Gæsluvarðhald framlengt um 2 vikur

Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. mbl.is/Golli

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest framlengingu gæsluvarðhalds yfir Sigurði Kristinssyni sem var handtekinn við komuna til landsins frá Spáni í janúar, grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi í sendingu sem var merkt Skáksambandi Íslands. 

Ákærufrestur rennur út eftir 2 vikur

Gæsluvarðhaldið átti að renna út í dag. Lögreglan fór fram á að það yrði framlengt um tvær vikur, eða til 18. apríl, og féllst héraðsdómur á það í morgun.

Eftir þann tíma verður tekin ákvörðun um hvort ákæra verður lögð fram í málinu en ákærufresturinn er 12 vikur frá handtöku.

Sigurður kom til landsins fimmtudaginn 25. janúar og var handtekinn við komuna. Þetta er í þriðja sinn sem varðhald yfir honum er framlengt.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir Sigurði Kristinssyni.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir Sigurði Kristinssyni. mbl.is/Ófeigur

Engin formleg beiðni um að taka yfir rannsóknina

Kristinn Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókninni miði ágætlega áfram.

Íslensk yfirvöld sendu þeim spænsku réttarbeiðni um að lögreglan hérlendis taki yfir rannsókn þess á anga málsins sem teygir sig til Spánar þar sem það tengist meðal annars Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, eiginkonu Sigurðar. Hún hefur legið lömuð á Spáni undanfarna mánuði.

Að sögn Kristins hefur ekki komið formleg beiðni frá Spánverjum um að lögreglan á Íslandi taki yfir rannsókn málsins. 

Farbanni yfir Sunnu hefur verið aflétt og standa vonir til þess að hún komi til Íslands eftir tæpa viku, eða 10. apríl. Hún var sett í farbannið eftir að Sigurður var handtekinn á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert