Taka mið af stærð Íslands

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum einhuga í því að taka þátt í þessum samstilltu aðgerðum gegn rússneskum yfirvöldum. Þar stöndum við með Norðurlöndunum, Eystrasaltslöndunum, nágrönnum okkar og vinaþjóðum í NATO. En við gerum það í samræmi við okkar stærð. Það skilja það allir að við erum náttúrulega með miklu minni sendiskrifstofu en þær þjóðir sem við erum þarna að taka höndum saman við og verðum að taka mið af því.“

Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við mbl.is, en ríkisstjórn Íslands ákvað í dag að höfðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis að grípa til aðgerða vegna efnavopnaárásar sem átti sér stað í borginni Salisbury í Bretlandi í byrjun mánaðarins þar sem beitt var taugagasi. Bresk stjórnvöld hafa fullyrt að ráðamenn í Rússlandi hafi staðið á bak við árásina en Rússar þvertaka fyrir það.

Rússneskum sendiráðsstarfsmönnum verður ekki vísað úr landi líkt og víða erlendis en þess í stað verður öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum frestað um óákveðinn tíma. Í því felst meðal annars að íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. 

„Þekkjum málið og skýringar Rússa“

Guðlaugur segir aðspurður að ef sendiráð Íslands í Moskvu væri stærra hefði líklega verið gripið til aðgerða í samræmi við það. Þar starfa þrír útsendir starfsmenn og Rússar hefðu væntanlega svarað í sömu mynt hefði einum sendiráðsstarfsmanni þeirra verið vísað úr landi sem hefði þýtt að sendiráðið í Rússlandi hefði verið illa starfshæft. Önnur ríki væru ekki að grípa til aðgerða sem kunni að leiða til lokunar sendiráða þeirra.

Spurður hvort bresk stjórnvöld hafi lagt fram einhverjar upplýsingar sem sýni fram á að Rússar standi á bak við árásina í Salisbury segir Guðlaugur: „Við þekkjum auðvitað málið og þekkjum þær skýringar sem rússnesk yfirvöld hafa gefið. Svör þeirra hafa einfaldlega ekki verið trúverðug og þeir hafa ekki viljað starfa með þeim alþjóðastofnunum sem sátt hefur verið um að hafi eftirlit með efnavopnamálum.“

Guðlaugur leggur áherslu á að aðgerðirnar núna snúist ekki eingöngu um árásina í Salisbury enda sé árásin hluti af röð atburða á undanförnum árum. Þar á meðal sé hernám Rússa á hluta af Úkraínu og önnur árás sem farin var í Bretlandi. „Vestræn ríki eru einfaldlega að segja hingað og ekki lengra. Við viljum auðvitað að rússnesk stjórnvöld sjái að sér. Við viljum friðsamleg samskipti á milli þeirra og annarra þjóða.

mbl.is

Innlent »

Borgarbúar moki frá sorpgeymslum

14:55 Starfsfólk Sorphirðunnar biður Reykvíkinga um að moka frá sorpgeymslum, salta og sanda til að greiða fyrir losun.   Meira »

Skutu föstum skotum á forseta þingsins

14:50 Tveir viðbótarvaraforsetar voru kosnir inn í forsætisnefnd Alþingis í dag en verkefni þeirra verður að fjalla um Klaustursmálið og koma málinu í viðeigandi farveg. Þingmenn Miðflokksins gagnrýndu þingforseta harðlega. Meira »

Vilja ódýrar íbúðir til leigu og eignar

14:28 Tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði eru alls 40 talsins, í sjö flokkum, en þær voru kynntar á blaðamannafundi sem hófst í Hannesarholti kl. 14 í dag. Meira »

Segja Steingrím halda þeim í myrkrinu

13:43 Fjórir þingmenn Miðflokksins sem komu við sögu í Klaustursmálinu hafa sent bréf til Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, þar sem þeir gera athugasemdir við málsmeðferð hans. Meira »

Slapp með skrámur eftir veltu

13:37 Bílvelta varð á Grindavíkurvegi í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Selhálsi norðanverðum. Hún fór út af veginum og valt í vegkantinum. Ökumaðurinn slapp með skrámur en bifreiðin var óökufær að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Meira »

Fjaðrárgljúfur opnað á nýjan leik

13:32 Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðinu Fjaðrárgljúfri. Svæðinu var lokað tímabundið vegna vætutíðar og ágangs. Meira »

Reyndi að losa sig við búslóð á víðavangi

13:30 Lögreglan á Suðurnesjum fékk ábendingu frá athugulum vegfaranda á dögunum sem hafði komið auga á bifreið með kerru hlaðna búslóð sem ekið var eftir vegaslóða í átt að Vogum. Meira »

58 gistu 624 nætur í neyðarskýlum

13:18 Alls dvöldu 58 einstaklingar með lögheimili utan Reykjavíkur 624 gistinætur í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar á síðasta ári.  Meira »

„Góðar umræður“ um hvalaskýrslu

13:18 Oddgeir Ágúst Ottesen og Sigurður Jóhannesson frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands voru gestir á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun þar sem rætt var um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Meira »

Fólk geti búið heima eins lengi og kostur er

13:01 Heilbrigðisráðherra telur að brýnt sé að grípa til ýmissa aðgerða vegna hækkandi hlutfalls aldraðra. Meðal annars verði áhersla lögð á að styðja fólk til sjálfstæðrar búsetu á eigin heimili með stuðningi og þeirri heilbrigðisþjónustu sem einstaklingur þarf á að halda. Meira »

„Ekki nóg að hugsa bara um sjálfan sig“

12:02 „Það þarf að huga að því að það er ekki nóg að geta séð fram fyrir sig,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Aðalmeðferð í máli hjóna í febrúar

11:50 Aðalmeðferð í máli hjóna sem eru grunuð um gróf kynferðisbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjaness 14. febrúar. Meira »

Leiguverð hækkaði um 46% á Suðurnesjum

11:16 Þegar leiguverð í desember 2017 er borið saman við leiguverð í desember 2018 sést 7,8% hækkun. Mesta breytingin var á leiguverði tveggja herbergja íbúða á Suðurnesjum, en það hækkaði um 46% á þessum tíma, samkvæmt Hagsjá Landsbankans. Meira »

Ákærður fyrir hrottalega árás á Akureyri

11:11 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot, fyrir að hafa stungið annan mann ítrekað í höfuð og búk fyrir utan Arion banka á Akureyri 3. nóvember síðastliðinn. Meira »

Rafvirkja bannað að auglýsa á Facebook

10:57 Ísland vaknar fékk upplýsingar um að fulltrúar Mannvirkjastofnunar hefðu haft samband við útlærðan rafvirkja og bannað honum að auglýsa þjónustu sína á síðunni „Vinna með litlum fyrirvara“ á Facebook. Meira »

Kostnaður af málaferlum 47 milljónir

10:39 Kostnaður ríkisins af málaferlum vegna synjana á heimildum til innflutnings á fersku kjöti fyrir innlendum og alþjóðlegum dómstólum hefur numið um 47 milljónum króna, að málskostnaði og skaðabótum meðtöldum. Meira »

Reyndi að komast undan lögreglu

10:15 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á dögunum ökumann sem grunaður er um vímuefnaakstur. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, gaf í og reyndi að komast undan. Veita þurfti honum eftirför alllanga vegalengd áður en bifreiðin hafnaði á umferðarmerki með þeim afleiðingum að afturhjól hennar brotnaði af henni. Meira »

Brjóstamyndir Gunnlaugs inni í geymslu

10:10 „Það blikka ákveðin viðvörunarljós þegar við finnum að fólki er misboðið við það sem við köllum klassískt myndmál. Þá finnst okkur við vera farin að færast í átt að einhverju sem gæti kallast ritskoðun,“ sagði Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands. Meira »

Vinna átakshóps um húsnæði kynnt í dag

09:07 Átakshópur stjórnvalda um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði mun kynna niðurstöður sínar á blaðamannafundi í Hannesarholti kl. 14 í dag. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
Cherokee hjólbarðar óskast
Óska eftir hjólbörðum fyrir Grand Cherokee stærð 225/75/16R eða 236/70/16R Uppl...
Bíll
Góður bíll til sölu. Toyota Avensis árg, 2001 ekinn 270 þús. Hefur verið í góð...