Ekki gaman að vera grasstrá í Vatnajökulsþjóðgarði

Einstakt samspil elds og íss er að finna innan Vatnajöklsþjóðgarðs. ...
Einstakt samspil elds og íss er að finna innan Vatnajöklsþjóðgarðs. Hér gefur að líta gos í Grímsvötnum. mbl.is/RAX

Hvað er það sem gerir Vatnajökulsþjóðgarð svo einstakan, svo fágætan, svo merkilegan, að ríkisstjórn Íslands ákvað að tilnefna hann á heimsminjaskrá UNESCO en á þá skrá fer ekkert nema að það njóti algjörrar sérstöðu á heimsvísu?

Svarið er margþætt en meðal annars það að hvergi á jarðríki, utan Suðurskautslandsins, má finna sjö virkar eldstöðvar undir einum og sama hveljöklinum og sköpunarverkin sem orðið hafa til í þessu samspili elds og íss eru fjölmörg, fjölbreytt og ekki á hverju strái hér á jörð.

Og talandi um strá: „Við getum sagt að það sé ekki gaman að vera grasstrá í Vatnajökulsþjóðgarði,“ segir Snorri Baldursson, líffræðingur sem ritstýrði tilnefningarskýrslunni sem nú hefur verið send UNESCO. „Það getur átt von á jökulhlaupi, öskugosi, því að skriðjökull valti yfir það eða hraun. En það er einmitt þetta sem er svo sérstakt við þjóðgarðinn; þar verða sífelldar breytingar.“  

Snorri var meðal þeirra sem fluttu erindi á málþinginu Máttur víðernanna sem Eldvötn – náttúruverndarsamtök í Skaftárhreppi  héldu á Kirkjubæjarklaustri á sumardaginn fyrsta. Í erindi sínu fór Snorri yfir tilnefningarferlið og útskýrði á hvaða forsendum Ísland vill koma Vatnajökulsþjóðgarði, Herðubreiðarlindum og Lónsöræfum á skrá Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, yfir merkar heimsminjar. Um fimmtíu manns komu að tilnefningarvinnunni með einum eða öðrum hætti.

Snorri Baldursson, líffræðingur og rithöfundur, ritstýrði tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá ...
Snorri Baldursson, líffræðingur og rithöfundur, ritstýrði tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Heimsminjasamningur Sameinuðu þjóðanna um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins var gerður árið 1972. Nánast öll ríki veraldar eða 190 eiga aðild að samningnum í dag. Í honum heita aðildarríkin því að standa vörð um menningu heimsins, vernda heimsminjar og sporna gegn eyðingu þeirra. Ísland staðfesti samninginn árið 1995.

Í samningnum segir m.a.: Minjar okkar eru í senn arfur okkar úr fortíðinni, það sem við höfum í dag og það sem við skilum til komandi kynslóða. Menningar- og náttúruarfur mannkyns er ómetanleg uppspretta lífshamingju og hvatningar.

  „Það sem gerir þessar heimsminjar svo einstakar er að þær eru sameign mannkyns óháð staðsetningu,“ sagði Snorri í erindi sínu á málþinginu.

Mun færri náttúruminjar

Í dag eru 1073 heimsminjar á skrá UNESCO, bæði náttúru- og menningarminjar. Menningarminjar eru mun fleiri eða 832 talsins en náttúruminjarnar rétt rúmlega 200. Flestar minjarnar er að finna í Evrópu. „Við getum sagt að [heimsminjaskráin sé] í raun æðsta stig friðunar,“ sagði Snorri.

Fylgst er með hvernig þjóðríki vernda og viðhalda minjunum þegar þær eru komnar á skrána og dæmi eru um að staðir hafi verið afskráðir ef ákvæðum um verndun er ekki framfylgt.

Á Íslandi eru nú þegar tveir staðir á heimsminjaskrá: Þingvellir frá árinu 2004 vegna menningar og Surtsey frá árinu 2008 vegna náttúrunnar.

Ferlið við að koma svæði á heimsminjaskrá tekur gjarnan 3-4 ár að lágmarki ef allt gengur að óskum.

Í Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996 var með einstökum hætti ...
Í Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996 var með einstökum hætti hægt að fylgjast með myndun móbergshryggs. Hryggurinn varð um sjö kílómetra langur og er nú kominn undir ís. mbl.is/RAX

Hvað Vatnajökulsþjóðgarð varðar er ferlið þegar nokkuð á veg komið. Árið 2016 var svæðið afmarkað og rætt við hlutaðeigandi sveitarstjórnir. Það sama ár tók ríkisstjórnin ákvörðun um að tilnefna þjóðgarðinn á heimsminjaskrá.

Ákvörðun næsta sumar

Í ársbyrjun 2017 hófst vinna við tilnefninguna. Þá um haustið voru drög að tilnefningunni send skrifstofu UNESCO og endanlegri skýrslu var svo skilað 1. febrúar í ár.

Það sem gerist í framhaldinu er að Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn tekur skýrsluna um tilnefninguna til rýnis og næsta haust er von á sendinefnd á vegum sjóðsins hingað til lands og mun hún taka út svæðið. Þessi sendinefnd mun svo skila áliti sínu til heimsminjanefndarinnar sem mun um mitt ár 2019  taka ákvörðun um hvort þjóðgarðurinn verði settur á heimsminjaskrána. Þrennt kemur til greina í því efni: Nefndin getur beðið um frekari gögn og þar með frestað ákvörðun sinni, hún getur hafnað tilnefningunni eða samþykkt hana.

Tvö önnur svæði fylgja

Svæðið sem tilnefnt er spannar 14% Íslands. Allur Vatnajökulsþjóðgarður er tilnefndur en að auki Herðubreiðarlindir og hluti Lónsöræfa. „Ákveðið var að tilnefna Herðubreiðarlindir vegna Herðubreiðar,“ sagði Snorri, „því hún er klassískt dæmi um móbergsstapa.“ Lónsöræfin voru svo tilnefnd því „þar getum við séð inn í fornar eldstöðvar.“

Heimsminjastaðir verða að hafa ótvírætt gildi á heimsvísu og vera einstakir, sagði Snorri. Heimsminjanefndin hefur fjögur viðmið að leiðarljósi við val á náttúruminjum og þurfa staðir að uppfylla að minnsta kosti eitt þeirra. Eftir að staður er svo kominn á heimsminjaskrá þarf að uppfylla kröfur um vernd og stjórnun og fram á það þarf að sýna í tilnefningunni.

Áhersla á jarðfræðina

Við tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs var lögð áhersla á það viðmið er snýr að jarðfræði og jarðeðlisfræði. Samkvæmt því þarf á staðnum að fyrirfinnast dæmi um þróun jarðar, virka jarðfræðilega ferla eða merkar afurðir jarðfræðiferla.

Lakagígar, gígaröðin vestan við Laka. Í fjarska sést yfir fjalllendið ...
Lakagígar, gígaröðin vestan við Laka. Í fjarska sést yfir fjalllendið norður af Mýrdalsjökli. mbl.is/Gísli Sigurðsson

Snorri fór í stuttu máli yfir jarðsögu Íslands og útskýrði að eftir endilöngu Atlantshafi lægi gríðarmikill úthafshryggur, Mið-Atlantshafshryggurinn. Hann er yfirleitt á 1000-2000 metra dýpi nema á Íslandi „þar sem hann rekur kryppuna upp úr sjónum“. Það er vegna þess að undir hryggnum við Ísland er að finna svokallaðan möttulstrók sem færir heita kviku til yfirborðsins og ýtir hryggnum upp úr hafinu.

„Það er alveg einstakt á þessum tímapunkti í jarðsögunni að úthafshryggur eða flekaskil fari saman við möttulstrók,“ sagði Snorri og bætti við: „Og það sem gerir þetta ennþá einstakara er að ofan á þessu samspili möttulstróks og úthafshryggjar er stór hveljökull. Þannig að við fáum hið gríðarlega magnaða samspil elds og íss. Við fáum eldvirkni undir jökli en líka eldvirkni utan jökuls. Svo erum við með veðrun vatns og vinds og á alla þessa ferla er lögð áhersla í tilnefningunni.“

Sjö virkar eldstöðvar

Tveir staðir í heiminum þar sem finna má ákveðið samspil elds og íss eru nú þegar á heimsminjaskrá. Og má því spyrja, hvað er svona sérstakt við Vatnajökulsþjóðgarð? Jú, það er eldvirknin undir hinum stóra hveljökli svokallaða, Vatnajökli, en slíkur jökull verður til þegar margir staðbundnir jöklar vaxa saman með tímanum í víðáttumiklu fjallendi.

„Það eru sjö virkar eldstöðvar undir Vatnajökli,“ benti Snorri á. „Og hvergi annars staðar í heiminum má finna svo margar virkar eldstöðvar undir svo stórum hveljökli nema á Suðurskautslandinu.“ Það svæði er þó óaðgengilegt og ummerki þessara krafta ekki sýnileg þar sem þau eru að verki undir ísnum.

Og afurðir þessa einstaka samspils elds og íss er að finna víða á Íslandi. Að því leytinu sker Vatnajökulsþjóðgarður sig algjörlega úr á heimsvísu, sagði Snorri. „Það eru að finna hér svo fjölbreyttar minjar um þetta samspil.“

Móbergið gamla og góða

Þegar eldgos verður undir jökli verður til bergtegundin móberg og svokallaðir móbergsstapar, eins og Herðubreið, geta myndast. Það er ástæða þess að Herðubreiðarlindir voru hafðar með í tilnefningunni. Þó að móberg virðist  hversdagslegt í hugum Íslendinga er það mjög sjaldgæft annars staðar í heiminum. „Við skulum muna það næst þegar við sjáum móbergsfjöllin okkar að þau eru einstök fyrirbæri á heimsvísu,“ sagði Snorri.

Í Vatnajökulsþjóðgarði er einnig að finna gígaraðir og móbergshryggi. „Þetta eru líka algjörlega einstök fyrirbæri. Hvergi annars staðar í heiminum má finna  svona magnaða móbergshryggi.“

Víti og Öskjuvatn. Askja er friðlýst, en undir henni er ...
Víti og Öskjuvatn. Askja er friðlýst, en undir henni er mikið háhitasvæði. Öskjuvatn myndaðist árið 1875. mbl.is/RAX

Nefndi hann að í Gjálpargosinu árið 1996 hafi skapast sögulegt tækifæri til að fylgjast með myndun móbergshryggja. Sá hryggur, sem er um sjö kílómetra langur, er nú á kafi í ís.

Jökulsandar og gígaraðir

Gígaraðirnar sem finna má innan garðsins eru t.d. Lakagígar sem er best varðveitta gígaröð heims. Slíkar raðir myndast við gos utan jökuls þar sem mörg gosop myndast. Einnig er að finna dæmi um dyngjur innan garðsins en þær verða til er eitt gosop myndast í slíku eldgosi. Dæmi um slíkt er Trölladyngja. Þá hafa orðið basaltflæðigos hér á landi sem eru sjaldgæf. „Á svæði innan Vatnajökulsþjóðgarðs hafa orðið nokkur af stærstu hraungosum veraldar á síðustu þúsund til tvö þúsund árum,“ sagði Snorri en þar átti hann við Eldgjárhraunið, Skaftáreldahraun og Holuhraun.

„Það sem er svo magnað í Vatnajökulsþjóðgarði er að við getum borið saman þessi fyrirbæri nánast hlið við hlið. Við höfum Herðubreið og Trölladyngju, Lakagígaröðina og Kambana. Sambærileg fyrirbæri sem urðu ýmist til undir jökli eða undir berum himni.“

Herðubreið er móbergsstapi með hraunhettu og því allsérstæð á heimsvísu.
Herðubreið er móbergsstapi með hraunhettu og því allsérstæð á heimsvísu. mbl.is/RAX

Öll þessi gos undir jökli geta svo myndað hamfaraflóð og þau hafa nokkur orðið, m.a. þau sem mynduðu Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur. „Þá höfum við þessa virku jökulsanda sem eru ákaflega sjaldgæfir,“ sagði Snorri, „ef þeir finnast yfir höfuð annars staðar utan Íslands.“

Þó að Vatnajökulsþjóðgarður sé ekki tilefndur vegna landslags og náttúrufegurðar, sem þó er hægt að gera, er slíkt vissulega að finna innan hans. „Við höfum auðvitað þessa gríðarlega fallegu og stórbrotnu náttúru innan þjóðgarðsins,“ sagði Snorri. „Lakagígar, Víti og Öskjuvatn, fagrir litir háhitasvæðanna, svo dæmi séu tekin.“

mbl.is

Innlent »

Þingmenn að „bregðast þjóð sinni“

18:42 Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins vandaði ráðamönnum ekki kveðjurnar á útifundi á Austurvelli í dag. Hann sagði þá vera að „bregðast þjóð sinni“ og að Alþingi væri ekki treystandi. Meira »

Eineggja tvíburar dúx og semídúx

18:00 Við útskrift í Flensborgarskólann á fimmtudaginn reyndust dúx og semídúx vera tvíburasystur. Þær eru á sömu námsbraut, í sömu íþrótt og líta eins út. Þær gera allt saman. Meira »

Barðsvíkin kjaftfull af rusli

17:45 Félagið Hreinni Hornstrandir stendur fyrir hreinsunarferð í Barðsvíkina helgina 14.-16. júní og segir forsprakki hópsins Barðsvíkina kjaftfulla af rusli. Sjálfur hóf hann að hreinsa rusl á Hornströndum eftir að franskur ljósmyndari setti upp sýningu erlendis á ruslinu við strendurnar. Meira »

Þakklátur pabba að hafa rekið mig í iðnnám

17:17 Myndlistarmaðurinn Daníel Magnússon er mikill hagleikssmiður og þekktur fyrir sérstaka stóla sína. Hann segir góða endingu nytjahluta á vissan hátt vera fegurð ef hún sé skynsamlega útfærð. „Í mínum huga eru nytjahlutir eitthvað sem allir listamenn ættu að hafa skoðun á.“ Meira »

Riðin árleg tvídreið

16:51 Þau voru gleðileg að sjá, fólkið sem klæddi sig í sitt fínasta púss upp úr hádegi í dag og kom saman við Hallgrímskirkju til þess að hjóla uppstrílað um miðbæ Reykjavíkur. Það var í hinni árlegu tvídreið, sem er kölluð Tweed Ride Reykjavík. Meira »

Vilja meiri umfjöllun um afstöðu sína

16:04 Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, gagnrýndu fjölmiðla, og þá aðallega ríkisfjölmiðilinn, fyrir skort á umfjöllun um þau efnisatriði sem Miðflokksmenn hafa lagt áherslu á í málflutningi sínum um innleiðingu þriðja orkupakkans, í þingræðum sínum um málið í morgun. Meira »

Eyþór tók Krúnuleikastefið á Selló

15:46 Á sjötta hundrað manns mættu á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins í dag en um þessar mundir eru 90 ár liðin frá samruna Íhaldsflokksins og frjálslynda flokksins. Meira »

Glöð ef þau komast inn fyrir jólin 2021

14:47 Það er öryggi að þetta bjargræði er til staðar. Fólk treystir því að það er í lagi að eldast hér,” segir Guðrún Dadda Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSU í Hornafirði. Meira »

Íslenskur sundknattleikur að lifna við

14:15 Ármenningar eru Íslandsmeistarar í sundknattleik 2019, en þeir lögðu keppinauta sína úr Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) með 13 mörkum gegn 8 í Laugardalslaug fyrir hádegi. Leikurinn var liður í alþjóðlegu tíu liða móti sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Meira »

Rannsakar malavísk börn með malaríu

12:50 „Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví. Í loka­verk­efni sínu í klín­ískri sál­fræði við HÍ skoðar hún úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu. Meira »

Breytingar á leiðakerfi Strætó

12:37 Leiðakerfi Strætó mun taka lítilsháttar breytingum á morgun, 26. maí. Sumaráætlun verður tekin upp á þremur leiðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum landsbyggðarleiðum, leið 18 verður breytt og akstur mun hætta klukkustund fyrr á sunnudögum í sumar. Meira »

Segir dóm MDE „umboðslaust at“

11:35 „Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa at­lögu frá póli­tísk kjörn­um dómur­um í Strass­borg með sömu aug­um og minni­hlut­inn gerði. Sem umboðslaust póli­tískt at,“ segir Sigríður Á. Andersen þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í morgun. Meira »

Ekki farinn að hugleiða umræðustöðvun

11:20 Þingmenn hafa komið að máli við forseta Alþingis og spurt hann að því hvort ekki sé orðið tímabært að stöðva umræðu þingmanna Miðflokksins með því að beita ákvæði í 71. gr. þingskaparlaga. Steingrímur segist hafa verið „tregur til að gangast inn á“ að hann sé farinn að hugleiða það, ennþá. Meira »

Nítján stundir af orkupakkaumræðu

10:03 Þingmenn Miðflokksins ræddu um innleiðingu þriðja orkupakkans í alla nótt og til kl. 10:26 í morgun. Fundur hófst kl. 15:31 í gær og stóð yfir í á nítjándu klukkustund. Varaforseti þingsins sagði miðflokksmenn ráða hvenær fundi ljúki. Meira »

Fá aðgang að vaxandi markaði

09:30 „Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur að fá aðgang að mest vaxandi markaði fyrir lax í heiminum,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Vestfjörðum, um opnun Kínamarkaðar fyrir íslenskar eldisafurðir. Meira »

Bílbruni á Kjalarnesi

08:58 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum í morgun vegna elds í bíl á Kjalarnesi, en bíllinn stóð á bílaplani nærri munna Hvalfjarðarganga. Bíllinn er gjörónýtur. Meira »

Heppin með veður til þessa

08:18 „Þetta ætti að ganga vel því ég verð með strauminn og vindinn í bakið,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í gær áður en hún lagði af stað á kajak frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur, um 50 km leið. Meira »

Mótmæla hærri arðgreiðslum

07:57 Félag atvinnurekenda mótmælir áformum um háar arðgreiðslur Faxaflóahafna til eigenda sinna, sem Reykjavíkurborg hefur lagt til. Meira »

Líkamsáras í gleðskap í Garðabæ

07:48 Tilkynnt barst lögreglu um líkamsárás í Garðabæ á þriðja tímanum í nótt. Þar hafði staðið yfir gleðskapur í heimahúsi og húsráðandi gert tilraun til þess að vísa mönnum úr partýinu sökum þess að þeir voru að nota fíkniefni. Mennirnir réðust í kjölfarið á manninn. Meira »
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...