Búið að grafa helming ganganna

Vinnan við Dýrafjarðargöng gengur vel.
Vinnan við Dýrafjarðargöng gengur vel.

Búið er að grafa 49,9% af heildarlengd Dýrafjarðarganga, eða 2.646,7 metra.

Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni, Eflu og Geotek um framvindu verksins, Arnarfjarðarmegin. 

Greint var frá þessu í opnum Facebook-hóp um Dýrafjarðargöng. 

Þar segir að í viku 24 hafi verið grafnir 88,7 metrar í göngunum. Sama stórstuðlaða basaltlagið var á stafni allan tímann og gengu sprengingar vel.

Göng­in verða alls 5,6 kíló­metr­ar og þar af 5,3 kíló­metr­ar í bergi, en veg­skál­ar bæt­ast síðan við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert