Björgvin Karl í fjórða sæti

Björgvin Karl Guðmundsson.
Björgvin Karl Guðmundsson. Ljósmynd/Snorri Björns

Björgvin Karl Guðmundsson byrjar vel á heimsleikunum í crossfit en hann er í fjórða sæti eftir æfingu númer tvö en það voru lyftur í hringjum, svokallaðar „muscle-ups“. Björgvin kláraði lyfturnar á fjórða besta tímanum, en hann varð á sjötta besta tímanum í hjólreiðunum í morgun.

Katrín Tanja er efst íslensku kvennanna í sjötta sæti og …
Katrín Tanja er efst íslensku kvennanna í sjötta sæti og Annie Mist í áttunda þegar tvær æfingar eru búnar á heimsleikunum.

Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslensku kvennanna fjögurra á heimsleikunum í crossfit eftir tvær æfingar og Annie Mist Þórisdóttir er í áttunda sæti. Katrín Tanja varð 15. í æfingunni og Annie Mist í 18. sæti.

Efst í kvennaflokki er Laura Horvath með 182 stig en hún varð önnur í hjólreiðunum í morgun og þriðja í muscle-ups. Katrín Tanja er með 138 stig og Annie Mist með 120 stig. Oddrún Eik Gylfadóttir er í 16. sæti með 98 stig. Ragnheiður Sara er í 20. sæti en hún káraði muscle-ups fyrst íslensku kvennanna og var á 14. besta tímanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert