Gæsluvarðhald framlengt í manndrápsmáli

mbl.is/Eggert

Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir manni á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu fyrr í vor.  

Maðurinn hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. maí, en héraðsdómur hefur nú framlengt það um fjórar vikur, eða til 4. júní. 

Að sögn lögreglu miðar rannsókn málsins vel og standa vonir til þess að unnt verði að afgreiða það fullrannsakað til héraðssaksóknara í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert