, en örplast eru plastagnir sem eru minni en 5 mm að þvermáli og er hluti þeirra jafnvel ekki nema nokkrir míkrómetrar að þvermáli. „Það örplast sem berst í fráveituna hreinsast því að mjög litlu magni út í hreinsistöðvunum okkar. Nýjustu rannsóknir sýna að um 1.500 agnir af örplasti mælast á hvern rúmmetra og er það sambærilegt við niðurstöður rannsóknar sem Matís gerði fyrir tveimur árum.“

Íris segir þó þörf á frekari rannsóknum, sem m.a. séu gerðar við mismunandi veðurfarsskilyrði. „Það má t.d. ímynda sér að mikið komi frá götunum þegar það er mikil rigning,“ segir hún.

Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitu Veitna, segir Orkuveituna geta gert meira ...
Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitu Veitna, segir Orkuveituna geta gert meira af því að hreinsa regnvatni sem berst frá vegum, t.d. með blágrænum ofanvantslausnum. Ljósmynd/Aðsend

Ýmsar þekktar aðferðir eru til að hreinsa örplast í hreinsistöðvunum og eru nokkrar slíkar til óformlegrar skoðunar hjá Veitum. „Við höfum aðallega verið að horfa á stærri fleytikör þar sem sem örplastið sest þá í seyru,“ segir Íris. „Þetta er þekkt aðferð fyrir fyrsta þreps hreinsun í hreinsistöðvunum. Síðan væri líka hægt að setja aðrar og minni síur fyrir aftan 3 mm síurnar sem við erum með í dag og þetta eru aðferðir sem við fyrstu sýn virðast vera gerlegar.“

Slíkar lausnir feli þó í sér að stækka þurfi hreinsistöðvarnar með tilheyrandi kostnaði. „Síðan sitjum við þá uppi með seyru sem inniheldur örplast.“

Seyran rík af næringarefnum

Seyra sé nefnilega verðmæt af næringarefnum hana megi nýt, enda séu næringarefni eins og svo margt annað hverfandi auðlind. Íris nefnir sem dæmi að Landgræðslan sé með tvö tilraunaverkefni í gangi þar sem seyra er nýtt i uppgræðslu. „Það má má nýta hana sem næringarefni á land, en þá erum við aftur að dreifa örplasti aftur á land af því að örplastið hverfur ekki.“ Örplastið valdi þó mögulega minni skaða er það er bundið jarðvegi, en það gerir í hafinu.

„Önnur leið er að seyran fari þá bara í urðun eða brennslu, en þá er verið að henda auðlind. Þannig að þetta kemur alltaf aftur að því að það þurfi að draga úr örplasti á upprunastað,“ segir Íris.

Vandast er kemur að fatnaði

Niðurbrot á hjólbörðum við akstur sé enn eitt lóðið á vogaskálar þeirra hvetja til þess að dregið sé úr akstri og almenningssamgöngur nýttar í auknum mæli. „Það er nefnilega ekki bara útblásturinn, það er líka eyðing gatna og svo örplastið.“

Málið vandist kannski frekar varðandi örplastið sem kemur úr fatnaði. „60% af fatnaði okkar er unnin úr gerviefnum. Erum við tilbúin að breyta hegðun okkar þar?“ spyr Íris. „Við getum keypt minna af fatnaði úr gerviefnum og þvegið föt okkar sjaldnar og á minni hita. Þetta og aksturinn er hins vegar eitthvað sem þarf að fá alla með í.“

Orkuveitan geti hins vegar gert meira af því að hreinsa regnvatni sem berst frá vegum. „Til dæmis með blágrænum ofanvatnslausnum og það er raunar verkefni sem við erum þegar að vinna að með Reykjavíkurborg. Það  gengur út á að ofanvant renni ekki beint í niðurföll heldur út í græna geira. Með því móti binst örplast, ryk og skítur frá götum jarðveginum og veldur þar með minni skaða.“

mbl.is

Innlent »

„Nú er þolinmæði okkar þrotin“

12:16 Þungt hljóð er í forystu samninganefndar Félags framhaldsskólakennara eftir fund með ríkissáttasemjara í morgun.   Meira »

Kári gagnrýnir íslenskt skrifræði

12:05 „Einhverra hluta vegna er þessi „burocracia“ þess eðlis að hún vill ekki nýta sér þá getu sem við höfum. Ég gæti að öllum líkindum sagt þeim hver maðurinn er sem þetta bein kom frá ef hann er íslenskur,“ segir Kári Stefánsson, um bein sem fundust í Faxaflóa og voru send til greinar til Svíþjóðar. Meira »

Sváfu frekar lítið næstu nótt

11:56 Lottóvinningurinn á síðasta laugardag féll í skaut eldri hjóna sem keypt höfðu 10 raða Lottómiða með Jóker hjá 10-11 Fitjum í Reykjanesbæ. Vinningurinn var ekki af verri endanum eða 26 skattfrjálsar milljónir samkvæmt upplýsingum frá Getspá. Meira »

Gera ráð fyrir Fossvogslaug

11:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að gera ráð fyrir sundlaug við deiliskipulag í Fossvogsdal, nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins. Meira »

Vilja breyta ferðavenjum borgarbúa

11:33 „Fyrirferðamesta samgönguverkefnið á árinu hefur verið borgarlína,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, á málþinginu „Léttum á umferðinni“ sem fram fór í Ráðhúsinu í morgun. Þar var fjallað um samgöngur í Reykjavík. Meira »

Flutt með þyrlu eftir bílslys

11:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í morgun eftir bílslys sem varð í Miðfirði fyrir klukkan kl. 8 í morgun. Konan, sem var ein í bílnum, missti stjórn á bifreiðinni í vondri færð með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar. Meira »

Neita að ganga í gegnum píku

11:10 Fjalar Sigurðarson og Hlédís Sveinsdóttir komu í heimsókn í liðinn Vikan í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun og voru þar beðin um að velja m.a. gleði og vonbrigði vikunnar. Meira »

„Eigum að hætta að vera leiðinlegi karlinn“

11:12 Áslaug Friðriksdóttir segir að skortur sé á umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum innan flokksins. Hún segir að flokkurinn taki þá áhættu að höfða til þrengri hóps í komandi sveitarstjórnarkosningum. „Við eigum að hætta að vera leiðinlegi karlinn í partíinu.“ Meira »

Bakkaði á múrvegg og braut hann

10:58 Erlendur ferðamaður sem var á ferð í Keflavík í vikunni varð fyrir því óláni að bakka bifreið úr stæði beint á múrvegg með þeim afleiðingum að veggurinn brotnaði. Meira »

Karlakór er gefandi félagsskapur

10:30 Karlakórinn Hreimur hefur sett svip sinn á menningarlíf Þingeyinga í meira en fjóra áratugi. Hann er skipaður um 60 mönnum sem hittast tvisvar í viku allan veturinn í félagsheimilinu Ýdölum í Aðaldal, til þess að syngja og eiga stund saman. Meira »

Sautján ára á 147 km/klst hraða

10:30 Sautján ára ökumaður mældist á 147 km hraða í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Sjálfskapað víti í morgunsárið

10:06 Loga leið ekki vel í morgun þegar hann vaknaði og að eigin sögn hefði hann ekki slegið hendinni á móti einni Mix flösku. Aðspurður hvernig það tengdist því að ná betri heilsu sagði Logi að þetta væri gott húsráð við ákveðnu ástandi. Meira »

Marzellíus leiðir Framsókn á Ísafirði

10:04 Listi Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ var samþykktur einróma á félagsfundi í gærkvöldi. Í fréttatilkynningu segir að áhersla hafi verið lögð á að fá ungt og hæfileikaríkt fólk í bland við reyndari frambjóðendur með fjölbreyttan bakgrunn. Meira »

Íslendingar byrjaðir að plokka

09:18 Landsmenn hafa tekið upp nýjan heilsusamlegan og umhverfisvænan sið sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar.   Meira »

Veita veglegri styrki en áður

08:37 Stjórn Reykjavíkur Loftbrúar hefur samþykkt breytingar á áherslum og umfangi sjóðsins. Í stað smærri mánaðarlegra úthlutanna í formi farmiða verður úthlutun sjóðsins nú ein á ári. Meira »

Nýtt Nes undirbýr framboðslista

09:55 Neslistinn, sem Bæjarmálafélag Seltjarnarness hefur boðið fram frá árinu 1990 og Viðreisn hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum í vor undir nafninu Nýtt Nes. Meira »

Stara-svarmur í Sundahöfn

09:00 Nú er tíminn sem starar hópa sig saman og mynda tilkomumiklar sýningar á flugi. Myndskeið af slíku náðist á síma í Sundahöfn í vikunni þar sem svarmur stara gerði mynstur og form á himni áður en þeir héldu til hvílu yfir nóttina. Meira »

Of lítið hugað að öryggi hjólreiðafólks

07:37 „Í frumvarpinu er alltof lítið gert til að tryggja öryggi hjólreiðafólks, sem hefur fjölgað mjög mikið frá gildistöku núgildandi umferðarlaga,“ segir Birgir Fannar Birgisson í athugasemdum á samráðsgátt stjórnvalda við frumvarpsdrög að nýjum umferðarlögum, sem samgönguráðuneytið kynnti til umsagnar. Meira »
Tattoo
...
Stúdíóíbúð
Litil stúdíóíbúð í kjallara nálægt miðbæ fyrir einstakling. Sameiginlegt bað, þv...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 229.000 ef greitt er inn á 30.000 í mars ( kemur eftir cirka 8 vikur ) annars 241.000
Er á leiðinni færð á 229.000 ef greitt er inn á 30.000 í mars ( kemur eftir cirk...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...