Studdu ljósmæður fyrir samningafund

Samstöðufundur með ljósmæðrum.
Samstöðufundur með ljósmæðrum. mbl.is/Eggert

Fjölmennt var á samstöðufundi fyrir ljósmæður sem haldinn var klukkan 13:40 í dag fyrir fund samninganefndar Ljósmæðrafélagsins með samninganefnd ríkisins sem hófst klukkan tvö í húsnæði ríkissáttasemjara.

Þetta var í annað skiptið sem samstöðufundur var haldinn vegna kjaradeilu ljósmæðra sem hefur nú staðið yfir í töluverðan tíma.

Á síðasta samningafundi lögðu ljósmæður fram tilboð fyrir samninganefnd ríkisins en Katrín Sif, formaður samninganefndar ljósmæðra, sagði að samninganefnd ríkisins hefði svarað því til að ekki væri hægt að ganga að þeim kröfum eins og þær voru settar fram í tilboðinu.

Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagðist, í samtali við mbl.is fyrr í dag, ætla að leggja fram útfærslur á tillögum um vinnutíma og sagði samninganefndina horfa til annarra landa varðandi þær tillögur.

Samninganefndir hittast í ljósmæðradeilunni.
Samninganefndir hittast í ljósmæðradeilunni. mbl.is/Eggert
Frá samstöðufundinum í dag.
Frá samstöðufundinum í dag. mbl.is/Eggert
Frá samstöðufundinum í dag.
Frá samstöðufundinum í dag. mbl.is/Eggert
Frá samstöðufundinum í dag.
Frá samstöðufundinum í dag. mbl.is/Eggert
Frá samstöðufundinum í dag.
Frá samstöðufundinum í dag. mbl.is/Eggert
Frá samstöðufundinum í dag.
Frá samstöðufundinum í dag. mbl.is/Eggert
mbl.is