Segir ítrekaðar rangfærslur hafa komið fram

Austurgata 36 í Hafnarfirði.
Austurgata 36 í Hafnarfirði. mbl.is/Eggert

Samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að ítrekaðar rangfærslur hafi komið fram í fréttum síðustu vikna vegna aðkomu Hafnarfjarðarbæjar á málum tengdum húseigninni að Austurgötu 36 í Hafnarfirði.

Ingvar Ari Ara­son kvartaði í dag undan seinagangi bæjaryfirvalda en hann telur að það séu í það minnsta fjögur ár í að hann og eiginkona hans geti byggt nýtt hús en þau misstu al­eig­una eft­ir að upp komst um veggjatítlu og myglu í húsi þeirra fyr­ir tæpu ári.

Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann fer yfir helstu tímasetningar. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:

Vegna ítrekaðra rangfærslna um aðkomu og afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á málum tengdum húseigninni að Austurgötu 36 í Hafnarfirði í fréttum síðustu vikna vill Hafnarfjarðarbær koma eftirfarandi á framfæri:

Síðustu vikur og nú síðast í dag er bæjaryfirvöldum gerð upp afstaða og aðgerðaleysi í aðkomu sinni að málum húseignarinnar að Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Fjölmiðlar sem unnið hafa þær fréttir hafa hvorki leitað upplýsinga frá bænum né óskað eftir viðbrögðum við þessum fréttaflutningi. Þess vegna er ákveðið að senda út eftirfarandi upplýsingar um stöðu málsins og helstu tímasetningar á afgreiðslu málsins.

Þann 10. maí 2017 var lögð fram beiðni í bæjarráði frá húseigendum um styrkveitingu vegna altjóns á fasteigninni að Austurgötu 36. Á þeim fundi samþykkti bæjarráð að styrkja húseigendur um allt að 3,7 milljónir króna til niðurrifs hússins í samræmi við kostnaðarmat af hálfu umhverfis- og skipulagsþjónustu. Framkvæmdir skulu gerðar í fullu samráði við Hafnarfjarðarbæ. Þessi ákvörðun stendur og með henni kemur fram stuðningur bæjarins við húseigendur.

Þann 11. október 2017 var tekin fyrir umsókn um niðurrif á húsinu við Austurgötu 36 á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa. Lagt var fram starfsleyfi til niðurrifs hússins og bréf Minjastofnunar Íslands um afnám friðunar. Byggingarfulltrúi samþykkti erindi húseigenda á fundinum, það er niðurrif á húsinu. Framkvæmdaleyfi fyrir niðurrifinu verður gefið út í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar að öllum skilyrðum uppfylltum að hálfu lóðarhafa. 

Í gær miðvikudaginn 14. mars, samþykkti bæjarstjórn á fundi sínum breytingu á deiliskipulagi vegna Austurgötu 36 í samræmi við umsókn lóðarhafa.

Af framangreindu er ljóst að það er rangt eins og ítrekað hefur verið haldið fram að leyfi til niðurrifs hafi verið afturkallað, framkvæmdaleyfi til niðurrifs verður gefið út þegar lóðarhafar hafa uppfyllt ákvæði byggingarreglugerðar s.s. að tilgreina byggingarstjóra.

Rétt er að geta þess að húsið er í miðbæ Hafnarfjarðarbæjar og samkvæmt aðalskipulagi bæjarins er götumynd Austurgötunnar friðuð. Samkvæmt þessari verndun götumyndarinnar er ekki heimilt að rífa hús nema í undantekningartilfellum sem bærinn hefur nú leyft.

Málsmeðferðin hjá Hafnarfjarðarbæ hefur verið í samræmi við lög og reglur. Málsmeðferðartími hefur ekki verið lengri en eðlilegt getur talist í svona máli og ekkert kemur núna í veg fyrir niðurrif hússins að hálfu bæjaryfirvalda.

mbl.is

Innlent »

Fimm burðarstólpar hættu í fyrra

13:37 Reiknað er með því að ákvarðanir verði teknar á næstu vikum af hálfu stjórnvalda vegna stöðunnar sem er uppi hjá loðdýrabændum. Fimm burðarstólpar hættu í loðdýrarækt í fyrra. Þetta kom fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar. Meira »

„Ómetanlegt og óbætanlegt tjón“

13:27 „Mestu sárindin eru minjarnar okkar, það er ómetanlegt og óbætanlegt tjón,“ segir Lárus Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals, tölvubúnaður og rafmagn varð fyrir einnig illa úti á Hlíðarenda þegar kaldavatnsinntak gaf sig í nótt. Mögulega þarf að fá rafstöð til að fá rafmagn aftur á húsið. Meira »

Jákvætt að tilkynningum hafi fjölgað

12:35 Áhrif heimilisofbeldis á börn eru þau sömu og ef börnin yrðu sjálf fyrir ofbeldi. Þetta sagði Halldóra Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, á ráðstefnunni „Gerum betur“ um vinnu í tengslum við heimilisofbeldismál. Meira »

