Leggja til nýjar vinnutímatillögur

Samninganefndir ríkisins og ljósmæðra á fundi ríkissáttasemjara 5. júlí.
Samninganefndir ríkisins og ljósmæðra á fundi ríkissáttasemjara 5. júlí. mbl.is/Hari

Samninganefnd ríkisins hyggst leggja til nýjar útfærslur á vinnutímatillögum á fundi með samninganefnd ljósmæðra sem fer fram í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segist vera bjartsýnn eftir atvikum fyrir fundinn í dag.

„Við ætlum að koma með útfærslur á vinnutímatillögum. Það var rætt á síðasta fundi að við myndum leggja fram tillögur hvað það varðaði til að sjá hvort þar væru einhverjir fletir sem við gætum notað,“ sagði Gunnar í samtali við mbl.is og segir að horft sé til þess sem gert er erlendis.

„Þar [erlendis] fá menn til dæmis fyrir hvern tíma á næturvakt visst margar mínútur í frí á móti. Það eru svoleiðis pælingar sem við erum að útfæra,“ útskýrir Gunnar.

Hvorki náðist í Katrínu Sif Sigurgeirsdóttur, formann samninganefndar ljósmæðra, né Áslaugu Valsdóttur, formann Ljósmæðrafélags Íslands, vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert