Umferðin stærsta örplastsuppsprettan

Stærstu uppsprettu örplastagna kemur frá vegakerfinu og umferðinni.
Stærstu uppsprettu örplastagna kemur frá vegakerfinu og umferðinni. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Stærri fleytikör og öflugari síur eru meðal þeirra lausna sem Veitur eru með til óformlegrar skoðunar varðandi leiðir til að draga úr því að örplast berist til sjávar. Þetta segir Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitu Veitna, í samtali við mbl.is.

„Við erum búin að vera að skoða örplast mikið í bæði fráveitum og neysluvatni hjá Veitum,“ segir Íris sem hélt erindi um málið á Vísindadegi OR í dag.

„Stærsta uppsprettan er frá vegakerfinu og umferð,“ segir Íris og nefnir niðurbrot frá dekkjum. „Síðan koma gervigrasvellir þar á eftir og svo gerviefnafötin okkar.“ Þá berist örplastagnir einnig frá málningu, sem og veiðafærum og tæringu frá skipum.

1.500 örplastagnir á rúmmetrann

„Í Reykjavík erum við bara með grófhreinsun á skólpi,“ segir hún og kveður Veitur hafa verið að skoða hversu mikið örplast berst í fráveitukerfið. Síur Veitna hreinsa agnir niður í 3 mm, en örplast eru plastagnir sem eru minni en 5 mm að þvermáli og er hluti þeirra jafnvel ekki nema nokkrir míkrómetrar að þvermáli. „Það örplast sem berst í fráveituna hreinsast því að mjög litlu magni út í hreinsistöðvunum okkar. Nýjustu rannsóknir sýna að um 1.500 agnir af örplasti mælast á hvern rúmmetra og er það sambærilegt við niðurstöður rannsóknar sem Matís gerði fyrir tveimur árum.“

Íris segir þó þörf á frekari rannsóknum, sem m.a. séu gerðar við mismunandi veðurfarsskilyrði. „Það má t.d. ímynda sér að mikið komi frá götunum þegar það er mikil rigning,“ segir hún.

Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitu Veitna, segir Orkuveituna geta gert meira ...
Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitu Veitna, segir Orkuveituna geta gert meira af því að hreinsa regnvatni sem berst frá vegum, t.d. með blágrænum ofanvantslausnum. Ljósmynd/Aðsend

Ýmsar þekktar aðferðir eru til að hreinsa örplast í hreinsistöðvunum og eru nokkrar slíkar til óformlegrar skoðunar hjá Veitum. „Við höfum aðallega verið að horfa á stærri fleytikör þar sem sem örplastið sest þá í seyru,“ segir Íris. „Þetta er þekkt aðferð fyrir fyrsta þreps hreinsun í hreinsistöðvunum. Síðan væri líka hægt að setja aðrar og minni síur fyrir aftan 3 mm síurnar sem við erum með í dag og þetta eru aðferðir sem við fyrstu sýn virðast vera gerlegar.“

Slíkar lausnir feli þó í sér að stækka þurfi hreinsistöðvarnar með tilheyrandi kostnaði. „Síðan sitjum við þá uppi með seyru sem inniheldur örplast.“

Seyran rík af næringarefnum

Seyra sé nefnilega verðmæt af næringarefnum hana megi nýt, enda séu næringarefni eins og svo margt annað hverfandi auðlind. Íris nefnir sem dæmi að Landgræðslan sé með tvö tilraunaverkefni í gangi þar sem seyra er nýtt i uppgræðslu. „Það má má nýta hana sem næringarefni á land, en þá erum við aftur að dreifa örplasti aftur á land af því að örplastið hverfur ekki.“ Örplastið valdi þó mögulega minni skaða er það er bundið jarðvegi, en það gerir í hafinu.

„Önnur leið er að seyran fari þá bara í urðun eða brennslu, en þá er verið að henda auðlind. Þannig að þetta kemur alltaf aftur að því að það þurfi að draga úr örplasti á upprunastað,“ segir Íris.

Vandast er kemur að fatnaði

Niðurbrot á hjólbörðum við akstur sé enn eitt lóðið á vogaskálar þeirra hvetja til þess að dregið sé úr akstri og almenningssamgöngur nýttar í auknum mæli. „Það er nefnilega ekki bara útblásturinn, það er líka eyðing gatna og svo örplastið.“

Málið vandist kannski frekar varðandi örplastið sem kemur úr fatnaði. „60% af fatnaði okkar er unnin úr gerviefnum. Erum við tilbúin að breyta hegðun okkar þar?“ spyr Íris. „Við getum keypt minna af fatnaði úr gerviefnum og þvegið föt okkar sjaldnar og á minni hita. Þetta og aksturinn er hins vegar eitthvað sem þarf að fá alla með í.“

Orkuveitan geti hins vegar gert meira af því að hreinsa regnvatni sem berst frá vegum. „Til dæmis með blágrænum ofanvatnslausnum og það er raunar verkefni sem við erum þegar að vinna að með Reykjavíkurborg. Það  gengur út á að ofanvant renni ekki beint í niðurföll heldur út í græna geira. Með því móti binst örplast, ryk og skítur frá götum jarðveginum og veldur þar með minni skaða.“

mbl.is

Innlent »

Víðförull hnúfubakur sýnir sig

08:18 Hnúfubakur sem merktur var með gervitunglasendi við Hrísey í Eyjafirði þann 10. nóvember 2014 og var 110 dögum síðar staddur í Karíbahafi, er nú aftur kominn á sumarstöðvarnar hér við land, var í fyrradag í miklu æti suður af Hauganesi ásamt nokkrum öðrum. Meira »

