Hávaðarok og syngjandi rigning

Svona lítur úrkomuspáin út fyrir landið á hádegi í dag, …
Svona lítur úrkomuspáin út fyrir landið á hádegi í dag, laugardag. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands varar við eftirvarandi í dag: Lægð kemur upp að landi með kröppum skilum sem ganga yfir landið fyrripart dags. Hvassviðri og jafnvel staðbundinn stormur á suðvesturhorninu. Talsverð úrkoma í skilunum, þá sérstaklega suðaustanlands. Því er um að gera að huga að sínu nærumhverfi, því víða um land getur veðrið valdið fokhættu og á það ekki síst við um Suðurland, Faxaflóa og Breiðafjörð þar sem viðvaranir eru í gildi og Mið-Norðurland á morgun. Kólnar á sunnudag og geta él leitt til hálkumyndunar á heiðum.

Gul viðvörun er í gildi á nokkrum landssvæðum í dag og hér getur þú lesið þér til um þær.

Veðurvefur mbl.is

Krapi og snjór á heiðum

Í viðvörunarorðum veðurfræðings Vegagerðarinnar í morgun segir:

Með lægð sem fer hratt hjá fyrir vestan landið gerir hvassan vind um tíma. Fram eftir morgni er gert ráð fyrir  krapa eða snjó á Mosfells- og Hellisheiði. Austan stormur undir Eyjafjöllum frá kl. 10 til 12 og hviður um 35 m/s.  Ekki eins hvass suðvestan- og vestanlands, en  hviður um kl. 12  allt að 30 m/s undir Hafnarfjalli og á Reykjanesbraut.

Í hugleiðingum veðurfræðings, sem ritaðar voru á vef Veðurstofunnar snemma í morgun, segir orðrétt: „Í dag hvessir af suðaustri með rigningu sunnan- og vestantil, en lengst af þurrt norðan- og austanlands. Vindhraði gæti farið yfir 20 m/s um tíma suðvestanlands síðdegis. Eins gera spár ráð fyrir að vindur snúist til suðvestanáttar í kvöld, einna hvassast suðvestatil en norðanlands á morgun og gera spár ráð fyrir að vindhraði fari vel yfir 20 m/s, staðbundið. Skúrir eða slydduél um landið sunnan- og vestanvert. Dregur úr vindi annað kvöld. 

Þar sem spár gera ráð fyrir að lægðin sem þessu veðri veldur á að vera skammt vestur af landinu þarf hún ekki að hliðrast mikið til þess að versta veðrið færist yfir á aðra landshluta en gert er ráð fyrir núna. Þannig að fólk er hvatt til að fylgjast vel með spám.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert