Varðhald framlengt til 4. apríl

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Hari

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest framlengingu gæsluvarðhalds yfir Sigurði Kristinssyni sem handtekinn var við komuna til landsins frá Spáni í janúar, grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi í sendingu sem merkt var Skáksambandi Íslands. 

Lögreglan fór fram á að varðhaldið yrði framlengt um fjórar vikur eða til 4. apríl og féllst héraðsdómur á það.

Sigurður kom til landsins fimmtudagskvöldið 25. janúar og var handtekinn við komuna. Þetta er í annað sinn sem varðhald yfir honum er framlengt.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að góður gangur sé í rannsókn málsins. 

Íslensk yfirvöld hafa sent þeim spænsku réttarbeiðni um að lögreglan hér á landi taki yfir rannsókn þess anga málsins sem teygir sig til Spánar þar sem það tengist m.a. Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, eiginkonu Sigurðar. Hún er í farbanni vegna málsins og liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni, að sögn talsmanns hennar með varanlegan mænuskaða eftir fall. „Þetta er enn í vinnslu, það er enn stefnt að þessu,“ segir Grímur um stöðuna á réttarbeiðninni. Enn sé beðið niðurstöðu spænskra yfirvalda. 

Rétt­ar­beiðnin geng­ur út á það að ís­lenska lög­regl­an taki yfir rann­sókn máls­ins vegna þess að það sé ekki í sam­ræmi við mann­rétt­inda­sátt­mála að sömu at­vik séu rann­sökuð á tveim­ur stöðum í einu. Hins veg­ar þarf að gera sam­komu­lag um það að rann­sókn fari ein­ung­is fram á ein­um stað í til­vik­um sem þess­um.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert