Hvar standa Íslendingarnir?

Katrín Tanja er í þriðja sæti og Annie Mist í …
Katrín Tanja er í þriðja sæti og Annie Mist í því sjötta eftir fyrstu greinina. Myndin er frá leikunum í fyrra.

Fyrstu æfingu heimsleikanna í crossfit er lokið en þar hjóluðu keppendur tíu 1.200 metra hringi á racer-hjólum. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð í þriðja sæti og er því þriðja stigahæsta í kvennaflokki og Björgvin Karl Guðmundsson varð sjötti og er í sjötta sæti.

Katrín Tanja fór á tímanum 20:01,33 og Björgvin Karl á tímanum 18:37,24. Annie Mist Þórisdóttir varð eins og Björgvin sjötta í sínum flokki á tímanum 20:03,26, Oddrún Eik Gylfadóttir varð ellefta á tímanum 20:07,36 og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í 21. sæti á 20:12,86.

Næsta þraut hefst klukkan 16:55 en þá verður keppt í „Muscle ups“, æfingum í fimleikahringjum. Keppt er að því að klára 30 lyftur á sem skemmstum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert