Tréskurður er gamaldags iðn

Risastór gyllt ljósakróna sem Sigríður vann ásamt fleirum fyrir galleríið …
Risastór gyllt ljósakróna sem Sigríður vann ásamt fleirum fyrir galleríið Orleans House í Twickenham.

Sigríður Sigurðardóttir tréskurðarkona er á réttri hillu í lífinu þar sem hún starfar að mestu sjálfstætt í London við að hanna og skera út muni og gylla tré svo fátt eitt sé talið. Hún tekur oft þátt í stórum verkefnum sem þarfnast margra handa, enda þurfa hinar gömlu og fögru byggingar borgarinnar reglulegt viðhald að utan sem innan.

„Ég var lengi að leita að starfsframa. Það var lögð mikil áhersla á menntun í uppeldinu og ég vildi læra eitthvað sem ég hefði gaman af. Eftir framhaldsskóla virtust allar leiðir opnar og ég fór í alls konar nám og kúrsa á árunum fyrir hrun. Svo prófaði ég útskurð á kvöldnámskeiði hjá Jóni Adólfi og fann mig í því,“ segir Sigríður Sigurðardóttir tréskurðarkona. „Ég endaði svo nokkrum árum seinna í London í þriggja ára háskólanámi í útskurði og er hér enn.“

Sigríður starfar sjálfstætt en tekur mest að sér verkefni fyrir Sands & Randall, tréskurðarfyrirtæki sem sambýlismaður hennar á hlut í. Hún bæði hannar og sker út muni, gyllir tré og sker út letur, svo fátt eitt sé nefnt en í Bretlandi er löng hefð fyrir útskurði og mikil eftirspurn eftir viðhaldi á munum.

Sjá viðtal við Sigríði í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert