Lögðu til breytingar á rafrettufrumvarpi

Lagt er til að bann við notkun rafrettna nái til …
Lagt er til að bann við notkun rafrettna nái til þjónustrýma opinberra stofnana og félagasamtaka.

Meirihluti velferðarnefndar hefur lagt til að bann við notkun rafrettna nái til þjónusturýma opinberra stofnana og félagasamtaka en ekki til þjónusturýma fyrirtækja.

Í framhaldsnefndaráliti með breytingartillögu um frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, þar sem tekið er mið af sjónarmiði minnihluta nefndarinnar, kemur fram að ekki séu til skýrar rannsóknir sem benda til að skaði geti hlotist af innöndun reyks úr rafrettum.

Minnihluti nefndarinnar lagði til að bannið eigi ekki við í þjónusturýmum fyrirtækja og félagasamtaka eins og lagt er til í frumvarpinu.

Nefndin ræddi styrkleika og stærð áfyllinga fyrir rafrettur og komu þau sjónarmið fram að ákvæði frumvarpsins um skammtastærðir væru of íþyngjandi. Því leggur nefndin til að ákvæði um hámarksstærðir falli brott en ráðherra verði falið að setja reglur um stærð áfyllinga og hylkja í millilítrum, hvort heldur er einnota eða margnota.

Fram komu sjónarmið um að bragðefni væru líkleg til að laða reykingamenn að vörunni og auka notkun hennar umfram reykingatóbak.

Í framhaldsnefndarálitinu segir að bragðefni í rafrettum geti þó höfðað sérstaklega til barna. Nefndin telur mikilvægt að takmarkanir verði settar á markaðssetningu í ljósi þessa. Leggur hún því til að ráðherra verði heimilt að takmarka markaðssetningu bragðefna sem og umbúða í rafrettum sem höfða sérstaklega til barna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert