Telja að setið sé um Rússland

Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, á fundinum í dag.
Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, á fundinum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fullt var út að dyrum á hádegisfundi Varðbergs um utanríkisstefnu Rússlands, áhrif á norðurslóðum og stöðu Íslands sem fram fór í dag þar sem Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Bandaríkjunum og Rússlandi, flutti erindi. Þar kom meðal annars fram að viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gegn Rússum hefðu ekki verið að hafa tilætluð áhrif og myndu ekki hafa þau. Meðal annars vegna þess að þau væru notuð heimafyrir af rússneskum stjórnvöldum í áróðursskyni.

Fjallaði Albert í því sambandi um stöðu mála innan Rússlands þar sem stefna stjórnvalda byggðist fyrst og fremst á mikilvægi áhrifasvæðisins og því að varðveita ríkisvaldið. Sagði hann Rússland ekki vera stórveldi í raun. Einkum og sér í lagi ekki efnahagslega. Nema þá aðeins svæðisbundið og að einhverju leyti í ljósi þeirrar staðreyndar að þeir byggju yfir kjarnorkuvopnum. Rússland stæði hins vegar veikum fótum efnahagslega.

„Hernaðaríhlutun Rússa í átökunum í Sýrlandi, sem hófst haustið 2015, hún réðist að miklu leyti af sýn Rússlandsstjórnar á alþjóðamálin og alþjóðakerfið og hvernig Vesturlönd, einkum Bandaríkin, reyndu að hafa yfirburðastöðu í alþjóðakerfinu og þá fyrst og fremst til þess að skáka Rússlandi,“ sagði Albert. Málið hafi í grunninn snúist um óánægju Rússa með ráðandi stöðu Bandaríkjanna í alþjóðakerfinu og ítrekuð afskipti Vesturlanda af innanlandsmálum ríkja. Þannig hafi staðan séð við Rússum.

Afskiptin í Sýrlandi komu mörgum á óvart

Afskipti Rússa af stríðinu í Sýrlandi hafi komið mörgum á óvart. Talið var að rússneski herinn hefði ekki burði til þess að starfa svo langt frá heimalandinu. Hins vegar hafi Rússar sýnt að hann gæti það. Að vísu með takmörkuðum hætti. Akkilesarhæll rússneska hersins væri flutningageta. Engu að síður hafi þetta vakið athygli og styrkt stöðu Rússlands í Miðausturlöndum og ljóst væri að engin lausn yrði á málum í Sýrlandi án samþykki stjórnvalda í Moskvu. Þannig hefði það verið lengi.

Þetta hafi enn aukið á aðdáunina heimafyrir á Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Ljóst væri að rússnesk stjórnvöld væru reiðubúin að beita hervaldi í Sýrlandi án tillits til mannfalls sem væri eitthvað sem vestrænar ríkisstjórnir ættu miklu erfiðara með. Rússland hefði hins vegar enga burði til þess að verða arftaki Sovétríkjanna.

Þrátt fyrir það væri Rússlandi lýst í nýrri þjóðaröryggisstefnu bandarískra stjórnvalda sem helsta andstæðingi Bandaríkjanna ásamt Kína. Ráðamenn í Moskvu litu hins vegar í stuttu máli svo á að stefna Bandaríkjamanna væri að skáka Rússlandi, einangra landið, veikja það efnahagslega og ná hernaðarlegum yfirburðum gagnvart því og þá væri reynt að skapa óánægju á meðal Rússa með rússnesk stjórnvöld í því augnamiði að koma þeim frá völdum og kom í þeirra stað til valda aðila sér hliðholla.

Valdhafarnir virtust þannig raunverulega trúa því að setið væri um Rússland og áhrifasvæði þess. Hættan kæmi fyrst og fremst utan frá. Þannig töluðu þeir í eigin hópi. Þetta væri ekki bara áróður. „Þeir trúa þessu sjálfir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Innkalla loftljós

09:19 IKEA er að innkalla CALYPSO loftljós með ákveðna dagsetningarstimpla vegna hættu á að glerkúpullinn losni.  Meira »

Tafir á umferð vegna sjúkraflutninga

08:54 Tafir eru á umferð inn til Reykjavíkur og að Landspítalanum vegna sjúkraflutnings af landsbyggðinni.   Meira »

Hálka í Borgarfirði

08:52 Á Vesturlandi eru hálkublettir nokkuð víða eins og til dæmis á Þjóðvegi 1 frá Borgarnesi í Baulu, á Mýrum, Bröttubrekku og við Hvanneyri. Meira »

Afar dræm kosningaþátttaka 20-24 ára

08:39 Kosningaþátttaka var heldur meiri í sveitarstjórnarkosningunum í vor heldur en 2014 en kjörsóknin var mest í Árneshreppi en minnst í Reykjanesbæ. Aðeins 48% fólks á aldrinum 20-24 ára nýtti sér kosningaréttinn. Meira »

Sér ýmislegt jákvætt við frumvarpið

08:38 Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir ýmsa jákvæða þætti í frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ti laga um veiðigjald, sem lagt var fram í gær. Meira »

Hálkublettir á Mýrum

08:25 Hálkublettir eru á Mýrum og Bröttubrekku, eins eru hálkublettir í Mývatnssveit, Mývatns- og Möðrudalsöræfum, á Dettifossvegi, Fjarðarheiði og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Kringlan leiðandi í stafrænni verslun

08:18 „Kringlan ætlar að verða leiðandi í stafrænni verslun. Næstu tólf mánuði munum við kynna til sögunnar þætti sem lúta að stafrænni þjónustu hér í húsinu og eins á netinu,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. „Takmarkið er að fólk geti verið með Kringluna á netinu og skoðað vöruúrvalið sem boðið er upp á í húsinu.“ Meira »

Misvísandi umfjöllun um spillingu

07:57 Samtök atvinnulífsins (SA) telja æskilegt að umfjöllun um spillingu í skýrslu starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu verði endurskoðuð. Samtökin telja umfjöllunina vera misvísandi og einungis byggða á fræðilegri umfjöllun að takmörkuðu leyti. Meira »

#metoo áfram á dagskrá hjá Alþingi

07:37 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að vilji sé fyrir hendi á Alþingi til að halda áfram því starfi sem hófst í upphafi ársins, þar sem kannað verði hvernig þingheimur getur viðhaldið því átaki sem hófst í kjölfar umræðna um #metoo-byltinguna síðasta vetur, m.a. á Alþingi. Meira »

Éljagangur á heiðum

07:02 Veðrið er víða óspennandi á landinu og segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands að að spáð sé éljum til fjalla vestan- og norðanlands. Þetta getur haft áhrif á akstursskilyrði á heiðum. Meira »

„Það er alltaf von, alltaf“

06:20 Tengsl geðrask­ana og sjálfs­víga eru vel þekkt en marg­ar geðrask­an­ir eru áhættuþætt­ir fyr­ir sjálfs­vígs­hegðun. Hið sama á við um sjálfsskaða og geðrask­an­ir. Að sögn Ingu Wessman sálfræðings er nauðsynlegt að starfsfólk á bráðamóttökum kunni að aðstoða fólk í sjálfsvígshættu. „Þetta fólk þarf aðstoð og aðstoðin á að vera til staðar því það er alltaf von, alltaf.“ Meira »

Tjónvaldur undir áhrifum vímuefna

05:44 Ung kona gistir fangageymslur lögreglunnar eftir að hafa valdið umferðaróhappi í Breiðholti á níunda tímanum í gærkvöldi. Reyndist hún vera undir áhrifum fíkniefna ásamt því að hafa aldrei fengið ökuréttindi. Meira »

Ekki náðist að fella 64 hreindýr

05:30 Ekki tókst að fella 64 hreindýr af þeim kvóta sem gefinn var út fyrir nýafstaðið veiðitímabil. Alls voru felld 1.346 hreindýr á tímabilinu. Heildarkvótinn á þessu ári er 1.450 dýr, þar af á að fella 40 hreinkýr í nóvember á svæði 8. Meira »

Upptökur leyfðar við dómsuppkvaðningu

05:30 Hæstiréttur ætlar að leyfa upptökur í hljóði og mynd þegar dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en almennt eru slíkar upptökur ekki leyfðar þegar þinghald fer fram. Meira »

Leggja til sameiningu prestakalla

05:30 Áform eru uppi um sameiningu prestakalla á sjö stöðum á landinu á næsta ári en yfirstjórn kirkjunnar hefur sent tillögur um sameiningu til sóknarnefnda og fleiri til umsagnar. Málið verður svo til umfjöllunar á kirkjuþingi í nóvember. Meira »

Mýrdælingar vilja fá jarðgöng

05:30 Haldnir hafa verið tveir fundir í Vík í Mýrdal með hagsmunaaðilum þar sem gerð jarðganga í gegnum Reynisfjall og gerð láglendisvegar hefur verið reifuð. M.a. hefur verið sagt frá reynslunni af rekstri Hvalfjarðarganga. Meira »

Stígur frá Hrafnagili til Akureyrar

05:30 Lagningu rúmlega sjö kílómetra göngu- og hjólastígs frá Hrafnagilshverfinu í Eyjafirði til Akureyrar er að ljúka. Þótt eftir sé að malbika síðasta spottann er hjólafólk farið að nota stíginn. Meira »

Pöntunarkerfi í stað verslunar

05:30 Pöntunarkerfi eða póstverslun í einhverri mynd eru þeir kostir helstir sem verið er að skoða í Árneshreppi á Ströndum. Verið er að loka versluninni sem þar hefur verið lengi og er ólíklegt að verslun verði rekin í Norðurfirði í vetur. Meira »

Fyrrverandi ráðherra furðar sig á afdrifum skýrslunnar

05:30 „Ég fékk þessa skýrslu um það leyti sem starfsstjórnin tók til starfa. Í henni komu fram margar ágætar ábendingar um umhverfi og rekstur Samgöngustofu sem ég ætlaði að láta halda áfram vinnu með. Það náðist að koma einhverju af stað, eins og rafrænum skráningum bíla en annað þurfti að kafa dýpra í.“ Meira »
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
MOSÓ - Ódýr geymsla fyrir Tjaldvagna
GEYMSLA aðeins fyrir Tjaldvagna SEP til MAÍ Við erum í Mosfellsbær Vinsamle...
Subaru legacy til sölu
Subaru legacy árg. 2002, 225 000 km sjálfskiptur, skoðaður 2019, í góðu lagi, ný...