Sparkaði í glugga lögreglustöðvar

mbl.is/Hjörtur

Ölvaður maður var handtekinn utan við lögreglustöðina í Hafnarfirði eftir miðnætt, en maðurinn barði og sparkaði í veggi og glugga lögreglustöðvarinnar. Þar sem hann neitaði að láta af hegðun sinni var hann handtekinn og er hann nú vistaður í fangaklefa.

Þá hafði lögreglan afskipti af nokkrum ökumönnum í gærkvöldi og í nótt sem eru grunaðir um að aka bifreiðum undir áhrifum áfengis eða vímuefna. 

Á níunda tímanum í gærkvöldi var bifreið stöðvuð á Álftanesi en ökumaðurinn var grunaður um of hraðan akstur. Í viðræðum við ökumann vaknaði grunur um að hann væri undir áhrifum áfengis og eftir öndurpróf var ökumaðurinn handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Þá reyndist ökumaður sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu.

Klukkan 21:04 í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í Seljahverfi í Reykjavík en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist ökumaður aldrei hafa tekið ökupróf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert