Hrossið var fellt

Hófar hestins voru eins og sjá má á þessari mynd …
Hófar hestins voru eins og sjá má á þessari mynd verulega úr sér vaxnir. mbl.is

Hross með úr sér vaxna hófa, sem gekk úti við bæ í Skaftárhreppi, var fellt í gær. Dýraeftirlitsmaður MAST hafði samband við eiganda þess eftir að ábending barst fyrir páska. Var honum gert að snyrta hófa dýrsins þegar í stað eða fella það. 

Fólk sem mbl.is ræddi við í gær segir að yfirvöldum hafi fyrir rúmu ári verið bent á ástand hestsins en ekkert hafi verið aðhafst í málinu fyrr en nú. Upplýsingafulltrúi MAST segir stofnunina ekki kannast við að hafa fengið ábendingu um þennan hest fyrr. Ábending hafi hins vegar borist rétt fyrir páska og málið litið alvarlegum augum og því krafist tafarlausra aðgerða af hálfu eigandans.

Dýralæknir sem mbl.is ræddi við í gær taldi augljóst af myndum að dæma að hesturinn þjáðist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert