Segir ítrekaðar rangfærslur hafa komið fram

Austurgata 36 í Hafnarfirði.
Austurgata 36 í Hafnarfirði. mbl.is/Eggert

Samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að ítrekaðar rangfærslur hafi komið fram í fréttum síðustu vikna vegna aðkomu Hafnarfjarðarbæjar á málum tengdum húseigninni að Austurgötu 36 í Hafnarfirði.

Ingvar Ari Ara­son kvartaði í dag undan seinagangi bæjaryfirvalda en hann telur að það séu í það minnsta fjögur ár í að hann og eiginkona hans geti byggt nýtt hús en þau misstu al­eig­una eft­ir að upp komst um veggjatítlu og myglu í húsi þeirra fyr­ir tæpu ári.

Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann fer yfir helstu tímasetningar. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:

Vegna ítrekaðra rangfærslna um aðkomu og afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á málum tengdum húseigninni að Austurgötu 36 í Hafnarfirði í fréttum síðustu vikna vill Hafnarfjarðarbær koma eftirfarandi á framfæri:

Síðustu vikur og nú síðast í dag er bæjaryfirvöldum gerð upp afstaða og aðgerðaleysi í aðkomu sinni að málum húseignarinnar að Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Fjölmiðlar sem unnið hafa þær fréttir hafa hvorki leitað upplýsinga frá bænum né óskað eftir viðbrögðum við þessum fréttaflutningi. Þess vegna er ákveðið að senda út eftirfarandi upplýsingar um stöðu málsins og helstu tímasetningar á afgreiðslu málsins.

Þann 10. maí 2017 var lögð fram beiðni í bæjarráði frá húseigendum um styrkveitingu vegna altjóns á fasteigninni að Austurgötu 36. Á þeim fundi samþykkti bæjarráð að styrkja húseigendur um allt að 3,7 milljónir króna til niðurrifs hússins í samræmi við kostnaðarmat af hálfu umhverfis- og skipulagsþjónustu. Framkvæmdir skulu gerðar í fullu samráði við Hafnarfjarðarbæ. Þessi ákvörðun stendur og með henni kemur fram stuðningur bæjarins við húseigendur.

Þann 11. október 2017 var tekin fyrir umsókn um niðurrif á húsinu við Austurgötu 36 á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa. Lagt var fram starfsleyfi til niðurrifs hússins og bréf Minjastofnunar Íslands um afnám friðunar. Byggingarfulltrúi samþykkti erindi húseigenda á fundinum, það er niðurrif á húsinu. Framkvæmdaleyfi fyrir niðurrifinu verður gefið út í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar að öllum skilyrðum uppfylltum að hálfu lóðarhafa. 

Í gær miðvikudaginn 14. mars, samþykkti bæjarstjórn á fundi sínum breytingu á deiliskipulagi vegna Austurgötu 36 í samræmi við umsókn lóðarhafa.

Af framangreindu er ljóst að það er rangt eins og ítrekað hefur verið haldið fram að leyfi til niðurrifs hafi verið afturkallað, framkvæmdaleyfi til niðurrifs verður gefið út þegar lóðarhafar hafa uppfyllt ákvæði byggingarreglugerðar s.s. að tilgreina byggingarstjóra.

Rétt er að geta þess að húsið er í miðbæ Hafnarfjarðarbæjar og samkvæmt aðalskipulagi bæjarins er götumynd Austurgötunnar friðuð. Samkvæmt þessari verndun götumyndarinnar er ekki heimilt að rífa hús nema í undantekningartilfellum sem bærinn hefur nú leyft.

Málsmeðferðin hjá Hafnarfjarðarbæ hefur verið í samræmi við lög og reglur. Málsmeðferðartími hefur ekki verið lengri en eðlilegt getur talist í svona máli og ekkert kemur núna í veg fyrir niðurrif hússins að hálfu bæjaryfirvalda.

mbl.is

Innlent »

Vann eina og hálfa milljón

18:46 Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út í Víkingalottóútdrætti kvöldsins. Einn heppinn miðaeigandi fékk hins vegar hinn alíslenska þriðja vinning og hlýtur hann 1.454.440 krónur. Miðinn var keyptur í Kúlunni, Réttarholtsvegi 1 í Reykjavík. Meira »

Stríð milli stjórnsýslu og kjörins fulltrúa

18:35 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segist ekki ætla að tjá sig efnilega um bréf sem Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra, sendi forsætisnefnd. Helga fjallar þar um alvarleg og meiðandi ummæli borgarfulltrúa en umræddur borgarfulltrúi er ekki nefndur á nafn. Meira »

„Yrði aldrei smíðuð í dag“

18:29 Þetta er mjög sérstakt mannvirki. Menn myndu aldrei byggja svona brú í dag sem treystir aðeins á eitt stag,“ segir forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar um Morandi-brúna í Genúa á Ítalíu sem hrundi í gærmorgun. Hann telur hrun brúarinnar ekki kalla á breytt verklag á Íslandi. Meira »

Óljóst hver á rústir herstöðvar

18:25 Fasteignir á Straumnesfjalli, sem eru rústir herstöðvar, eru ekki skráðar í fasteignaskrá og því er eignarhald þeirra ekki ljóst. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, við fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttir, þingkonu VG. Meira »

Stjórn SUS mótfallin myndavélaeftirliti

18:18 Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) andmælir harðlega tillögum sjávarútvegsráðherra um víðtækt og umfangsmikið myndavélaeftirlit Fiskistofu með sjávarútvegi. Meira »

Ásthildur sækist eftir formennsku

18:05 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Neytendasamtakanna. Meira »

Settu upp „leikrit fyrir fjölmiðla“

17:23 „Þetta er í rauninni ótrúlegt og virðist hafa verið ákveðið leikrit fyrir fjölmiðla,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, um þá ákvörðun fulltrúa Sjálfstæðisflokks að ganga út af fundi ráðsins í morgun. Meira »

Þriðjungur á biðlista fer ekki í meðferð

16:43 Það sem af eru þessu ári hefur þriðjungur þeirra sem hafa verið skráðir á biðlista á Vogi ekki skilað sér í meðferð þegar rými losnaði. Hlutfallið hefur haldist svipað síðustu þrjú ár. Um miðjan júlí voru 534 skráðir á biðlista eftir innlögn. Meira »

„Meiðandi og alvarleg“ ummæli fulltrúa

16:37 Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg hefur óskað eftir því við forsætisnefnd borgarinnar að tekið verið til skoðunar hvort ákvæði sveitarstjórnarlaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur þeirra hafi verið brotin í umræðu þeirra um að hún hafi lagt undirmann sinn í einelti. Meira »

Kæra ákvörðun meirihlutans um Kaplakrika

15:40 Minnihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hyggst kæra samþykkt meirihluta bæjarstjórnar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Umrædd samþykkt lýtur að þeirri ákvörðun meirihlutans að falla frá áætlunum um byggingu knatthúss í Kaplakrika og kaupa þess í stað aðrar eignir á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu minnihlutans. Meira »

55 dekk ónýt eftir flugeldasýningu

15:39 Við flugeldasýninguna sem var haldin í lok Fiskidagsins mikla á laugardaginn komst eldur í dekkjaþybbur á Suðurgarði við Dalvíkurhöfn. Meira »

„Brutu trúnað til að ná fínni mynd“

15:25 „Þetta er hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup sem ég hef orðið vitni að á mínum 8 ára ferli í pólitík,“ skrifar borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir á Facebook. Þar á hún við það þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipu­lags- og sam­gönguráði Reykja­vík­ur­borg­ar gengu af fundi í morgun. Meira »

„Notkun glýfosfats óæskileg“

14:15 Umhverfis- og auðlindaráðherra segir notkun glýfosfats, sem finna má í flestum illgresiseyðum, óæskilega. Hann segir mikilvægt að fólk hugsi um hvaða efni það notar og spyrji sig að því hvort sú notkun sé nauðsynleg. Meira »

Láta gott af sér leiða eftir Fiskidaginn

14:09 Kræsingar sem urðu afgangs eftir Fiskidaginn mikla verða nýttar til góðra málefna svo ekkert fari til spillis. Samhjálp fær veglegar matargjafir og eins verður slegið til veislu á hjúkrunarheimilinu Mörkinni. Samskip flytur matinn frítt til Reykjavíkur. Meira »

Funda aftur í lok mánaðarins

13:39 Annar fundur í kjaradeildu Norðurflugs og Félags íslenskra atvinnuflugmanna hjá ríkisáttasemjara var haldinn í morgun.  Meira »

Viku af „ólögmætum fundi“

13:13 Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar telja fund ráðsins sem nú stendur yfir ólögmætan, enda sé ekki rétt staðið að boðun fundarins. Fulltrúar flokksins ákváðu að víkja af fundi ráðsins í morgun vegna þessa. Meira »

Alvarlegur utanvegaakstur á Fjallabaki

13:00 Bifhjól í utanvegaakstri unnu miklar skemmdir á gróðri á stóru svæði á Fjallabaki, við veginn að Hófsvaði og Ljótapolli, í gærmorgun. Landvörður á svæðinu segir þetta alvarlegast tilfellið í sumar, en engar vísbendingar hafa borist um hverjir gætu hafa verið þarna að verki. Meira »

Kynnir hugmyndir um þjóðgarðastofnun

12:54 Á næstu vikum mun umhverfis- og auðlindaráðherra funda víða um land til að kynna drög að frumvarpi um nýja þjóðgarðastofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar. Meira »

Bubbi ætlar ekki að áfrýja

12:50 Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar ekki að áfrýja meiðyrðadómi í máli Steinars Bergs gegn sér. RÚV hefur hins vegar ekki ákveðið hvort dóminum verði áfrýjað, en Steinar bendir í yfirlýsingu á að sá frestur sem stofnunin hafði til að fara að tilmælum dómsins sé nú liðinn. Meira »
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Husqvarna 401 Svartpilen árg. 2018
Eigum á lagert til afgreiðslu strax Husqvarna 401 Svartpilen. A2 réttindi, 45hp....