Hugnast ekki heræfingar

12:18 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði forsætisráðherra út í mengun og mat á umhverfisáhrifum vegna heræfinga NATO hér á landi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

„Bullandi tap“ í landsbyggðunum

11:44 Afkoma hótela og gistiheimila í landsbyggðunum fer versnandi og mörg þeirra eru rekin með tapi. Þá hefur hagnaður bílaleiga og hópbílafyrirtækja svo gott sem þurrkast út á allra síðustu árum, samkvæmt nýrri könnun KPMG á afkomu í ferðaþjónustu. Meira »

Komumst ekki úr hjólförum með krónuna

11:29 „Krónan fellur hratt þessa dagana og við vitum hvað það þýðir. Það þýðir versnandi kjör í landinu,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

Svona var aðkoman að Hlíðarenda

11:21 Mikið vatn var í kjallaranum á Hlíðarenda á morgun. Þjálfarar Vals voru mættir klukkan sex til þess að undirbúa morgunæfingar og mættu miklum vatnsflaumi þegar þeir fóru niður í kjallara til að sækja bolta. Þeir mynduðu aðstæður sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði. Meira »

650 atkvæði gegn hinseginumræðu

11:20 Þrír íslenskir þingmenn voru staddir á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins í vikunni þar sem kosið var um hvort umræða um málefni og réttindastöðu hinsegin fólks, LGBTI+, mætti vera á dagskrá mannréttindanefndar þingsins. Tæplega 500 atkvæði voru greidd með tillögunni en 650 á móti og var tillagan því felld. Meira »

Heimilið á ekki að vera staður ofbeldis

11:02 „Það væri best ef við þyrftum ekki að halda svona ráðstefnur og efna til vitundarvakningar um heimilisofbeldi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á ráðstefnunni „Gerum betur“ í dag. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar eru áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir í vinnu með heimilisofbeldismál. Meira »

Játa íkveikju í Laugalækjarskóla

10:30 Þrír karlmenn hafa játað að hafa kveikt í Laugalækjarskóla í byrjun mánaðarins. Lögreglan handtók mennina, sem eru á þrítugsaldri, eftir ábendingu sem henni barst fyrir um viku. Meira »

Sýslumaður sekti vegna heimagistingar

10:27 Lagt er til í lagafrumvarpi á samráðsgátt stjórnvalda að sýslumaður geti lagt stjórnvaldssektir á þá sem reka leyfisskylda gististarfsemi án leyfis. Samkvæmt núgildandi löggjöf ber sýslumanni að senda slík brot áfram til viðkomandi lögreglustjóra. Meira »

„Mistök sem ég tek á mig“

10:15 Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, segir það á sinni ábyrgð að hafa ekki stigið inn þegar hluta af framúrkeyrslu, 120 milljónum króna, var eytt í framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík án þess að heimild var fyrir því. Meira »

Ráðstefna um heimilisofbeldismál

09:55 Ráðstefnan „Gerum betur“ er haldin á Hótel Natura í dag og hefst klukkan 10.00 en umfjöllunarefnið er samvinna í heimilisofbeldismálum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu í fréttinni. Meira »

Hluti af minjasafni Vals í hættu

09:40 „Við Valsmenn höfum mestar áhyggjur af því að þarna séu munir sem hafi skemmst, því miður,“ segir Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals. Meira »

Telja eftirliti með skutulbyssum ábótavant

09:30 Samtökin Jarðarvinir telja að eftirliti með skutulbyssum Hvals hf. sem notaðar eru við hvalveiðar virðist vera verulega ábótavant og hafa sent lögreglunni á Vesturlandi erindi þess efnis. Meira »

Vatnstjón í Valsheimilinu

09:16 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Hlíðarenda rétt fyrir sjö í morgun vegna mikils vatnsleka. Unnið er að því að þurrka upp og bera út muni en einhver söguleg verðmæti voru geymd í kjallara Valsheimilisins. Meira »

Dregur framboð til baka

09:01 Jakob S. Jónsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér. Meira »

Snjallsímar breyttu stöðunni

08:38 Með langa reynslu af olíumarkaðnum í farteskinu hefur Margrét Guðmundsdóttir farið fyrir stjórn N1 síðustu árin. Nýlega samþykkti Samkeppniseftirlitið kaup þess á Festi og með því er orðinn til smásölurisi sem teygir sig yfir mörg svið, allt frá eldsneytisverslun til raftækja og matvöru. Meira »

Sea Shepherd stofna Íslandsdeild

08:33 Sérstök Íslandsdeild hefur verið stofnuð innan umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd. Stofnfundurinn var haldinn á skemmtistaðnum Gauknum og var Alex Cornelissen, forstjóri samtakanna á heimsvísu, viðstaddur fundinn. Meira »
Tunika - Peysa
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Tunika - Peysa St.14-28 kr. 4.990 St. S...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Downtown Reykjavik. S. 6947881, Alina...