Telja að setið sé um Rússland

Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, á fundinum í dag.
Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, á fundinum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fullt var út að dyrum á hádegisfundi Varðbergs um utanríkisstefnu Rússlands, áhrif á norðurslóðum og stöðu Íslands sem fram fór í dag þar sem Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Bandaríkjunum og Rússlandi, flutti erindi. Þar kom meðal annars fram að viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gegn Rússum hefðu ekki verið að hafa tilætluð áhrif og myndu ekki hafa þau. Meðal annars vegna þess að þau væru notuð heimafyrir af rússneskum stjórnvöldum í áróðursskyni.

Fjallaði Albert í því sambandi um stöðu mála innan Rússlands þar sem stefna stjórnvalda byggðist fyrst og fremst á mikilvægi áhrifasvæðisins og því að varðveita ríkisvaldið. Sagði hann Rússland ekki vera stórveldi í raun. Einkum og sér í lagi ekki efnahagslega. Nema þá aðeins svæðisbundið og að einhverju leyti í ljósi þeirrar staðreyndar að þeir byggju yfir kjarnorkuvopnum. Rússland stæði hins vegar veikum fótum efnahagslega.

„Hernaðaríhlutun Rússa í átökunum í Sýrlandi, sem hófst haustið 2015, hún réðist að miklu leyti af sýn Rússlandsstjórnar á alþjóðamálin og alþjóðakerfið og hvernig Vesturlönd, einkum Bandaríkin, reyndu að hafa yfirburðastöðu í alþjóðakerfinu og þá fyrst og fremst til þess að skáka Rússlandi,“ sagði Albert. Málið hafi í grunninn snúist um óánægju Rússa með ráðandi stöðu Bandaríkjanna í alþjóðakerfinu og ítrekuð afskipti Vesturlanda af innanlandsmálum ríkja. Þannig hafi staðan séð við Rússum.

Afskiptin í Sýrlandi komu mörgum á óvart

Afskipti Rússa af stríðinu í Sýrlandi hafi komið mörgum á óvart. Talið var að rússneski herinn hefði ekki burði til þess að starfa svo langt frá heimalandinu. Hins vegar hafi Rússar sýnt að hann gæti það. Að vísu með takmörkuðum hætti. Akkilesarhæll rússneska hersins væri flutningageta. Engu að síður hafi þetta vakið athygli og styrkt stöðu Rússlands í Miðausturlöndum og ljóst væri að engin lausn yrði á málum í Sýrlandi án samþykki stjórnvalda í Moskvu. Þannig hefði það verið lengi.

Þetta hafi enn aukið á aðdáunina heimafyrir á Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Ljóst væri að rússnesk stjórnvöld væru reiðubúin að beita hervaldi í Sýrlandi án tillits til mannfalls sem væri eitthvað sem vestrænar ríkisstjórnir ættu miklu erfiðara með. Rússland hefði hins vegar enga burði til þess að verða arftaki Sovétríkjanna.

Þrátt fyrir það væri Rússlandi lýst í nýrri þjóðaröryggisstefnu bandarískra stjórnvalda sem helsta andstæðingi Bandaríkjanna ásamt Kína. Ráðamenn í Moskvu litu hins vegar í stuttu máli svo á að stefna Bandaríkjamanna væri að skáka Rússlandi, einangra landið, veikja það efnahagslega og ná hernaðarlegum yfirburðum gagnvart því og þá væri reynt að skapa óánægju á meðal Rússa með rússnesk stjórnvöld í því augnamiði að koma þeim frá völdum og kom í þeirra stað til valda aðila sér hliðholla.

Valdhafarnir virtust þannig raunverulega trúa því að setið væri um Rússland og áhrifasvæði þess. Hættan kæmi fyrst og fremst utan frá. Þannig töluðu þeir í eigin hópi. Þetta væri ekki bara áróður. „Þeir trúa þessu sjálfir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Euro Market-rannsóknin á lokametrunum

11:50 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á svo nefndu Euro Market-máli er nú á lokametrunum að sögn Margeirs Sveinssonar yfirlögregluþjóns. „Það er verið að klára það,“ segir Margeir. „Það fer til héraðssaksóknara á næstunni.“ Meira »

Styrkja útgáfu 55 verka

11:38 Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað 30 milljónum króna í útgáfustyrki til 55 verka og það er hækkun um 6,5 milljónir króna milli ára. Alls bárust 93 umsóknir og sótt var um ríflega 90 milljónir króna. Meira »

Guðmundur Helgi nýr formaður VM

11:26 Guðmundur Helgi Þórarinsson var í gær kjörinn formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) með 51,50% atkvæða.  Meira »

Mynduðu kross á Heimakletti

11:18 Um fjörutíu núverandi og fyrrverandi nemendur Grunnskólans í Vestmannaeyjum gengu upp á Heimaklett í gærkvöldi og tendruðu ljós til minningar um Sigurlás Þorleifsson, skólastjóra skólans, sem varð bráðkvaddur í göngu á Heimakletti síðastliðið þriðjudagskvöld. Meira »

Laxeldið mikilvægasta málið

11:15 Fiskeldi við Ísafjarðardjúp, sálfræðiþjónusta, samgöngur og íþrótta- og tómstundamál eru ofarlega í huga menntaskólanemanna Hákons Ernis Hrafnssonar og Kristínar Helgu Hagbarðsdóttur fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Meira »

Hvað langar mig að læra?

11:10 „Það er mjög mikið af köttum í Reykjavík, ég hef tekið eftir því,“ segir bandaríski spennusagnahöfundurinn Dan Brown brosandi þegar hann snýr til baka úr gönguferð um miðborgina. Og hann bætir við að kettirnir séu vinalegir. Meira »

Rannsókn Skáksambandsmálsins enn í gangi

10:40 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að því að afla gagna í Skáksambandsmálinu svo kallaða. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Meira »

Fékk aðsvif í miðri sýningu

10:56 Leiksýningin Fólk, staðir og hlutir var stöðvuð eftir um hálftíma í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi eftir að einn af leikurunum, Björn Thors, fékk skyndilegt aðsvif uppi á sviði. Að sögn Kristínar Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra var Björn fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir rannsóknir. Meira »

Stór dagur fyrir Landspítalann

10:32 Í morgun birtist auglýsing um útboð á framkvæmdum við nýja Landspítalann við Hringbraut. Þar eru boðaðar miklar framkvæmdir, m.a. uprif gatna, göng undir Snorrabraut og fleira. Meira »

Ákærður fyrir að slá mann með kaffibolla

10:17 Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í sumarbústað í ágúst árið 2015 slegið annan mann með kaffibolla og veitt honum högg í andlitið. Meira »

Ákærð fyrir fljótandi kókaín

10:06 Portúgölsk kona hefur verið ákærð af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa flutt 2.100 ml af vökva sem innihélt kókaín til landsins í lok síðasta árs. Var styrkleiki blöndunnar 51% og var kókaínið ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni að því er fram kemur í ákæru málsins. Meira »

Má ekki svara Heimi Hallgríms

09:40 Um mánaðamótin hækka sektir verulega og þeir sem nota síma, án handfrjáls búnaðar, gætu þurft að borga 40 þúsund krónur í sekt. Meira »

Bergur Ebbi og Ólafur Stefánsson í stjórn UN Women

09:36 Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur, ljóðskáld og ritgerðasmiður, og Ólafur Stefánsson, „hjartisti“ og frumkvöðull, voru kjörnir nýir inn í stjórn UN Women á Íslandi í gær. Meira »

Fyrsta konan sem verður alþjóðaforseti Lions

08:18 Íslenskir Lionsmenn heiðruðu Guðrúnu Björtu Yngvadóttur í Hörpunni í gær í tilefni af því að hún verður kjörin alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar. Meira »

Útboð á framkvæmdum við nýjan spítala

08:07 Nýr Landspítali ohf. hefur auglýst útboð, í samstarfi við Ríkiskaup og Framkvæmdasýslu ríkisins, vegna framkvæmda við Hringbrautarverkefnið. Um er að ræða framkvæmdir vegna jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann, götur, göngustíga, bílastæði og annan lóðafrágang, ásamt fyrirhuguðum bílakjallara. Meira »

Allir geta grætt á náttúruvernd

08:45 „Við Íslendingar erum enn fastir í þeim hugmyndum að ekki sé hægt að vernda svæði öðruvísi en að þar megi þá ekkert gera nema að anda,“ segir Sigurður Gísli Pálmason, stofnandi samtakanna Hrífandi sem standa fyrir ráðstefnu um verndarsvæði og þróun byggðar á morgun. Meira »

Verða að vinna stóru málin

08:11 Það kom Sigríði Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, alls ekki á óvart að heyra að í samtölum blaðamanns við Vestfirðinga um stærstu málin fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefðu mál sem fremur heyra undir ríkisvaldið en sveitarfélögin ítrekað verið nefnd. Meira »

Nýr fjölskylduvefur á mbl.is

07:57 Í dag verður hleypt af stokkunum nýjum undirvef mbl.is, með nafnið Fjölskyldan. Vefurinn verður í umsjá Dóru Magnúsdóttur fjölmiðlafræðings, en hún starfaði á árum áður á fréttadeild Morgunblaðsins. Meira »