Stakk lögreglu af

07:52 Er lögreglumenn hugðust ná tali af ökumanni bíls á Nýbýlavegi klukkan hálf fimm í nótt virti hann ekki stöðvunarmerki. För bílsins var svo stöðvuð í Furugrund og er ung kona sem ók honum grunuð um sitt lítið af hverju. Meira »

Á 120 km/klst á Sæbrautinni

07:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um klukkan 2 í nótt för ökumanns á Sæbraut eftir að bíll hans hafði mælst á 120 kílómetra hraða á klukkustund þar sem 60 km hámarkshraði er í gildi. Meira »

Bústaður biskups fluttur

07:40 Bústaðnum, þar sem vígslubiskup í Skálholti hefur ávallt haft búsetu, verður breytt í þjónustuhús fyrir ferðamenn og gesti Skálholtskirkju. Biskup fær í staðinn aðsetur í svokölluðu rektorshúsi. Meira »

Fimm milljarðar í Álfaland

05:30 Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og athafnamaður, mun veita nýju þróunarfélagi forstöðu. Félagið hyggst fjárfesta í afþreyingu, upplifunar- og ferðaþjónustu fyrir milljarða króna á næstu árum. Meira »

Bláa lónið hagnast vel

05:30 Hagnaður Bláa lónsins jókst um 32% á síðasta ári og nam 31 milljón evra, jafnvirði 3,9 milljarða króna.  Meira »

Guðni álitinn höfðingi í Nígeríu

05:30 „Nígería er stórkostlegt land með alveg ótrúlega mörg tækifæri,“ segir Guðni Albert Einarsson, forstjóri Klofnings, sem undanfarin ár hefur átt í miklum viðskiptum í Nígeríu. Meira »

Fallturn rís mánuði á eftir áætlun

05:30 Nýr fallturn sem átti að rísa í húsdýragarðinum þann 20. júní, hefur ekki enn verið settur upp.  Meira »

Ekkert verðmat í kjölfar tilboðs

05:30 Ekkert greiningarfyrirtæki í landinu hefur útbúið verðmat eða greiningu á HB Granda síðan Guðmundur Kristjánsson, oftast kenndur við Brim, keypti 34,1% hlut í félaginu á 21,7 milljarða króna í apríl síðastliðnum. Meira »

Stöður ekki mannaðar með fólki að utan

05:30 Skortur á hjúkrunarfræðingum yfir sumartímann verður ekki leystur með því að ráða útlenska hjúkrunarfræðinga. Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Áforma 64 íbúðir í Brautarholti

05:30 Fjárfestar hyggjast byggja 64 íbúðir í endurgerðum húsum í Brautarholti í Reykjavík. Annars vegar er um að ræða 22 íbúðir í Brautarholti 18 og hins vegar 42 íbúðir í Brautarholti 20. Íbúðirnar verða smáíbúðir. Meira »

Gæslan í Laugardal betri í kvöld

Í gær, 23:30 „Auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru að drekka en meginparturinn af öllum unglingum sem eru þarna inni eru bara í þeim tilgangi að hlusta á góða tónlist og fara svo heim,“ segir Þórhildur Rafns Jónsdóttir deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöðinni Kringlumýri. Meira »

„Kjöraðstæður fyrir unglingadrykkju“

Í gær, 21:52 Varaformaður foreldrafélags Laugalækjarskóla segir að aðstandendum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi mistekist að standa við gefin loforð þess efnis að sporna við unglingadrykkju á hátíðinni. Meira »

Las á íslensku fyrir börnin í Rússlandi

Í gær, 21:30 Ævar Þór Benediktsson, vísindamaður og rithöfundur, var nýverið í Rússlandi þar sem hann eyddi dágóðum tíma með rússneskum börnum við leik og fræðslu. Meira »

„Eins rússneskt og það getur orðið“

Í gær, 20:56 „Þetta var eins rússneskt og það getur orðið,“ segir Eyþór Jóvinsson leikstjóri um matarboð í uppsveitum Volgograd sem honum var boðið í. Eyþór gistir hjá rússneskri stelpu í Volgograd á meðan dvöl hans í Rússlandi stendur yfir. Meira »

Tryggingamiðstöðin býður í Lykil

Í gær, 20:48 Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur sett fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun hf. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar síðdegis í dag. Meira »

Einstök tengslastund og slökun

Í gær, 20:30 Hin svissneska Valerie Gaillard býður upp á vatnsmeðferðarnámskeið fyrir börn í Lágafellslaug í Mosfellsbæ um næstu helgi. Þar gefst foreldrum, ömmum, öfum eða öðrum tækifæri til að koma með börn og njóta nús. Meira »

Jarðskjálfti í öskju Öræfajökuls

Í gær, 18:34 Jarðskjálfti af stærð 2,7 mældist í öskju Öræfajökuls á tólfta tímanum í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni fylgdu nokkrir minni skjálftar í kjölfarið. Meira »

„Nígería skreið yfir Íslendinga“

Í gær, 18:15 Leikurinn gegn Nígeríu á Volgograd Arena fór ekki á þann veg sem Íslendingar hefðu kosið. Margir á Twitter eru daprir vegna úrslitanna, en þó vitum við flest að enn er von og Íslandi gæti farið áfram úr D-riðlinum með sigri gegn Króatíu í Rostov á þriðjudag. Meira »
Til sölu - Marína
Til sölu La Marína á Spáni 25 mín. frá Alicante flugvelli. Gott einbýlishús, stu...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...