Leita Sindra Þórs af fullum þunga

Sindri Þór Stefánsson strauk frá Sogni í og flúði til …
Sindri Þór Stefánsson strauk frá Sogni í og flúði til Svíþjóðar. Grunnkort/Map.is

Rannsókn á máli Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu Sogni í fyrradag, stendur enn yfir og vinnur lögreglan af fullum þunga að því að hafa hendur í hári hans.  

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum, sem segir tvo hafa verið yfirheyrða með stöðu sakbornings vegna gruns um að eiga aðild að flótta Sindra Þórs. 

Hafa báðir þessir einstaklingar verið látnir lausir lausir, en talið er að Sindri Þór hafi farið í gegnum Keflavíkurflugvöll án þess að hafa verið spurður um skilríki er hann flúði land til Svíþjóðar. 

Að sögn lögreglu hefur fjöldi upplýsinga og ábendinga borist og stendur úrvinnsla þeirra nú yfir.

Vakið hef­ur at­hygli að Sindri Þór hef­ur lokað Face­book-síðu sinni, sem var opin í gær. Að sögn DV var Sindri Þór virk­ur á Face­book um há­deg­is­bil í dag og má draga þá álykt­un að hann hafi á þeim tíma­punkti verið að loka síðunni.

Sindri Þór sætti gæsluvarðhaldi á Sogni vegna meintrar þátttöku sinnar í gagna­vers­málinu svo kallaða, og hafði hann verið í varðhaldi frá 2. febrúar.

600 tölv­um, að andvirði um 200 milljón króna, var stolið í málinu, en ekki hefur enn tekist að finna þýfið í þessu umfangsmesta þjófnaðarmáli Íslands.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert