Nafn mannsins sem lést í gær

mbl.is

Maðurinn sem lést á göngu í Heimakletti í Vestmannaeyjum í gær hét Sigurlás Þorleifsson. Hann var skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja undanfarin fimm ár, en hafði starfað við skólann í fjöldamörg ár, bæði sem kennari og aðstoðarskólastjóri í Hamarsskóla.

Sigurlás var landsliðsmaður í fótbolta á árunum 1979 til 1982 og spilaði 10 landsleiki fyrir hönd Íslands. Hann spilaði með félagsliðunum ÍBV og Víkingi og þjálfaði meistaraflokka hjá ÍBV og Stjörnunni.

Sigurlás var 60 ára gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonu, fimm uppkomin börn og fjögur barnabörn.

Sigurlás Þorleifsson.
Sigurlás Þorleifsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert