Telja að setið sé um Rússland

Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, á fundinum í dag.
Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, á fundinum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fullt var út að dyrum á hádegisfundi Varðbergs um utanríkisstefnu Rússlands, áhrif á norðurslóðum og stöðu Íslands sem fram fór í dag þar sem Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Bandaríkjunum og Rússlandi, flutti erindi. Þar kom meðal annars fram að viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gegn Rússum hefðu ekki verið að hafa tilætluð áhrif og myndu ekki hafa þau. Meðal annars vegna þess að þau væru notuð heimafyrir af rússneskum stjórnvöldum í áróðursskyni.

Fjallaði Albert í því sambandi um stöðu mála innan Rússlands þar sem stefna stjórnvalda byggðist fyrst og fremst á mikilvægi áhrifasvæðisins og því að varðveita ríkisvaldið. Sagði hann Rússland ekki vera stórveldi í raun. Einkum og sér í lagi ekki efnahagslega. Nema þá aðeins svæðisbundið og að einhverju leyti í ljósi þeirrar staðreyndar að þeir byggju yfir kjarnorkuvopnum. Rússland stæði hins vegar veikum fótum efnahagslega.

„Hernaðaríhlutun Rússa í átökunum í Sýrlandi, sem hófst haustið 2015, hún réðist að miklu leyti af sýn Rússlandsstjórnar á alþjóðamálin og alþjóðakerfið og hvernig Vesturlönd, einkum Bandaríkin, reyndu að hafa yfirburðastöðu í alþjóðakerfinu og þá fyrst og fremst til þess að skáka Rússlandi,“ sagði Albert. Málið hafi í grunninn snúist um óánægju Rússa með ráðandi stöðu Bandaríkjanna í alþjóðakerfinu og ítrekuð afskipti Vesturlanda af innanlandsmálum ríkja. Þannig hafi staðan séð við Rússum.

Afskiptin í Sýrlandi komu mörgum á óvart

Afskipti Rússa af stríðinu í Sýrlandi hafi komið mörgum á óvart. Talið var að rússneski herinn hefði ekki burði til þess að starfa svo langt frá heimalandinu. Hins vegar hafi Rússar sýnt að hann gæti það. Að vísu með takmörkuðum hætti. Akkilesarhæll rússneska hersins væri flutningageta. Engu að síður hafi þetta vakið athygli og styrkt stöðu Rússlands í Miðausturlöndum og ljóst væri að engin lausn yrði á málum í Sýrlandi án samþykki stjórnvalda í Moskvu. Þannig hefði það verið lengi.

Þetta hafi enn aukið á aðdáunina heimafyrir á Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Ljóst væri að rússnesk stjórnvöld væru reiðubúin að beita hervaldi í Sýrlandi án tillits til mannfalls sem væri eitthvað sem vestrænar ríkisstjórnir ættu miklu erfiðara með. Rússland hefði hins vegar enga burði til þess að verða arftaki Sovétríkjanna.

Þrátt fyrir það væri Rússlandi lýst í nýrri þjóðaröryggisstefnu bandarískra stjórnvalda sem helsta andstæðingi Bandaríkjanna ásamt Kína. Ráðamenn í Moskvu litu hins vegar í stuttu máli svo á að stefna Bandaríkjamanna væri að skáka Rússlandi, einangra landið, veikja það efnahagslega og ná hernaðarlegum yfirburðum gagnvart því og þá væri reynt að skapa óánægju á meðal Rússa með rússnesk stjórnvöld í því augnamiði að koma þeim frá völdum og kom í þeirra stað til valda aðila sér hliðholla.

Valdhafarnir virtust þannig raunverulega trúa því að setið væri um Rússland og áhrifasvæði þess. Hættan kæmi fyrst og fremst utan frá. Þannig töluðu þeir í eigin hópi. Þetta væri ekki bara áróður. „Þeir trúa þessu sjálfir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Leggja til lækkun skatta og sölu banka

16:04 Lækkun skatta á fjármálafyrirtæki, sala Íslandsbanka til erlendra aðila og stofnun gagnagrunns með upplýsingar um skuldir einstaklinga og lögaðila eru meðal helstu tillagna í hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið. Hvítbókin var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. Meira »

Jöklamyndir RAX í NY Times

15:45 Viðtal við Ragnar Axelsson, RAX, er í New York Times í dag um sýninguna Jökull sem lauk nýverið í Ásmundarsal.   Meira »

Aðeins einn staðfest komu sína

14:41 Til stendur að ummæli um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson verði rædd á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á miðvikudag. Það veltur þó á því hvort þingmennirnir fjórir staðfesti komu sína á fundinn. Meira »

Foreldrar sæki börn vegna veðurs

14:36 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetja foreldra og forráðamenn yngri barna til að sækja börn i frístunda- og/eða íþróttastarf eftir klukkan 16 í dag sökum veðurs. Meira »

Fundur um ummæli Gunnars verður opinn

13:18 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur samþykkt beiðni Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að fundur, eða fundir, nefndarinnar þar sem ræða á ummæli þingmanna Miðflokksins um meinta sendi­herra­stöðu fyr­ir Gunn­ar Braga Sveinsson, verði opnir. Meira »

Spá stormi á höfuðborgarsvæðinu

12:25 Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þá hefur Veðurstofan hvatt fólk til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Meira »

Ellert B. Schram á þing í stað Ágústs

12:01 Ellert B. Schram tekur sæti á Alþingi í dag sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar.   Meira »

Bára afhenti Alþingi upptökurnar

11:45 Skrifstofa Alþingis er komin með hljóðupptökurnar af samtali þingmannanna sex á barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. Stundin greinir frá því að Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmannanna, hafi afhent Alþingi upptökurnar um helgina. Meira »

Ófært víða á landinu

11:44 Ófærð er víða á landinu, einkum á miðhálendinu og á Suðurlandi. Nesjavallaleið er lokuð vegna snjóa og er gul viðvörun í gildi fyrir stóran hluta landsins. Hálka og hálkublettir eru víða um landið, t.a.m. á Hellisheiði og í Þrengslum en snjóþekja á Mosfellsheiði. Meira »

Mannréttindafundur í Iðnó

11:34 Opinn fundur mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar fer fram í dag á alþjóðlegum degi mannréttinda. Hægt var að fylgjast með honum í beinni útsendingu á mbl.is. Meira »

Vegabréfsáritanir stóraukast á Indlandi

11:16 Vegna undirbúnings og uppsetningar á áritunarstöðvum fyrir vegabréfsáritanir og þjónustu tengda þeim í Nýju-Delí á Indlandi og Washington í Bandaríkjunum er lagt til að auka fjárheimildir til utanríkisráðuneytisins um 45 milljónir króna í fjáraukalögum fyrir árið 2018. Meira »

Krefja þrjár konur um bætur

11:15 Tveir karlmenn, sem sakaðir voru um nauðgun í Hlíðamálinu svokallaða, hafa stefnt Hildi Lillendahl Viggósdóttur fyrir færslu sem hún birti á Facebook. Krefjast þeir að hún verði dæmd til að greiða þeim hvorum um sig 1,5 milljónir króna. Meira »

Eldur í reykkofa á Svalbarðsströnd

11:14 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út nú á ellefta tímanum í morgun eftir að tilkynnt var um þykkan svartan reyk frá útihúsi í Heiðarholti á Svalbarðsströnd. Meira »

Hálfur milljarður til útlendingamála

10:58 „Þrátt fyrir að dregið hafi úr tilhæfulausum umsóknum vegna breytinga á regluverki, hefur umsóknum um alþjóðlega vernd fjölgað,“ segir í greinargerð fjáraukalaga til stuðnings þess að heimild til aukningar framlags til útlendingamála fyrir árið 2018 verði hækkuð um 529,2 milljónir króna. Meira »

Saksóknari fái 32 milljónir

10:26 Ríkisstjórnin biður í fjáraukalögum um heimild til þess að hækka áætluð útgjöld til dómsmála um 9,3 milljónir króna í fjáraukalögum til þess að mæta kostnaði við settan saksóknara og aðstoðarmanns í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, en heildarkostnaður var 32,1 milljón króna. Meira »

Bílvelta í Ármúla

10:25 Bílvelta varð á gatnamótum Ármúla og Háaleitisbrautar, í nágrenni Samgöngustofu, um níuleytið í morgun. Tveir sjúkrabílar og lögregla voru kölluð á staðinn. Meira »

Jan Mayen-þorskur líklega frá Íslandi

10:23 Góð þorskveiði norska línubátsins Loran í norskri lögsögu við Jan Mayen síðsumars og í haust hefur vakið athygli og spurningar um hvaðan þorskurinn komi. Meira »

Óttast ástandið þegar flensan bætist við

09:24 „Það er eðli bráðaþjónustunnar að þar verða sveiflur. Álagið hefur verið að aukast að meðaltali og við óttumst sérstaklega tímann þegar flensan kemur,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Meira »

Víkingaklappið höggvið í tré

08:18 Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur vísað umsókn listamanns um tveggja milljóna króna styrk til að gera höggmyndir af landsliði Íslands í víkingaklappi og setja upp fyrir utan íþróttaleikvanginn í Laugardal til borgarráðs til afgreiðslu. Meira »
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik fyrir fjölskyldur og erlenda gesti. Einn...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
Ljósmyndanámskeið fyrir byjendur
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. ...