Ein stærsta skriða á sögulegum tíma

Skriðan er samkvæmt fyrstu mælingum 10-20 milljónir rúmmetra á stærð …
Skriðan er samkvæmt fyrstu mælingum 10-20 milljónir rúmmetra á stærð og 1,8 ferkílómetrar. mbl.is/Sumarliði Ásgeirsson

Skriðan sem féll í Hítardal á laugardag er hátt í jafn stór og skriða sem féll í Öskju árið 2014. Fyrstu mælingar benda til þess að skriðan í Hítardal hafi verið um 10-20 milljónir rúmmetra, en skriðan í Öskju var 20 milljónir rúmmetra.

„Þetta er með stærstu skriðum sem fallið hafa á landinu á sögulegum tíma,“ segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur á sviði ofanflóðarannsókna- og hættumats hjá Veðurstofunni, í Morgunblaðinu í dag. Orsakir að baki skriðunni eru enn óþekktar, en ekki þykir ósennilegt að mikil úrkoma undanfarna mánuði hafi haft áhrif.

Þó er skriðan ekki talin fyrirboði um fleiri berghlaup af þessari stærð. Samfellt hrun hefur verið í skriðusárinu og sterklega er mælt gegn mannaferðum á skriðusvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert