Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. maí

mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um að manni, sem var handtekinn fyrir rúmri viku vegna rannsóknar á mannsláti á heimili hans, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi allt til kl. 16:00 mánudaginn 7. maí á grundvelli almannahagsmuna.

Maður­inn sem er í haldi lög­reglu var hand­tek­inn ásamt bróður sín­um eft­ir að til­kynnt hafði verið um and­lát bróður þeirra. Merki voru um átök þegar lög­reglu bar að garði og voru bræðurn­ir hand­tekn­ir í kjöl­farið. Öðrum þeirra var síðar sleppt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert